West Ham vann fyrsta keppnisleik sinn á Ólympíuleikvanginum í London, nýjum heimavelli sínum, þegar slóvenska liðið Domzale kom í heimsókn í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.
Domzale vann óvæntan 2-1 sigur í fyrri leik liðanna en Hamrarnir voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld.
Senegalski miðjumaðurinn Cheikhou Kouyate kom West Ham yfir strax á 8. mínútu og hann skoraði svo aftur á 25. mínútu og staða West Ham orðin góð.
Sofiane Feghouli, sem kom til West Ham frá Valencia fyrr í sumar, gulltryggði svo sigurinn þegar hann skoraði þriðja mark Hamranna níu mínútum fyrir leikslok.
Lokatölur 3-0 og West Ham fer áfram, 4-2 samanlagt.
West Ham vann fyrsta leikinn á Ólympíuleikvanginum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn


Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn