Þrjátíu milljón bíla sala í Kína árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 13:57 Kína er langstærsti bílasölumarkaður heims. Kína er nú þegar lang stærsta bílasöluland heims, en í fyrra seldust þar 24,6 milljón bílar og í ár stefnir í enn meiri sölu. Því er spáð að árið 2020 verði sala nýrra bíla komin í 30 milljónir bíla á ári. Til samanburðar þá seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum í fyrra í metári, en líklega verður salan örlítið minni þar í ár. Því er spáð af General Motors að vöxtur verði í sölu bíla í Kína næstu 10 árin en þá verði komið að einhverskonar mettun á vexti markaðsins. Í óljósum heimi efnahagsmála í heiminum á næstu árum er hinsvegar afar erfitt að spá fyrir um hvernig bílasala verður í Kína eftir 10 ár. Eitt er þó víst, bílasala þar er ennþá að vaxa og mikilvægi Kinamarkaðar verður sífellt meiri fyrir bílaframleiðendur heimsins. Í júní í ár var sala nýrra bíla 15% meiri í Kína en í fyrra. Svo virðist sem mestur vöxtur sé nú í minni borgum landsins og í dreifbýli en í þeim stærstu, svo sem Peking og Shanghai, hafi bílasalan staðnað. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent
Kína er nú þegar lang stærsta bílasöluland heims, en í fyrra seldust þar 24,6 milljón bílar og í ár stefnir í enn meiri sölu. Því er spáð að árið 2020 verði sala nýrra bíla komin í 30 milljónir bíla á ári. Til samanburðar þá seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum í fyrra í metári, en líklega verður salan örlítið minni þar í ár. Því er spáð af General Motors að vöxtur verði í sölu bíla í Kína næstu 10 árin en þá verði komið að einhverskonar mettun á vexti markaðsins. Í óljósum heimi efnahagsmála í heiminum á næstu árum er hinsvegar afar erfitt að spá fyrir um hvernig bílasala verður í Kína eftir 10 ár. Eitt er þó víst, bílasala þar er ennþá að vaxa og mikilvægi Kinamarkaðar verður sífellt meiri fyrir bílaframleiðendur heimsins. Í júní í ár var sala nýrra bíla 15% meiri í Kína en í fyrra. Svo virðist sem mestur vöxtur sé nú í minni borgum landsins og í dreifbýli en í þeim stærstu, svo sem Peking og Shanghai, hafi bílasalan staðnað.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent