Atvinnulausa EM-stjarnan eftirsótt | Gæti orðið samherji Gylfa Þórs Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júlí 2016 22:30 Hal Robson-Kanu gæti fengið stoðsendingar frá Gylfa Þór á næstu leiktíð. vísir/getty Hal Robson-Kanu, framherji velska landsliðsins, verður ekki atvinnulaus mikið lengur eftir frábæra frammistöðu með Wales á Evrópumótinu í Frakklandi. Robson-Kanu var á mála hjá Reading frá 2007 og þar til í ár eða allan sinn atvinnumannaferil. Reading ákvað að framlengja ekki samning hans eftir síðasta tímabil og fór hann því atvinnulaus til Frakklands. Robson-Kanu skoraði tvö mörk fyrir Wales á EM, annað í riðlakeppninni gegn Slóvakíu og annað í fræknum sigri Walesverja gegn Belgíu í átta liða úrsiltum og nú syndir hann í tilboðum. Fram kemur á vef Sky Sports að kínversku liðin Beijing Guaoan og Jiangsu Suning séu bæði tilbúiin að greiða honum fimm milljónir punda í árslaun sem er töluvert meira en hann fékk hjá Reading. Íslendingarnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu báðir fyrir Jiangsu á síðustu leiktíð. Al Jazira Club í Abu Dhabi vill einnig fá þennan 27 ára gamla framherja í sínar raðir en sjálfur vill hann spila í ensku úrvalsdeildinni. Umboðsmenn hans eru í viðræðum við Watford, Hull og Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea. Þeim viðræðum verður haldið áfram á næstu vikum. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull, er mjög áhugasamur um að fá Robson-Kanu til liðs við sig og segir að það sé ekki bara vegna árangursins á EM. „Hann stóð sig frábærlega á EM en maður kaupir ekki leikmenn út af frammistöðu á einu móti. Við höfum vitað í nokkur ár hversu góður hann er,“ sagði Bruce í viðtali við Sky Sports. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Sjá meira
Hal Robson-Kanu, framherji velska landsliðsins, verður ekki atvinnulaus mikið lengur eftir frábæra frammistöðu með Wales á Evrópumótinu í Frakklandi. Robson-Kanu var á mála hjá Reading frá 2007 og þar til í ár eða allan sinn atvinnumannaferil. Reading ákvað að framlengja ekki samning hans eftir síðasta tímabil og fór hann því atvinnulaus til Frakklands. Robson-Kanu skoraði tvö mörk fyrir Wales á EM, annað í riðlakeppninni gegn Slóvakíu og annað í fræknum sigri Walesverja gegn Belgíu í átta liða úrsiltum og nú syndir hann í tilboðum. Fram kemur á vef Sky Sports að kínversku liðin Beijing Guaoan og Jiangsu Suning séu bæði tilbúiin að greiða honum fimm milljónir punda í árslaun sem er töluvert meira en hann fékk hjá Reading. Íslendingarnir Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson spiluðu báðir fyrir Jiangsu á síðustu leiktíð. Al Jazira Club í Abu Dhabi vill einnig fá þennan 27 ára gamla framherja í sínar raðir en sjálfur vill hann spila í ensku úrvalsdeildinni. Umboðsmenn hans eru í viðræðum við Watford, Hull og Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea. Þeim viðræðum verður haldið áfram á næstu vikum. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Hull, er mjög áhugasamur um að fá Robson-Kanu til liðs við sig og segir að það sé ekki bara vegna árangursins á EM. „Hann stóð sig frábærlega á EM en maður kaupir ekki leikmenn út af frammistöðu á einu móti. Við höfum vitað í nokkur ár hversu góður hann er,“ sagði Bruce í viðtali við Sky Sports.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Sjá meira