Real Madrid og Barcelona unnu bæði sína leiki á International Champions Cup í dag.
Brasilíski vinstri bakvörðurinn Marcelo skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í mark 3-2 sigri Real Madrid á Chelsea í Michigan í Bandaríkjunum.
Marcelo skoraði tvö mörk með sjö mínútna millibili um miðjan fyrri hálfleik og átti svo sendingu á Mariano Diaz sem skoraði með þrumuskoti á 37. mínútu.
Staðan var 3-0 í hálfleik og allt fram á 80. mínútu þegar Eden Hazard minnkaði muninn fyrir Chelsea. Hazard skoraði svo aftur í uppbótartíma en endurkoma enska liðsins hófst aðeins of seint. Lokatölur 3-2, Real Madrid í vil.
Barcelona bar 3-1 sigurorð af Celtic í leik sem fór fram í Dublin. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik.
Arda Turan kom Börsungum yfir á 11. mínútu en Leigh Griffiths jafnaði metin 18 mínútum síðar eftir skelfileg mistök Jose Martinez, varnarmanns Barcelona.
Á 31. mínútu varð Efe Ambrose, varnarmaður Celtic, fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Munir El-Haddadi skoraði svo þriðja mark Barcelona fjórum mínútum fyrir hálfleik og þar við sat.
Marcelo í aðalhlutverki í sigri Real Madrid | Fjör í fyrri hálfleik hjá Barcelona
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



