Átti að verða endurkoma James Gandolfini til HBO Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júlí 2016 17:16 Jack Stone og Naz eru aðalpersónur í nýrri þáttaröð úr smiðju HBO. The Night Of, nýir þættir úr smiðju HBO sem hófu göngu sína í gær, hafa fengið mikil og góð viðbrögð gagnrýnenda vestanhafs. Þættirnir eru hugarsmíð James Gandolfini, sem er titlaður einn framleiðenda þáttanna þrátt fyrir að hafa látist fyrir þremur árum. Þættirnir áttu að vera endurkoma James Gandolfini til HBO þar sem hann öðlaðist frægð sína sem mafíósinn Tony Soprano, úr samnefndum þáttum. Örlögin höguðu því þannig að Gandolfini náði aðeins einum tökudegi á The Night Of áður en hann lést úr hjartaáfalli í júní 2013.Sjá einnig: James Gandolfini látinn Þáttunum er lýst sem ástríðuverkefni Gandolfinis, en hann átti sjálfur að leika eitt aðalhlutverkanna, lögfræðinginn Jack Stone. Við fráfall Gandolfinis var Robert De Niro orðaður við hlutverk lögfræðingsins, en það er John Turturro sem fer með hlutverkið. Miðað við gagnrýni miðla á borð við Telegraph, LA Times og Entertainment Weekly virðist óhætt að fullyrða að hann geri það stórkostlega.Sjá einnig: De Niro tekur við hlutverki GandolfiniJames Gandolfini, fremstur, í hlutverk Tony Soprano.Þættirnir eru endurgerð af bresku þáttunum Criminal Justice, sem BBC framleiddi árið 2008. Sagan hefst á því að Naz, lýst sem góðum syni og duglegum nemanda, er boðið í partý. Hann ætlar að fá far með vini sínum, sem kemur aldrei svo hann tekur ákvörðun um að fá lánaðan leigubíl föður síns. Án þess að spyrja um leyfi. Naz nemur staðar við stöðvunarskyldu þegar stúlka sest upp í aftursætið á leigubílnum og biður hann að keyra niður að strönd. Til að gera langa sögu stutta taka þau saman E-pillur, kókaín, spila hættulegan leik með hníf og sofa saman. Daginn eftir vaknar Naz og man lítið frá kvöldinu áður. Hann gengur inn í svefnherbergi stúlkunnar, þar sem hann finnur hana liggjandi í blóði sínu. Eftir ótrúlega atburðarrás er Naz grunaður um morðið og áhorfendur fylgjast með honum sökkva dýpra og dýpra inn í helsjúkt réttarkerfi í Bandaríkjunum. Umfjöllunarefni þáttanna mætti ef til vill líkja við þáttaraðir á borð við Making A Murderer og hlaðvarpið Serial sem notið hafa gríðarlegra vinsælda undanfarið, en þar er hulunni svipt af meingölluðu réttarkerfi vestanhafs líkt og virðist stefna í í þáttunum The Night Of. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og er fyrsti þátturinn á dagskrá í kvöld. Hér má sjá stiklu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
The Night Of, nýir þættir úr smiðju HBO sem hófu göngu sína í gær, hafa fengið mikil og góð viðbrögð gagnrýnenda vestanhafs. Þættirnir eru hugarsmíð James Gandolfini, sem er titlaður einn framleiðenda þáttanna þrátt fyrir að hafa látist fyrir þremur árum. Þættirnir áttu að vera endurkoma James Gandolfini til HBO þar sem hann öðlaðist frægð sína sem mafíósinn Tony Soprano, úr samnefndum þáttum. Örlögin höguðu því þannig að Gandolfini náði aðeins einum tökudegi á The Night Of áður en hann lést úr hjartaáfalli í júní 2013.Sjá einnig: James Gandolfini látinn Þáttunum er lýst sem ástríðuverkefni Gandolfinis, en hann átti sjálfur að leika eitt aðalhlutverkanna, lögfræðinginn Jack Stone. Við fráfall Gandolfinis var Robert De Niro orðaður við hlutverk lögfræðingsins, en það er John Turturro sem fer með hlutverkið. Miðað við gagnrýni miðla á borð við Telegraph, LA Times og Entertainment Weekly virðist óhætt að fullyrða að hann geri það stórkostlega.Sjá einnig: De Niro tekur við hlutverki GandolfiniJames Gandolfini, fremstur, í hlutverk Tony Soprano.Þættirnir eru endurgerð af bresku þáttunum Criminal Justice, sem BBC framleiddi árið 2008. Sagan hefst á því að Naz, lýst sem góðum syni og duglegum nemanda, er boðið í partý. Hann ætlar að fá far með vini sínum, sem kemur aldrei svo hann tekur ákvörðun um að fá lánaðan leigubíl föður síns. Án þess að spyrja um leyfi. Naz nemur staðar við stöðvunarskyldu þegar stúlka sest upp í aftursætið á leigubílnum og biður hann að keyra niður að strönd. Til að gera langa sögu stutta taka þau saman E-pillur, kókaín, spila hættulegan leik með hníf og sofa saman. Daginn eftir vaknar Naz og man lítið frá kvöldinu áður. Hann gengur inn í svefnherbergi stúlkunnar, þar sem hann finnur hana liggjandi í blóði sínu. Eftir ótrúlega atburðarrás er Naz grunaður um morðið og áhorfendur fylgjast með honum sökkva dýpra og dýpra inn í helsjúkt réttarkerfi í Bandaríkjunum. Umfjöllunarefni þáttanna mætti ef til vill líkja við þáttaraðir á borð við Making A Murderer og hlaðvarpið Serial sem notið hafa gríðarlegra vinsælda undanfarið, en þar er hulunni svipt af meingölluðu réttarkerfi vestanhafs líkt og virðist stefna í í þáttunum The Night Of. Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og er fyrsti þátturinn á dagskrá í kvöld. Hér má sjá stiklu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira