Sakleysið Magnús Guðmundsson skrifar 22. júlí 2016 07:00 Sakleysi er gimsteinn sem sérhver maður á.“ Það var Guðfinna Þorsteinsdóttir á Vopnafirði sem orti þessa fallegu línu undir skáldanafninu Erla. Eflaust var það engin tilviljun að kona skyldi yrkja þessa línu og skilja mikilvægi þess fyrir hverja manneskju að eiga sitt sakleysi – að eiga sig. Konur þekkja það flestum körlum betur að líkami þeirra, ákvörðunarréttur og sjálf sé frá þeim tekið með valdi, með nauðgun. Og nauðgun er alltaf ofbeldi. Nauðgari rænir fórnarlamb sitt ekki aðeins réttinum yfir líkama sínum og sjálfsákvörðunum þá stund þegar ofbeldisverknaðurinn á sér stað. Nauðgari rænir fórnarlamb sitt sakleysinu, trúnni á annað fólk, lífskraftinum, sjálfstæðinu og jafnvel framtíðinni og lífinu sjálfu. Nauðgari er ofbeldismaður en fórnarlambið ber enga sök eða ábyrgð á því sem nauðgarinn gerir. Aldrei og án undantekninga. Þess vegna má kona vera drusla. Við megum öll vera druslur því ábyrgðin á nauðgun hefur ekkert með klæðaburð að gera eða hversu mörgum manneskjum viðkomandi hefur sofið hjá, er ríkur eða fátækur, fullur eða edrú. „Sakleysi er gimsteinn sem sérhver maður á.“ Við eigum okkur sjálf. Konur og karlar, börn, unglingar og aldraðir. Að rjúfa þessi helgi manneskjunnar er glæpur sem hefur í för með sér afleiðingar. En staðreyndin er að afleiðingarnar eru mestar og verstar fyrir fórnarlamb glæpsins en ekki gerandann. Afleiðingarnar af nauðgun eru að fórnarlambið, sem er í langflestum tilfellum kona en gerandinn karl, upplifir einsemd og valdleysi yfir eigin líkama og ákvörðunum. Það er algengt að fórnarlömb nauðgana fyllist skömm og að líf þeirra sé um langa tíð skert af almennum lífsgæðum á borð við eðlilegt samneyti við annað fólk, viðunandi sjálfstrausti til þess að takast á við daginn og réttinum til þess að lifa án ótta. Það er allt rangt við þetta ástand og við það verður ekki unað. Samfélagið verður að leggjast á eitt um að skila skömminni til nauðgaranna, refsa þeim með viðeigandi hætti og endurheimta þann gimstein sem býr innra með hverri manneskju sem hefur verið svipt sakleysi sínu og sjálfi. Fórnarlambið á sakleysið en gerandinn glæpinn og skömmina. Við þurfum öll að leggja okkur fram um að skilja það víti sem fórnarlömb nauðgana þurfa að þola og það getum við gert með því að vera druslur. Í ár leggja druslurnar áherslu á fræðslu og það er ekki vanþörf á. Fræðsla um afleiðingar nauðgana er mikilvægur liður í því að samfélagið og þar með mögulegir nauðgarar geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Fræðsla getur orðið til þess að fækka nauðgunum, halda skömminni af glæpnum hjá gerendum, létt undir með bataferli fórnarlamba, aukið skilning í ákæruferli, dómskerfi og samfélaginu í heild. Og á morgun gefst okkur tækifæri til þess að taka næstu skref í Druslugöngunni með fræðslu að vopni í baráttunni gegn nauðgunum og afleiðingum þeirra. Tækifæri til þess að stíga fram og sækja gimsteininn sem er sakleysi sérhverrar manneskju. Komdu með.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Sakleysi er gimsteinn sem sérhver maður á.“ Það var Guðfinna Þorsteinsdóttir á Vopnafirði sem orti þessa fallegu línu undir skáldanafninu Erla. Eflaust var það engin tilviljun að kona skyldi yrkja þessa línu og skilja mikilvægi þess fyrir hverja manneskju að eiga sitt sakleysi – að eiga sig. Konur þekkja það flestum körlum betur að líkami þeirra, ákvörðunarréttur og sjálf sé frá þeim tekið með valdi, með nauðgun. Og nauðgun er alltaf ofbeldi. Nauðgari rænir fórnarlamb sitt ekki aðeins réttinum yfir líkama sínum og sjálfsákvörðunum þá stund þegar ofbeldisverknaðurinn á sér stað. Nauðgari rænir fórnarlamb sitt sakleysinu, trúnni á annað fólk, lífskraftinum, sjálfstæðinu og jafnvel framtíðinni og lífinu sjálfu. Nauðgari er ofbeldismaður en fórnarlambið ber enga sök eða ábyrgð á því sem nauðgarinn gerir. Aldrei og án undantekninga. Þess vegna má kona vera drusla. Við megum öll vera druslur því ábyrgðin á nauðgun hefur ekkert með klæðaburð að gera eða hversu mörgum manneskjum viðkomandi hefur sofið hjá, er ríkur eða fátækur, fullur eða edrú. „Sakleysi er gimsteinn sem sérhver maður á.“ Við eigum okkur sjálf. Konur og karlar, börn, unglingar og aldraðir. Að rjúfa þessi helgi manneskjunnar er glæpur sem hefur í för með sér afleiðingar. En staðreyndin er að afleiðingarnar eru mestar og verstar fyrir fórnarlamb glæpsins en ekki gerandann. Afleiðingarnar af nauðgun eru að fórnarlambið, sem er í langflestum tilfellum kona en gerandinn karl, upplifir einsemd og valdleysi yfir eigin líkama og ákvörðunum. Það er algengt að fórnarlömb nauðgana fyllist skömm og að líf þeirra sé um langa tíð skert af almennum lífsgæðum á borð við eðlilegt samneyti við annað fólk, viðunandi sjálfstrausti til þess að takast á við daginn og réttinum til þess að lifa án ótta. Það er allt rangt við þetta ástand og við það verður ekki unað. Samfélagið verður að leggjast á eitt um að skila skömminni til nauðgaranna, refsa þeim með viðeigandi hætti og endurheimta þann gimstein sem býr innra með hverri manneskju sem hefur verið svipt sakleysi sínu og sjálfi. Fórnarlambið á sakleysið en gerandinn glæpinn og skömmina. Við þurfum öll að leggja okkur fram um að skilja það víti sem fórnarlömb nauðgana þurfa að þola og það getum við gert með því að vera druslur. Í ár leggja druslurnar áherslu á fræðslu og það er ekki vanþörf á. Fræðsla um afleiðingar nauðgana er mikilvægur liður í því að samfélagið og þar með mögulegir nauðgarar geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Fræðsla getur orðið til þess að fækka nauðgunum, halda skömminni af glæpnum hjá gerendum, létt undir með bataferli fórnarlamba, aukið skilning í ákæruferli, dómskerfi og samfélaginu í heild. Og á morgun gefst okkur tækifæri til þess að taka næstu skref í Druslugöngunni með fræðslu að vopni í baráttunni gegn nauðgunum og afleiðingum þeirra. Tækifæri til þess að stíga fram og sækja gimsteininn sem er sakleysi sérhverrar manneskju. Komdu með.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júlí.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun