Solskjær búinn að næla í annan íslenskan framherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2016 09:44 Björn Bergmann Sigurðarson Mynd/Molde Fotballklubb á Youtube Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, er því kominn með annan íslenskan framherja í liðið sitt en Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með Molde í aðdraganda EM í Frakklandi. Björn Bergmann er að snúa aftur til liðsins en hann kom þangað á láni frá Wolves tímabilið 2014 og varð þá norskur meistari með liðinu. Samningur Björns og Wolves rann út í sumar og hann var því að leita sér að nýju liði. „Eftir að ég talaði við Ole Gunnar þá vissi ég að ég vildi koma til baka. Það var frábært að vera hérna í fyrra skiptið fyrir tveimur árum síðan. Samningaviðræðurnar gengu hratt og vel fyrir sig og ég er mjög ánægður," sagði Björn Bergmann Sigurðarson við heimasíðu Molde. Björn Bergmann skoraði 4 mörk í 17 leikjum með Molde sumarið 2014 en var óheppin með meiðsli eins og oft áður á sínum ferli. Hann missti líka mikið úr á síðasta tímabili með Wolves. Björn Bergmann spilaði í fjögur tímabil með Lilleström áður en hann fór til Englands. Ole Gunnar Solskjær segist hafa fylgst með Birni frá árinu 2011 og hann hrósar íslenska framherjanum mikið á heimasíðu Molde. „Hann er líkamlega sterkur leikmaður og mjög klókur. Hann er sterkur í loftinu og með góðar tímasetningar. Hann getur spilað sem tía og fengið boltann í fæturna. Vinstri og hægri fóturinn er nánast jafnöflugur hjá honum og hann vill spila boltanum. Hann er líka vinnusamur eins og allir íslenskir leikmenn. Það mikilvægasta er að hann er liðsmaður og mun gera okkur að betra liði," sagði Ole Gunnar Solskjær. Það er hægt að sjá myndband frá Molde um komu íslenska framherjans með því að smella hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson hefur gert samning við norska úrvalsdeildarliðið Molde og mun spila með liðinu út tímabili. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, er því kominn með annan íslenskan framherja í liðið sitt en Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með Molde í aðdraganda EM í Frakklandi. Björn Bergmann er að snúa aftur til liðsins en hann kom þangað á láni frá Wolves tímabilið 2014 og varð þá norskur meistari með liðinu. Samningur Björns og Wolves rann út í sumar og hann var því að leita sér að nýju liði. „Eftir að ég talaði við Ole Gunnar þá vissi ég að ég vildi koma til baka. Það var frábært að vera hérna í fyrra skiptið fyrir tveimur árum síðan. Samningaviðræðurnar gengu hratt og vel fyrir sig og ég er mjög ánægður," sagði Björn Bergmann Sigurðarson við heimasíðu Molde. Björn Bergmann skoraði 4 mörk í 17 leikjum með Molde sumarið 2014 en var óheppin með meiðsli eins og oft áður á sínum ferli. Hann missti líka mikið úr á síðasta tímabili með Wolves. Björn Bergmann spilaði í fjögur tímabil með Lilleström áður en hann fór til Englands. Ole Gunnar Solskjær segist hafa fylgst með Birni frá árinu 2011 og hann hrósar íslenska framherjanum mikið á heimasíðu Molde. „Hann er líkamlega sterkur leikmaður og mjög klókur. Hann er sterkur í loftinu og með góðar tímasetningar. Hann getur spilað sem tía og fengið boltann í fæturna. Vinstri og hægri fóturinn er nánast jafnöflugur hjá honum og hann vill spila boltanum. Hann er líka vinnusamur eins og allir íslenskir leikmenn. Það mikilvægasta er að hann er liðsmaður og mun gera okkur að betra liði," sagði Ole Gunnar Solskjær. Það er hægt að sjá myndband frá Molde um komu íslenska framherjans með því að smella hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Sjá meira