Fólk þarf nú að fá að leika sér pínulítið að listinni Magnús Guðmundsson skrifar 13. júlí 2016 11:30 Sigrún Harðardóttir myndlistarkona segist fyrst hafa heillast af hverum í skoðunarferðum æskunnar. Hér stendur hún inni í gagnvirka verkinu Hrynjandi hvera. Visir/Eyþór Það getur vissulega boðið upp á athyglisverðar sýningar þegar listasöfn leitast við að vera í náinni samræðu við gesti sína og áhugasvið þeirra hverju sinni. Skemmtilegt dæmi um slíkt er að finna um þessar mundir í Vasulka-stofu Listasafns Íslands þar sem verkið Hrynjandi hvera eftir Sigrúnu Harðardóttur er til sýningar. Sigrún segir að verkið sé upprunalega frá 2004 en hafi svo verið sýnt árið 2006 í Hafnarborg. „Síðan dettur Kristín Scheving um þetta verk einhverjum árum seinna og sýndi það síðan á Hreindýralandi á Egilsstöðum 2011 og það er í raun hún sem stendur fyrir því að sýna það í Vasulka-stofunni núna. Hana langaði til þess að það vera með þetta verk um hverina og hljóminn þeirra og taktinn því henni fannst það tala inn í allan þann túrisma sem er inni í safninu þessa dagana.“ Verkið fjallar um mismunandi birtingarmyndir á jarðhitasvæðum og Sigrún segir að það sé í sjálfu sér ekki flókið hvað hafi dregið hana að því að fást við hverina. „Ég er náttúrulega bara alin upp við það að fara og skoða hverina um helgar, ekki ósvipað því og börn sem búa erlendis fara í dýragarðinn. En þar sem við áttum engan dýragarð hér þá fór fjölskyldan um helgar að skoða annaðhvort fossa eða hveri. Ég hugsa að það geti nú margir Íslendingar tekið undir þetta með mér og kannist við þessa bíltúra og ég hef einhvern veginn alltaf verið rosalega heilluð af hverum. Sérstaklega hvað það er mikil tónlist í þessu og maður gerir sér kannski ekki grein fyrir því fyrr en maður prófar að setja mismunandi hveri saman eins og ég gerði í þessu verki. Þá gerir maður sér grein fyrir því hvað það er mismunandi hljómur, hljómfall, tíðni og tónhæð þannig að þetta verður eins og heil hljómsveit þegar þetta er sett saman og það er gaman að leika sér með það. Ég er alltaf eitthvað að vinna með þetta þema og geri ráð fyrir að gera það áfram þó svo að ég sé ekki með hveraverk í vinnslu akkúrat núna. Síðasta verk með hver sem ég gerði er orðið þriggja ára gamalt en ég er búin að vera að vinna með þetta frá 1995 bæði málverk og vídeó. Þannig að þetta er það stór þáttur af því sem ég fæst við að hverirnir eru komnir til að vera.“ Hrynjandi hvera er gagnvirkt verk og Sigrún segir að gagnvirknin sé vissulega mikilvægur hluti af verkinu. „Ég er með níu þrýstiskynjara og með því að ganga á þeim þá er fólk að breyta upplifun sinni af verkinu. Það er að virkja ákveðnar rásir eða öllu heldur nýtt vídeó í hvert eitt sinn. Verkið samanstendur af þrjátíu og sjö vídeóum og þar af er eitt sem gengur alltaf á tveimur skjáum. Verkið er keyrt á tveimur skjáum og er í raun stækkanlegt með því að fjölga tölvunum en út frá þessum tveimur tölvum eru 36 möguleikar á vali eða upplifun. Svona upplifir fólk verkið eftir því hvernig það hreyfir sig í rýminu. Eins getur það sett upp sína upplifun saman af því að það eru þrír saman um hverja tölvu og því sex manns sem geta í mesta lagi verið að skoða og skapa verkið. Það er svona verið að hugsa um það að fólk fái nú að leika sér pínulítið. Við erum hætt að segja má ekki snerta heldur biðjum fólk um að snerta verkið og taka þátt í að skapa útkomuna hverju sinni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016. Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það getur vissulega boðið upp á athyglisverðar sýningar þegar listasöfn leitast við að vera í náinni samræðu við gesti sína og áhugasvið þeirra hverju sinni. Skemmtilegt dæmi um slíkt er að finna um þessar mundir í Vasulka-stofu Listasafns Íslands þar sem verkið Hrynjandi hvera eftir Sigrúnu Harðardóttur er til sýningar. Sigrún segir að verkið sé upprunalega frá 2004 en hafi svo verið sýnt árið 2006 í Hafnarborg. „Síðan dettur Kristín Scheving um þetta verk einhverjum árum seinna og sýndi það síðan á Hreindýralandi á Egilsstöðum 2011 og það er í raun hún sem stendur fyrir því að sýna það í Vasulka-stofunni núna. Hana langaði til þess að það vera með þetta verk um hverina og hljóminn þeirra og taktinn því henni fannst það tala inn í allan þann túrisma sem er inni í safninu þessa dagana.“ Verkið fjallar um mismunandi birtingarmyndir á jarðhitasvæðum og Sigrún segir að það sé í sjálfu sér ekki flókið hvað hafi dregið hana að því að fást við hverina. „Ég er náttúrulega bara alin upp við það að fara og skoða hverina um helgar, ekki ósvipað því og börn sem búa erlendis fara í dýragarðinn. En þar sem við áttum engan dýragarð hér þá fór fjölskyldan um helgar að skoða annaðhvort fossa eða hveri. Ég hugsa að það geti nú margir Íslendingar tekið undir þetta með mér og kannist við þessa bíltúra og ég hef einhvern veginn alltaf verið rosalega heilluð af hverum. Sérstaklega hvað það er mikil tónlist í þessu og maður gerir sér kannski ekki grein fyrir því fyrr en maður prófar að setja mismunandi hveri saman eins og ég gerði í þessu verki. Þá gerir maður sér grein fyrir því hvað það er mismunandi hljómur, hljómfall, tíðni og tónhæð þannig að þetta verður eins og heil hljómsveit þegar þetta er sett saman og það er gaman að leika sér með það. Ég er alltaf eitthvað að vinna með þetta þema og geri ráð fyrir að gera það áfram þó svo að ég sé ekki með hveraverk í vinnslu akkúrat núna. Síðasta verk með hver sem ég gerði er orðið þriggja ára gamalt en ég er búin að vera að vinna með þetta frá 1995 bæði málverk og vídeó. Þannig að þetta er það stór þáttur af því sem ég fæst við að hverirnir eru komnir til að vera.“ Hrynjandi hvera er gagnvirkt verk og Sigrún segir að gagnvirknin sé vissulega mikilvægur hluti af verkinu. „Ég er með níu þrýstiskynjara og með því að ganga á þeim þá er fólk að breyta upplifun sinni af verkinu. Það er að virkja ákveðnar rásir eða öllu heldur nýtt vídeó í hvert eitt sinn. Verkið samanstendur af þrjátíu og sjö vídeóum og þar af er eitt sem gengur alltaf á tveimur skjáum. Verkið er keyrt á tveimur skjáum og er í raun stækkanlegt með því að fjölga tölvunum en út frá þessum tveimur tölvum eru 36 möguleikar á vali eða upplifun. Svona upplifir fólk verkið eftir því hvernig það hreyfir sig í rýminu. Eins getur það sett upp sína upplifun saman af því að það eru þrír saman um hverja tölvu og því sex manns sem geta í mesta lagi verið að skoða og skapa verkið. Það er svona verið að hugsa um það að fólk fái nú að leika sér pínulítið. Við erum hætt að segja má ekki snerta heldur biðjum fólk um að snerta verkið og taka þátt í að skapa útkomuna hverju sinni.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016.
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira