Hækkun hafin á vöruverði í Bretlandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. ágúst 2016 07:00 Allt frá því að kosningar um útgöngu úr Evrópusambandinu fóru fram hefur pundið lækkað um 10 prósent gagnvart dal. Vísir/EPA Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Bretlandi í júní um að yfirgefa Evrópusambandið hefur breska pundið fallið verulega. Það hefur valdið vandræðum fyrir innflytjendur, þar á meðal raftækjaframleiðendur, fataverslanir og bílaframleiðendur. Á undanförnum dögum hafa margir þeirra ákveðið að hækka vöruverð. Aðrir hafa varað við því að þeir muni hækka verð. Bandarískir og asískir raftækjaframleiðendur, sem greiða helst kostnað af framleiðslu sinni í bandaríkjadal og jeni, voru á meðal þeirra fyrstu sem ákváðu að hækka vöruverð. En gengi bæði dals og jens hefur hækkað að undanförnu. Gengi breska pundsins er 10 prósentum lægra gagnvart dollaranum en það var þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hinn 23. júní síðastliðinn. Sölumenn í London segja að framleiðendur á borð við Dell og HTC hafi hækkað verð á vörum um 5-15 prósent á síðustu dögum. „Verð hefur klárlega hækkað á öllum rafvörum,“ segir Sohel Amin, sem stýrir Itbex UK, en það er verslun sem selur raftæki á lágu verði (e. outlet store). Stjórnendur bandaríska tölvurisans Dell sögðu í yfirlýsingu að sterkari bandaríkjadalur myndi hafa bein áhrif á hluta af þeirri framleiðslu sem seld er breskum neytendum. Haft er eftir Sally Moore, talskonu fyrirtækisins, á vef Wall Street Journal að verðhækkanirnar og tímasetningar þeirra væru ólíkar eftir ólíkum vöruflokkum.Jens Garðar Helgason - Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - SFS - LÍÚ - Kolbeinn Árnason -Eins og fram hefur komið er Bretland einn mikilvægasti einstaki markaðurinn fyrir útflytjendur íslenskra sjávarafurða. Aðspurður hvort íslenskir fiskútflytjendur séu þegar farnir að grípa til sömu ráðstafana og raftækja- og bílaframleiðendur segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að hægagangur sé nú í fiskvinnslu undanfarið vegna sumarleyfa. Þá séu viðskiptin mjög misjöfn og margir með viðskiptasamninga mánuði fram í tímann. „En margir eru mjög áhyggjufullir yfir þessari þróun og menn eru farnir að ræða það við kaupendur að það þurfi að sækja hækkun til að vega á móti. En ég hef ekki heyrt neitt hvernig það hefur gengið,“ segir Jens Garðar. Hann reiknar þó með að fiskútflytjendur muni bregðast við á sama hátt og aðrir framleiðendur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fataverð á niðurleið vegna hruns pundsins Gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu hefur lækkað um ellefu prósent frá Brexit-kosningunum. Vöruverð í breskum fataverslunum hér á landi mun lækka í takt við gengið. Hlutabréf í bresku netversluninni ASOS hafa hækkað hratt. 7. júlí 2016 07:00 Bretar hafa ekki upplifað svona mikinn samdrátt síðan árið 2009 "Munurinn nú er sá að vandamálið er algjörlega heimatilbúið.“ 22. júlí 2016 14:43 Engar formlegar viðræður um útgöngu fyrir áramót „Við verðum að hlusta eftir því hvað Bretar vilja og finna út rétta svarið,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á blaðamannafundi í Berlín í gær að loknum fundi hennar með Theresu May, nýjum forsætisráðherra Bretlands. 21. júlí 2016 07:00 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Bretlandi í júní um að yfirgefa Evrópusambandið hefur breska pundið fallið verulega. Það hefur valdið vandræðum fyrir innflytjendur, þar á meðal raftækjaframleiðendur, fataverslanir og bílaframleiðendur. Á undanförnum dögum hafa margir þeirra ákveðið að hækka vöruverð. Aðrir hafa varað við því að þeir muni hækka verð. Bandarískir og asískir raftækjaframleiðendur, sem greiða helst kostnað af framleiðslu sinni í bandaríkjadal og jeni, voru á meðal þeirra fyrstu sem ákváðu að hækka vöruverð. En gengi bæði dals og jens hefur hækkað að undanförnu. Gengi breska pundsins er 10 prósentum lægra gagnvart dollaranum en það var þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hinn 23. júní síðastliðinn. Sölumenn í London segja að framleiðendur á borð við Dell og HTC hafi hækkað verð á vörum um 5-15 prósent á síðustu dögum. „Verð hefur klárlega hækkað á öllum rafvörum,“ segir Sohel Amin, sem stýrir Itbex UK, en það er verslun sem selur raftæki á lágu verði (e. outlet store). Stjórnendur bandaríska tölvurisans Dell sögðu í yfirlýsingu að sterkari bandaríkjadalur myndi hafa bein áhrif á hluta af þeirri framleiðslu sem seld er breskum neytendum. Haft er eftir Sally Moore, talskonu fyrirtækisins, á vef Wall Street Journal að verðhækkanirnar og tímasetningar þeirra væru ólíkar eftir ólíkum vöruflokkum.Jens Garðar Helgason - Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - SFS - LÍÚ - Kolbeinn Árnason -Eins og fram hefur komið er Bretland einn mikilvægasti einstaki markaðurinn fyrir útflytjendur íslenskra sjávarafurða. Aðspurður hvort íslenskir fiskútflytjendur séu þegar farnir að grípa til sömu ráðstafana og raftækja- og bílaframleiðendur segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að hægagangur sé nú í fiskvinnslu undanfarið vegna sumarleyfa. Þá séu viðskiptin mjög misjöfn og margir með viðskiptasamninga mánuði fram í tímann. „En margir eru mjög áhyggjufullir yfir þessari þróun og menn eru farnir að ræða það við kaupendur að það þurfi að sækja hækkun til að vega á móti. En ég hef ekki heyrt neitt hvernig það hefur gengið,“ segir Jens Garðar. Hann reiknar þó með að fiskútflytjendur muni bregðast við á sama hátt og aðrir framleiðendur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Fataverð á niðurleið vegna hruns pundsins Gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu hefur lækkað um ellefu prósent frá Brexit-kosningunum. Vöruverð í breskum fataverslunum hér á landi mun lækka í takt við gengið. Hlutabréf í bresku netversluninni ASOS hafa hækkað hratt. 7. júlí 2016 07:00 Bretar hafa ekki upplifað svona mikinn samdrátt síðan árið 2009 "Munurinn nú er sá að vandamálið er algjörlega heimatilbúið.“ 22. júlí 2016 14:43 Engar formlegar viðræður um útgöngu fyrir áramót „Við verðum að hlusta eftir því hvað Bretar vilja og finna út rétta svarið,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á blaðamannafundi í Berlín í gær að loknum fundi hennar með Theresu May, nýjum forsætisráðherra Bretlands. 21. júlí 2016 07:00 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Fataverð á niðurleið vegna hruns pundsins Gengi pundsins gagnvart íslenskri krónu hefur lækkað um ellefu prósent frá Brexit-kosningunum. Vöruverð í breskum fataverslunum hér á landi mun lækka í takt við gengið. Hlutabréf í bresku netversluninni ASOS hafa hækkað hratt. 7. júlí 2016 07:00
Bretar hafa ekki upplifað svona mikinn samdrátt síðan árið 2009 "Munurinn nú er sá að vandamálið er algjörlega heimatilbúið.“ 22. júlí 2016 14:43
Engar formlegar viðræður um útgöngu fyrir áramót „Við verðum að hlusta eftir því hvað Bretar vilja og finna út rétta svarið,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á blaðamannafundi í Berlín í gær að loknum fundi hennar með Theresu May, nýjum forsætisráðherra Bretlands. 21. júlí 2016 07:00
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent