Ryan Gosling og Emma Stone sem slógu í gegn saman í kvikmyndinni Crazy, Stupid, Love leika nú aftur saman í nýrri mynd leikstjórans Damien Chazelle sem þekktastur er fyrir mynd sína Whiplash.
Myndin heitir La La Land og er klassísk söng-og dansmynd að því er fram kemur á vef Vanity Fair en í myndinni leika þau Gosling og Stone par eins og þau gerðu í Crazy, Stupid, Love. Trailerinn fyrir myndina má sjá hér að neðan en myndin verður frumsýnd síðar á árinu.