Kynnirinn trylltist þegar hann fékk sjálfur Emmy tilnefningu - Myndband
Stefán Árni Pálsson skrifar
Anderson öskraði úr sér líftóruna.
Leikarinn Anthony Anderson tilkynnti um allar tilnefningar til Emmy-verðlaunanna fyrir stundu og gerði það með Lauren Graham, sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt í Gilmore Girls.
Magnað atvik átti sér stað þegar Graham las upp tilnefningarnar fyrir besta leikarann í gamanþáttaröð. Fyrsta nafnið sem hún las upp var Anthony Anderson og leikarinn gjörsamlega trylltist úr gleði. Hann er tilnefndur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Black-ish.