Cantona við Zlatan: Það er bara einn kóngur í Manchester, þú mátt vera prinsinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2016 16:15 vísir/getty Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United, heldur áfram að slá í gegn í hlutverki sínu sem „Yfirmaður fótboltans“ hjá Eurosport. Í nýjasta myndbandsbloggi sínu fer Cantona yfir sigur Frakklands á Þýskalandi í undanúrslitum EM 2016 og hrósar Antoine Griezmann fyrir hans þátt í sigrinum. „Það voru margir dásamlegir bardagamenn þetta kvöld í Marseille en aðeins ein hetja: Antoine Griezmann. Fullkomin blanda af æskuljóma, hæfileikum og hreðjum,“ segir Cantona á sinn einstaka hátt. Cantona segir einnig að Bastian Schweinsteiger, sem fékk á sig vítaspyrnu í leiknum gegn Frökkum fyrir hendi, hefði átt að hlusta ráðleggingar þjálfara síns, Joachims Löw, og halda höndunum í buxunum. Cantona fer einnig yfir árangur Portúgals og Wales og í lokin beinir hann orðum sínum að Zlatan Ibrahimovic, sem gekk nýverið í raðir Manchester United. „Ég er með skilaboð til Zlatans. Þú ákvaðst að klæðast rauðu treyjunni sem er besta ákvörðun sem þú hefur tekið,“ segir Cantona. „Þegar þú gengur inn í „Leikhús draumanna“. Þegar þú finnur fyrir anda goðsagnanna sem komu á undan þér. Þegar þú skorar þitt fyrsta mark fyrir framan Stretford End. Þegar þú heyrir stuðningsmennina kyrja nafn þitt. Þegar hjartað hamast í brjóstinu á þér. Þegar þú finnur að ástin er endurgoldin. Þá veistu, vinur minn, að þú ert loksins kominn heim.“ Cantona tekur þó af allan vafa með að hann sé ennþá kóngurinn á Old Trafford. „Eitt að lokum, það getur bara verið einn kóngur í Manchester. Þú getur verið prinsinn ef þú vilt. Og sjöan er þín ef þú vilt. Kóngurinn er farinn! Lengi lifi prinsinn!“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. 1. júlí 2016 15:32 Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United, heldur áfram að slá í gegn í hlutverki sínu sem „Yfirmaður fótboltans“ hjá Eurosport. Í nýjasta myndbandsbloggi sínu fer Cantona yfir sigur Frakklands á Þýskalandi í undanúrslitum EM 2016 og hrósar Antoine Griezmann fyrir hans þátt í sigrinum. „Það voru margir dásamlegir bardagamenn þetta kvöld í Marseille en aðeins ein hetja: Antoine Griezmann. Fullkomin blanda af æskuljóma, hæfileikum og hreðjum,“ segir Cantona á sinn einstaka hátt. Cantona segir einnig að Bastian Schweinsteiger, sem fékk á sig vítaspyrnu í leiknum gegn Frökkum fyrir hendi, hefði átt að hlusta ráðleggingar þjálfara síns, Joachims Löw, og halda höndunum í buxunum. Cantona fer einnig yfir árangur Portúgals og Wales og í lokin beinir hann orðum sínum að Zlatan Ibrahimovic, sem gekk nýverið í raðir Manchester United. „Ég er með skilaboð til Zlatans. Þú ákvaðst að klæðast rauðu treyjunni sem er besta ákvörðun sem þú hefur tekið,“ segir Cantona. „Þegar þú gengur inn í „Leikhús draumanna“. Þegar þú finnur fyrir anda goðsagnanna sem komu á undan þér. Þegar þú skorar þitt fyrsta mark fyrir framan Stretford End. Þegar þú heyrir stuðningsmennina kyrja nafn þitt. Þegar hjartað hamast í brjóstinu á þér. Þegar þú finnur að ástin er endurgoldin. Þá veistu, vinur minn, að þú ert loksins kominn heim.“ Cantona tekur þó af allan vafa með að hann sé ennþá kóngurinn á Old Trafford. „Eitt að lokum, það getur bara verið einn kóngur í Manchester. Þú getur verið prinsinn ef þú vilt. Og sjöan er þín ef þú vilt. Kóngurinn er farinn! Lengi lifi prinsinn!“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. 1. júlí 2016 15:32 Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Cantona vill þjálfa England og lofar að tapa aldrei fyrir „lítilli frosinni eyju" Knattspyrnugoðsögnin Eric Cantona hefur tekið að sér stöðu „Yfirmanns fótboltans" fyrir sjónvarpsstöðina Eurosport þar sem hann fjallar um Evrópumótið í Frakklandi á svolítið hrokafullan en afar skemmtilegan hátt eins og honum er von og vísa. 1. júlí 2016 15:32
Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“ Eric Cantona lætur gamminn geysa í nýju myndbandi Eurosport. 25. júní 2016 11:30