Skólasystur sem nálgast listsköpun hver á sinn hátt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2016 10:30 Aðalheiður, Anna Jóa, Hulda og Ragnheiður gáfu sér tíma til að stilla sér upp í Grafíksalnum fyrir myndatöku. Vísir/Hanna Það eru þær Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóa, Hulda Hrönn Ágústsdóttir og Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir sem sameinast um sýninguna Nálgun sem opnuð verður í Grafíksalnum á morgun, 28. júlí. Þær eru skólasystur en svolítið í kross, sumar úr listfræði, aðrar úr heimspeki og allar eru myndlistarmenntaðar. Hulda sýnir ljósmyndir og verk sem hún ætlaði vissum stað í salnum. Anna Jóa er með teikningar, pappírs- og textaverk og sækir hugmyndir til mynstra í útsaumi og fatnaði, Ragnheiður Guðbjörg leikur sér með textíl og pappír í tveimur gólfverkum og Aðalheiður leitar í nærumhverfi sitt í Biskupstungum í málverkum sínum. Listakonurnar eru að byrja að máta verkin við salinn þegar blaðamann ber að. Þær segja heiti sýningarinnar, Nálgun, vísa til þess hvernig einstaklingur nálgast listsköpun sína og sýningarrýmið, líka til samtalsins við aðra sýnendur og til þess gjörnings sem samsýning felur í sér. Anna Jóa og Aðalheiður starfa sem listfræðingar og sýningarstjórar. „Því er svolítið skrítið að vera nú í hóp þar sem enginn sýningarstjóri er,“ segir Aðalheiður. „Já, það er áskorun,“ tekur Anna Jóa undir. Allar eru sammála um að samsýningar séu skemmtilegt form, þar sem verkin séu af ólíkum toga og kúnst að finna út hvernig þeim sé best fyrir komið þannig að áhorfandinn njóti þeirra. „Ég sýndi nú á Kjarvalsstöðum nýlega með 27 öðrum,“ segir Anna Jóa og lætur verkefnið ekki vaxa sér í augum. „En þar var líka sýningarstjóri,“ bætir hún svo við og dæsir. Enn segja þær samkomulagið vera gott. „Við ætlum samt að fara að taka pásu og viðra okkur,“ segir Hulda hlæjandi. Sýningin verður opnuð á morgun klukkan 17 og verður opin fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14 til 18 til 14. ágúst. Gengið er inn hafnarmegin og aðgangur er ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí 2016. Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það eru þær Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóa, Hulda Hrönn Ágústsdóttir og Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir sem sameinast um sýninguna Nálgun sem opnuð verður í Grafíksalnum á morgun, 28. júlí. Þær eru skólasystur en svolítið í kross, sumar úr listfræði, aðrar úr heimspeki og allar eru myndlistarmenntaðar. Hulda sýnir ljósmyndir og verk sem hún ætlaði vissum stað í salnum. Anna Jóa er með teikningar, pappírs- og textaverk og sækir hugmyndir til mynstra í útsaumi og fatnaði, Ragnheiður Guðbjörg leikur sér með textíl og pappír í tveimur gólfverkum og Aðalheiður leitar í nærumhverfi sitt í Biskupstungum í málverkum sínum. Listakonurnar eru að byrja að máta verkin við salinn þegar blaðamann ber að. Þær segja heiti sýningarinnar, Nálgun, vísa til þess hvernig einstaklingur nálgast listsköpun sína og sýningarrýmið, líka til samtalsins við aðra sýnendur og til þess gjörnings sem samsýning felur í sér. Anna Jóa og Aðalheiður starfa sem listfræðingar og sýningarstjórar. „Því er svolítið skrítið að vera nú í hóp þar sem enginn sýningarstjóri er,“ segir Aðalheiður. „Já, það er áskorun,“ tekur Anna Jóa undir. Allar eru sammála um að samsýningar séu skemmtilegt form, þar sem verkin séu af ólíkum toga og kúnst að finna út hvernig þeim sé best fyrir komið þannig að áhorfandinn njóti þeirra. „Ég sýndi nú á Kjarvalsstöðum nýlega með 27 öðrum,“ segir Anna Jóa og lætur verkefnið ekki vaxa sér í augum. „En þar var líka sýningarstjóri,“ bætir hún svo við og dæsir. Enn segja þær samkomulagið vera gott. „Við ætlum samt að fara að taka pásu og viðra okkur,“ segir Hulda hlæjandi. Sýningin verður opnuð á morgun klukkan 17 og verður opin fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14 til 18 til 14. ágúst. Gengið er inn hafnarmegin og aðgangur er ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí 2016.
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira