Golf

Mickelson setti vallarmet og er með þriggja högga forystu á Opna breska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mickelson var hársbreidd frá því að leika fyrsta hringinn á 62 höggum.
Mickelson var hársbreidd frá því að leika fyrsta hringinn á 62 höggum. vísir/getty
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er með þriggja högga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið er á Royal Troon Golf Club í Ayrshire í Skotlandi.

Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag lék Mickelson fyrsta hringinn á 63 höggum, eða átta undir pari. Mickelson jafnaði metið yfir fæst högg á einum hring á risamóti frá upphafi og setti vallarmet í leiðinni.

Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed og Þjóðverjinn Martin Keymar koma næstir á 66 höggum, eða fimm undir pari.

Átta af 11 efstu kylfingum eftir fyrsta hring á Opna breska koma frá Bandaríkjunum.

Ástralinn Jason Day, efsti maður heimslistans, fann sig ekki á fyrsta degi mótsins og lék á tveimur höggum yfir pari.

Næstu menn á heimslistanum, Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Jordan Spieth, léku báðir á 71 höggi í dag, eða á pari vallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×