Brexit hefur ekki áhrif á stefnu Easyjet varðandi Ísland Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. júlí 2016 08:43 Easyjet hóf flugferðir til Íslands árið 2012 og hefur þeim farið ört fjölgandi. Vísir/Pjetur Andy Cockburn, talsmaður Easy Jet, segir stefnu flugfélagsins hvað varðar flugferðir til Íslands ekki hafa breyst í kjölfar þess að Bretar kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að fara út úr Evrópusambandinu. Búist var við því að í kjölfar ákvörðunarinnar myndi eftirspurn Breta eftir ferðum til Íslands, og ferðalögum almennt, minnka vegna lækkunar breska pundsins. Frá þessu er greint á vef Túrista. Easy Jet flýgur mikið til Íslands og er í raun stærsta erlenda flugfélagið hér á landi. Komu hingað til lands 149 Easy Jet þotur í mars síðastliðnum. Enn sem komið er virðast Bretar ekki hafa látið Brexit, en það hefur þjóðaratkvæðagreiðslan verið kölluð, haft áhrif á ferðaáætlanir sínar. „Eftirspurn eftir flugi okkar til Íslands heldur áfram að vera mikil. Síðustu ár höfum bætt við nýjum flugleiðum til Íslands og Reykjavík er ennþá ört vaxandi markaður fyrir easyJet. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar mun ekki hafa nein efnisleg áhrif á stefnu okkar sem byggist á því að fókusera á leiðandi flugvelli og svæði sem mikil eftirspurn er eftir,” segir Andy Cockburn. Enn er þó tiltölulega stutt síðan gengið var til kosninga um Brexit eða um þrjár vikur og því erfitt að segja með fullri vissu hvort Brexit hafi letjandi áhrif á ferðahug Breta. Fjölmargir Bretar hafa lagt leið sína til Íslands á undanförnum árum. Bretar voru 33 prósent ferðamanna sem komu til Íslands í febrúar á þessu ári eða rúmlega 43 þúsund samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Bretar hafa undanfarin ár verið hvað duglegastir allra þjóðerna við að koma til Íslands á vetrarmánuðum. Á sama tíma komu rúmlega 16 þúsund Bandaríkjamenn sem var sú þjóð sem átti flesta ferðamenn á Íslandi á eftir Bretum. Því eru breskir ferðamenn afar mikilvægir ferðaþjónustunni, sérstaklega utan háannatíma. Brexit Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Andy Cockburn, talsmaður Easy Jet, segir stefnu flugfélagsins hvað varðar flugferðir til Íslands ekki hafa breyst í kjölfar þess að Bretar kusu í þjóðaratkvæðagreiðslu að fara út úr Evrópusambandinu. Búist var við því að í kjölfar ákvörðunarinnar myndi eftirspurn Breta eftir ferðum til Íslands, og ferðalögum almennt, minnka vegna lækkunar breska pundsins. Frá þessu er greint á vef Túrista. Easy Jet flýgur mikið til Íslands og er í raun stærsta erlenda flugfélagið hér á landi. Komu hingað til lands 149 Easy Jet þotur í mars síðastliðnum. Enn sem komið er virðast Bretar ekki hafa látið Brexit, en það hefur þjóðaratkvæðagreiðslan verið kölluð, haft áhrif á ferðaáætlanir sínar. „Eftirspurn eftir flugi okkar til Íslands heldur áfram að vera mikil. Síðustu ár höfum bætt við nýjum flugleiðum til Íslands og Reykjavík er ennþá ört vaxandi markaður fyrir easyJet. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar mun ekki hafa nein efnisleg áhrif á stefnu okkar sem byggist á því að fókusera á leiðandi flugvelli og svæði sem mikil eftirspurn er eftir,” segir Andy Cockburn. Enn er þó tiltölulega stutt síðan gengið var til kosninga um Brexit eða um þrjár vikur og því erfitt að segja með fullri vissu hvort Brexit hafi letjandi áhrif á ferðahug Breta. Fjölmargir Bretar hafa lagt leið sína til Íslands á undanförnum árum. Bretar voru 33 prósent ferðamanna sem komu til Íslands í febrúar á þessu ári eða rúmlega 43 þúsund samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Bretar hafa undanfarin ár verið hvað duglegastir allra þjóðerna við að koma til Íslands á vetrarmánuðum. Á sama tíma komu rúmlega 16 þúsund Bandaríkjamenn sem var sú þjóð sem átti flesta ferðamenn á Íslandi á eftir Bretum. Því eru breskir ferðamenn afar mikilvægir ferðaþjónustunni, sérstaklega utan háannatíma.
Brexit Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00
Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58