Grindavík batt enda á sigurgöngu KA | Sonur Eiðs Smára á skotskónum Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2016 21:12 Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sigurmark HK. vísir/hanna Grindavík passaði að KA myndi ekki stinga af á toppnum í Inkasso-deild karla í fótbolta í kvöld en Suðurnesjaliðið kom til baka eftir að lenda 2-0 undir og náði í eitt stig. Króatinn Juraj Grizelj kom KA í 1-0 strax á fjórðu mínútu og útlitið var ansi gott fyrir norðanmenn þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson tvöfaldaði forskotið fyrir gestina í Grindavík á markamínútunni sjálfri, 2-0. Fransico Cruz minnkaði muninn fyrir Grindavík, 2-1, eftir tæpar tvær mínútur í seinni hálfleiknum og það var svo bakvörðurinn sókndjarfi, Jósef Kristinn Jósefsson, sem jafnaði metin fyrir heimamenn átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur, 2-2. Frábær endurkoma hjá Grindavík sem vann Þór, 5-0, í síðustu umferð. Liðið var að gera sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum og er í þriðja sæti með 18 stig, stigi frá Þór í öðru sæti og fimm stigum frá toppliði KA. KA-menn héldu toppsætinu þrátt fyrir að missa sigurinn frá sér. Með þremur stigum hefði liðið sama og stungið af á toppnum en Grindvíkingar héldu spennu í toppbaráttunni með því að binda endi á fjögurra leikja sigurgöngu KA. Norðanmenn eru eftir sem áður ósigraðir í síðustu sjö leikjum. KA er með 23 stig á toppnum, Þór 19 stig í öðru sæti og Grindavík 18 í því þriðja. Einum leik er ólokið í kvöld en það er Leiknisslagurinn í Breiðholti.Sveinn Aron enn á skotskónum HK var hársbreidd frá gríðarlega mikilvægum sigri í botnbaráttu Inkasso-deildarinnar í kvöld þegar liðið mætti Huginn frá Seyðisfirði í Kórnum. Liðin skildu jöfn, 1-1. Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, skoraði fyrir HK á 42. mínútu leiksins. HK er á fínum skriði en liðið er taplaust í síðustu þremur leikjum sínum en gert tvö jafntefli. Sveinn Aron, sem er 18 ára gamall, er á meðal markahæstu manna í Inkasso-deildinni en markið í kvöld var hans fimmta í deildinni í tíu leikjum. Því miður fyrir HK náði liðið ekki að landa sigrinum því Huginn jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma en samkvæmt textaýsingu fótbolti.net frá leiknum var þar að verki Rúnar Freyr Þórhallsson. Lokatölur, 1-1. Selfoss vann svo mikilvægan sigur á Haukum, 1-0, þar sem Andrew James Pew skoraði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins. HK er í 10. sæti eftir sigurinn í kvöld með tíu stig en Huginn er á botninum með fimm stig. Selfoss lyfti sér upp í sjötta sætið en liðið er með fjórtán stig. Haukar eru með ellefu stig í áttunda sæti. Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira
Grindavík passaði að KA myndi ekki stinga af á toppnum í Inkasso-deild karla í fótbolta í kvöld en Suðurnesjaliðið kom til baka eftir að lenda 2-0 undir og náði í eitt stig. Króatinn Juraj Grizelj kom KA í 1-0 strax á fjórðu mínútu og útlitið var ansi gott fyrir norðanmenn þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson tvöfaldaði forskotið fyrir gestina í Grindavík á markamínútunni sjálfri, 2-0. Fransico Cruz minnkaði muninn fyrir Grindavík, 2-1, eftir tæpar tvær mínútur í seinni hálfleiknum og það var svo bakvörðurinn sókndjarfi, Jósef Kristinn Jósefsson, sem jafnaði metin fyrir heimamenn átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lokatölur, 2-2. Frábær endurkoma hjá Grindavík sem vann Þór, 5-0, í síðustu umferð. Liðið var að gera sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum og er í þriðja sæti með 18 stig, stigi frá Þór í öðru sæti og fimm stigum frá toppliði KA. KA-menn héldu toppsætinu þrátt fyrir að missa sigurinn frá sér. Með þremur stigum hefði liðið sama og stungið af á toppnum en Grindvíkingar héldu spennu í toppbaráttunni með því að binda endi á fjögurra leikja sigurgöngu KA. Norðanmenn eru eftir sem áður ósigraðir í síðustu sjö leikjum. KA er með 23 stig á toppnum, Þór 19 stig í öðru sæti og Grindavík 18 í því þriðja. Einum leik er ólokið í kvöld en það er Leiknisslagurinn í Breiðholti.Sveinn Aron enn á skotskónum HK var hársbreidd frá gríðarlega mikilvægum sigri í botnbaráttu Inkasso-deildarinnar í kvöld þegar liðið mætti Huginn frá Seyðisfirði í Kórnum. Liðin skildu jöfn, 1-1. Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, skoraði fyrir HK á 42. mínútu leiksins. HK er á fínum skriði en liðið er taplaust í síðustu þremur leikjum sínum en gert tvö jafntefli. Sveinn Aron, sem er 18 ára gamall, er á meðal markahæstu manna í Inkasso-deildinni en markið í kvöld var hans fimmta í deildinni í tíu leikjum. Því miður fyrir HK náði liðið ekki að landa sigrinum því Huginn jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma en samkvæmt textaýsingu fótbolti.net frá leiknum var þar að verki Rúnar Freyr Þórhallsson. Lokatölur, 1-1. Selfoss vann svo mikilvægan sigur á Haukum, 1-0, þar sem Andrew James Pew skoraði sigurmarkið á 90. mínútu leiksins. HK er í 10. sæti eftir sigurinn í kvöld með tíu stig en Huginn er á botninum með fimm stig. Selfoss lyfti sér upp í sjötta sætið en liðið er með fjórtán stig. Haukar eru með ellefu stig í áttunda sæti.
Íslenski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Sjá meira