Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu en hann lék á 67 höggum í gæreða fjórum höggum undir pari. Það er nýtt vallarmet á Jaðarsvellinum
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu í kvennaflokki eftir fyrsta dag en hún lék á 70 höggum í gær eða einu höggi undir pari. Hún byrjar daginn einu höggi á undan Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni sem lék fyrstu átján holurnar á pari.
Golfsamband Íslands er með beina lýsingu frá mótinu á Twitter-síðu sinni en hægt er að fylgjast með öllu sem gerist á Jaðarsvelli í Twitter-boxinu hér að neðan. Hér má svo finna beina lýsingu holu fyrir holu og hér er hefðbundin staða þar sem hægt er að fletta á milli flokka.