Forstjóri MS: Ekki það sama ógerilsneydd mjólk til Mjólku og ógerilsneydd mjólk til KÚ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2016 10:44 Ari Edwald forstjóri MS segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. Fyrir helgi var MS sektað um hálfan milljarð af Samkeppniseftirlitinu vegna verðlagningarinnar á mjólkinni. Ari segir að þrátt fyrir að um sömu vöru sé að ræða þá séu gjörólíkar aðstæður uppi við söluna í hvoru tilfelli fyrir sig og því sé í raun ekki verið að selja sömu vöruna. „Sama varan getur verið ólík á ýmsum forsendum. Eitt flugsæti til annars í flugvél kosta ekki það sama. Samt er ekki verið að mismuna mönnum í því. Þú hefur Saga Class sæti eða eitthvað sem þú getur hreyft fram á síðasta dag eða hrært í og svo er fast sæti. Þeir sem taka þátt í samstarfi MS og tengdra aðila axla ábyrgð sem þeir gera ekki sem kaupa bara eftir hendinni það sem þeir vilja hverju sinni til að vinna úr þær vörur sem þeir vilja framleiða,“ sagði Ari í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Mjólka 2 var í samstarfi við MS um mjólkurframleiðslu. Þannig sagði hann að MS og tengdir aðilar hafi skuldbindingu um að taka við allri mjólk, annast birgðastýringu og framleiða allar vörur, meðal annars þær sem ekki fæst kostnaðarverð fyrir.„Þú sérð engan mun á flugsætinu sem þú borgar 30 þúsund kall fyrir og flugsætinu sem þú borgar 80 þúsund kall fyrir“ Aðspurður hvers vegna það hefði þó verið mismunandi verð fyrir sömu vöru sagði hann: „Þú sérð engan mun á flugsætinu sem þú borgar 30 þúsund kall fyrir og flugsætinu sem þú borgar 80 þúsund kall fyrir. Það fer bara eftir einhverjum skilmálum í kringum það hvaða skuldbindingar þú hefur hvort þú getur hrært í því eins og þér sýnist. Ég skal nefna þér dæmi um hvernig þetta virkar. Ég var í Búðardal í kringum verslunarmannahelgi og þá hringir aðili sem er vanur að kaupa nokkur þúsund lítra af mjólk. Hann segir að hann ætli ekki að kaupa 4 þúsund lítra af mjólk í kringum verslunarmannahelgi vegna þess að hann ætli að gefa fólkinu sínu frí. Hann getur gert það og hefur frelsi til þess. Hann fær því ekki mjólkina og við sitjum uppi með hana,“ sagði Ari. MS þurfti þá að koma mjólkinni í birgðageymslu annars staðar á landinu þar sem ekki var hægt að koma henni fyrir fyrir vestan. Það hafi verið kostnaður sem lenti á MS. Það sé ekki sami hluturinn að geta ákveðið sig dag frá degi hversu mikla mjólk viðkomandi kaupi af MS og því að vera í samstarfi við fyrirtækið.Klaufaleg ummæli að segja að sektin lendi á neytendum Þá segist Ari skilja reiði margra vegna ummæla hans um að sektin myndi falla á neytendur með hærra vöruverði. „Mér þykir það leitt hvernig þessi ummæli komu út. Bæði var þetta klaufalega orðað hjá mér og svo fór þetta út án þess samhengis sem orðin voru sögð í sem er auðvitað það að ég er að ganga út frá því að það verði ekki lögð á okkur sekt.“ Það sé hins vegar þannig að komi til sektar þá muni hún annað hvort lenda á bændum eða neytendum.Viðtalið við Ara má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Ari Edwald forstjóri MS segir að ekki sé líku saman að jafna þegar MS seldi Mjólku 2 ógerilsneydda mjólk á lægra verði en mjólkurbúinu KÚ. Fyrir helgi var MS sektað um hálfan milljarð af Samkeppniseftirlitinu vegna verðlagningarinnar á mjólkinni. Ari segir að þrátt fyrir að um sömu vöru sé að ræða þá séu gjörólíkar aðstæður uppi við söluna í hvoru tilfelli fyrir sig og því sé í raun ekki verið að selja sömu vöruna. „Sama varan getur verið ólík á ýmsum forsendum. Eitt flugsæti til annars í flugvél kosta ekki það sama. Samt er ekki verið að mismuna mönnum í því. Þú hefur Saga Class sæti eða eitthvað sem þú getur hreyft fram á síðasta dag eða hrært í og svo er fast sæti. Þeir sem taka þátt í samstarfi MS og tengdra aðila axla ábyrgð sem þeir gera ekki sem kaupa bara eftir hendinni það sem þeir vilja hverju sinni til að vinna úr þær vörur sem þeir vilja framleiða,“ sagði Ari í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Mjólka 2 var í samstarfi við MS um mjólkurframleiðslu. Þannig sagði hann að MS og tengdir aðilar hafi skuldbindingu um að taka við allri mjólk, annast birgðastýringu og framleiða allar vörur, meðal annars þær sem ekki fæst kostnaðarverð fyrir.„Þú sérð engan mun á flugsætinu sem þú borgar 30 þúsund kall fyrir og flugsætinu sem þú borgar 80 þúsund kall fyrir“ Aðspurður hvers vegna það hefði þó verið mismunandi verð fyrir sömu vöru sagði hann: „Þú sérð engan mun á flugsætinu sem þú borgar 30 þúsund kall fyrir og flugsætinu sem þú borgar 80 þúsund kall fyrir. Það fer bara eftir einhverjum skilmálum í kringum það hvaða skuldbindingar þú hefur hvort þú getur hrært í því eins og þér sýnist. Ég skal nefna þér dæmi um hvernig þetta virkar. Ég var í Búðardal í kringum verslunarmannahelgi og þá hringir aðili sem er vanur að kaupa nokkur þúsund lítra af mjólk. Hann segir að hann ætli ekki að kaupa 4 þúsund lítra af mjólk í kringum verslunarmannahelgi vegna þess að hann ætli að gefa fólkinu sínu frí. Hann getur gert það og hefur frelsi til þess. Hann fær því ekki mjólkina og við sitjum uppi með hana,“ sagði Ari. MS þurfti þá að koma mjólkinni í birgðageymslu annars staðar á landinu þar sem ekki var hægt að koma henni fyrir fyrir vestan. Það hafi verið kostnaður sem lenti á MS. Það sé ekki sami hluturinn að geta ákveðið sig dag frá degi hversu mikla mjólk viðkomandi kaupi af MS og því að vera í samstarfi við fyrirtækið.Klaufaleg ummæli að segja að sektin lendi á neytendum Þá segist Ari skilja reiði margra vegna ummæla hans um að sektin myndi falla á neytendur með hærra vöruverði. „Mér þykir það leitt hvernig þessi ummæli komu út. Bæði var þetta klaufalega orðað hjá mér og svo fór þetta út án þess samhengis sem orðin voru sögð í sem er auðvitað það að ég er að ganga út frá því að það verði ekki lögð á okkur sekt.“ Það sé hins vegar þannig að komi til sektar þá muni hún annað hvort lenda á bændum eða neytendum.Viðtalið við Ara má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Mjólkursamsalan sektuð og skaðabótamál er yfirvofandi Mjólkursamsalan var í gær sektuð um 480 milljónir króna vegna alvarlegrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. MS seldi hrámjólk til samkeppnisaðilanna Mjólku og síðar Kú á mun hærra verði en til MS og tengdir aðilar, þá sérstaklega Kaupfélag Skagfirðinga, greiddu fyrir vöruna samkvæmt niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. 8. júlí 2016 06:00
Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31
Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05