Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld.
Stórstjarnan Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli eftir 25 mínútna leik en Portúgalar sýndu styrk sinn án hans.
Frakkar sóttu stíft að marki Portúgala en fundu ekki leið framhjá portúgölsku vörninni og Rui Patrício í markinu.
Sjá einnig: Pepe maður leiksins í úrslitaleiknum
Éder skoraði svo sigurmarkið með góðu skoti á 109. mínútu og tryggði Portúgal Evrópumeistaratitilinn.
Myndir úr leiknum má sjá hér að ofan.
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti


„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn




