Mercedes Benz söluhærra en BMW á árinu Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2016 11:07 Mercedes Benz GLS. Mercedes Benz færist sífellt nær því marki sínu að verða aftur söluhæsta lúxusbílamerki heims, en þeim titli tapaði Mercedes Benz til BMW árið 2005. Mercedes Benz hefur selt rétt rúmlega 1.006.000 bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins, en BMW 986.557 bíla. Í þriðja sæti er svo Audi með 953.200 bíla. Vöxtur Mercedes Benz hefur verið mestur meðal þessara þriggja merkja, en hann nam 12% á fyrri helmingi ársins, en var 5,8% hjá BMW og 5,6% hjá Audi. Forsvarsmenn allra þessara bílamerkja vilja vera það söluhæsta á meðal lúxusbíla, en líklegt má þó telja að Mercedes Benz nái því þetta árið, hvað sem síðar verður. Í júní náði Mercedes Benz 11% söluaukningu frá fyrra ári, BMW 9,7% aukningu og Audi 7,4%. Í þessum síðasta mánuði seldi BMW örlitlu meira en Mercedes Benz, eða 189.097 bíla á móti 188.444 bílum Benz. Audi seldi 169.000 bíla og á því töluvert í land í samaburði við hin tvö merkin. BMW hefur gengið mjög vel að selja i3 rafmagnsbíl sinn og með tilkomu endurbættrar útgáfu hans fékk fyrirtækið 5.000 nýjar pantanir í hann. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent
Mercedes Benz færist sífellt nær því marki sínu að verða aftur söluhæsta lúxusbílamerki heims, en þeim titli tapaði Mercedes Benz til BMW árið 2005. Mercedes Benz hefur selt rétt rúmlega 1.006.000 bíla á fyrstu 6 mánuðum ársins, en BMW 986.557 bíla. Í þriðja sæti er svo Audi með 953.200 bíla. Vöxtur Mercedes Benz hefur verið mestur meðal þessara þriggja merkja, en hann nam 12% á fyrri helmingi ársins, en var 5,8% hjá BMW og 5,6% hjá Audi. Forsvarsmenn allra þessara bílamerkja vilja vera það söluhæsta á meðal lúxusbíla, en líklegt má þó telja að Mercedes Benz nái því þetta árið, hvað sem síðar verður. Í júní náði Mercedes Benz 11% söluaukningu frá fyrra ári, BMW 9,7% aukningu og Audi 7,4%. Í þessum síðasta mánuði seldi BMW örlitlu meira en Mercedes Benz, eða 189.097 bíla á móti 188.444 bílum Benz. Audi seldi 169.000 bíla og á því töluvert í land í samaburði við hin tvö merkin. BMW hefur gengið mjög vel að selja i3 rafmagnsbíl sinn og með tilkomu endurbættrar útgáfu hans fékk fyrirtækið 5.000 nýjar pantanir í hann.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent