Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Karl Lúðvíksson skrifar 20. júlí 2016 11:28 Halldór Gunnarsson með flottan lax úr Hólaflúð í Jöklu Mynd: Strengir FB Veiðisvæðið við Jöklu er að gefa vel þessa dagana en svæðið nýtur vaxandi vinsælda hjá veiðimönnum. Veiðin í fyrravar sú besta frá upphafi og í samanburði við það ár þá má nefna að 16. júlí síðast liðinn voru komnir 128 laxar á land úr Jöklu og hliðarám en á sama tíma í fyrra voru þeir aðeins 14. Mest af laxinum sem er að veiðast er stórlax en smálaxagöngur er þó farnar að sýna sig. Jökla sjálf er í gullfallegu vatni og er afskaplega lítill jökullitur í henni. Það sem hefur gert veiðina skemmtilega er að laxinn er að taka mikið í yfirborðinu og þá hefur verið vinsælt og gjöfult að "hitcha" suma veiðistaðina og eins að veiða þá með minni flugum. Þetta hefði líklega ekki verið talið líkleg veiðitækni í þessari á en við þessi frábæru skilyrði er þetta engu að síður að virka vel. Nú er úlit fyrir að Hálslón fari mjög seint á yfirfall þannig að það er lítil sem engin hætta á að áin litist fyrr en líða tekur á haust og það getur því skilað ánni mjög góðri veiði svo framarlega sem ástundun er góð en í fyrra komu alveg dagar inn á milli sem fáir voru að veiða þrátt fyrir að mikið af laxi væri í ánni. Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði
Veiðisvæðið við Jöklu er að gefa vel þessa dagana en svæðið nýtur vaxandi vinsælda hjá veiðimönnum. Veiðin í fyrravar sú besta frá upphafi og í samanburði við það ár þá má nefna að 16. júlí síðast liðinn voru komnir 128 laxar á land úr Jöklu og hliðarám en á sama tíma í fyrra voru þeir aðeins 14. Mest af laxinum sem er að veiðast er stórlax en smálaxagöngur er þó farnar að sýna sig. Jökla sjálf er í gullfallegu vatni og er afskaplega lítill jökullitur í henni. Það sem hefur gert veiðina skemmtilega er að laxinn er að taka mikið í yfirborðinu og þá hefur verið vinsælt og gjöfult að "hitcha" suma veiðistaðina og eins að veiða þá með minni flugum. Þetta hefði líklega ekki verið talið líkleg veiðitækni í þessari á en við þessi frábæru skilyrði er þetta engu að síður að virka vel. Nú er úlit fyrir að Hálslón fari mjög seint á yfirfall þannig að það er lítil sem engin hætta á að áin litist fyrr en líða tekur á haust og það getur því skilað ánni mjög góðri veiði svo framarlega sem ástundun er góð en í fyrra komu alveg dagar inn á milli sem fáir voru að veiða þrátt fyrir að mikið af laxi væri í ánni.
Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði