Reykvískur sigur í fyrsta Leiknisslagnum | Sjáðu mörkin 12. júlí 2016 21:56 Brynjar Hlöðversson og félagar unnu góðan sigur í kvöld. vísir/vilhelm Leiknir Reykjavík vann nafna sína í Leikni Fáskrúðsfirði, 2-1, í Inkasso-deildinni í fótbolta í kvöld og skaust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir nafnar sem búa sitthvoru megin á landinu mætast í mótsleik í deild eða bikar og féll fyrsti sigurinn Reykjavíkur-Leikni í skaut. Elvar Páll Sigurðsson kom Leikni Reykjavík í 1-0 með marki á 20. mínútu sem hann skoraði eftir gjörsamlega bilaðan undirbúning Kristjáns Páls Jónssonar. Áður en fyrri hálfleiknum lauk jafnaði Kristófer Páll Viðarsson metin fyrir gestina að austan en markið hans var ekkert slor. Þessi ungi og bráðefnilegi framherji fékk boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum upp í þaknetið, 1-1. Heimamenn voru líklegri til að skora í seinni hálfleik og sóttu stíft undir lokin. Pressan skilaði sér loksins þegar Ólafur Hrannar Kristjánsson skallaði boltann inn fyrir vörn Fáskrúðsfirðinga þar sem Kolbeinn Kárason var fyrstur á boltann og setti hann í netið, 2-1, á 84. mínútu. Leiknismenn úr Reykjavík eru aftur komnir á skrið eftir röð slæmra úrslita en þeir eru nú búnir að taka botnliðin tvö; Huginn og Leikni F. í síðustu tveimur leikjum. Leiknir R. komst með sigrinum upp í annað sætið en liðið er með 19 stig. Fáskrúðsfirðingar eru með sex stig í ellefta og næstneðsta sæti. Fyrstu tvö mörk leiksins má sjá hér að neðan en sigurmarkið kemur eftir smástund.Elvar Páll Sigurðsson kemur Leiknir R. í 1-0: Kristófer Páll Viðarsson jafnar í 1-1: Kolbeinn Kárason tryggir Leikni sigurinn 2-1: Íslenski boltinn Tengdar fréttir Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45 Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12 Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22 Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira
Leiknir Reykjavík vann nafna sína í Leikni Fáskrúðsfirði, 2-1, í Inkasso-deildinni í fótbolta í kvöld og skaust með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir nafnar sem búa sitthvoru megin á landinu mætast í mótsleik í deild eða bikar og féll fyrsti sigurinn Reykjavíkur-Leikni í skaut. Elvar Páll Sigurðsson kom Leikni Reykjavík í 1-0 með marki á 20. mínútu sem hann skoraði eftir gjörsamlega bilaðan undirbúning Kristjáns Páls Jónssonar. Áður en fyrri hálfleiknum lauk jafnaði Kristófer Páll Viðarsson metin fyrir gestina að austan en markið hans var ekkert slor. Þessi ungi og bráðefnilegi framherji fékk boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum upp í þaknetið, 1-1. Heimamenn voru líklegri til að skora í seinni hálfleik og sóttu stíft undir lokin. Pressan skilaði sér loksins þegar Ólafur Hrannar Kristjánsson skallaði boltann inn fyrir vörn Fáskrúðsfirðinga þar sem Kolbeinn Kárason var fyrstur á boltann og setti hann í netið, 2-1, á 84. mínútu. Leiknismenn úr Reykjavík eru aftur komnir á skrið eftir röð slæmra úrslita en þeir eru nú búnir að taka botnliðin tvö; Huginn og Leikni F. í síðustu tveimur leikjum. Leiknir R. komst með sigrinum upp í annað sætið en liðið er með 19 stig. Fáskrúðsfirðingar eru með sex stig í ellefta og næstneðsta sæti. Fyrstu tvö mörk leiksins má sjá hér að neðan en sigurmarkið kemur eftir smástund.Elvar Páll Sigurðsson kemur Leiknir R. í 1-0: Kristófer Páll Viðarsson jafnar í 1-1: Kolbeinn Kárason tryggir Leikni sigurinn 2-1:
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45 Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12 Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22 Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Sjá meira
Trufluð tilþrif Kristjáns Páls skiluðu marki | Myndband Kristján Páll Jónsson átti allan heiðurinn að fyrsta markinu í Leiknisslagnum í Breiðholtinu. 12. júlí 2016 20:45
Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Sveinn Aron Guðjohnsen er einn af markahæstu leikmönnum Inkasso-deildarinnar. 12. júlí 2016 21:12
Fjarðabyggð vann sinn fyrsta leik síðan í annarri umferð er liðið skellti Fram Framarar með eitt stig úr síðustu þremur leikjum gegn liðum úr neðri hlutanum. 12. júlí 2016 19:22
Aftur tapaði Þór fyrir Suðurnesjaliði Keflavík vann annan leikinn í röð þegar það gerði góða ferð norður í þorpið. 12. júlí 2016 19:53