Þrjátíu milljón bíla sala í Kína árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2016 13:57 Kína er langstærsti bílasölumarkaður heims. Kína er nú þegar lang stærsta bílasöluland heims, en í fyrra seldust þar 24,6 milljón bílar og í ár stefnir í enn meiri sölu. Því er spáð að árið 2020 verði sala nýrra bíla komin í 30 milljónir bíla á ári. Til samanburðar þá seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum í fyrra í metári, en líklega verður salan örlítið minni þar í ár. Því er spáð af General Motors að vöxtur verði í sölu bíla í Kína næstu 10 árin en þá verði komið að einhverskonar mettun á vexti markaðsins. Í óljósum heimi efnahagsmála í heiminum á næstu árum er hinsvegar afar erfitt að spá fyrir um hvernig bílasala verður í Kína eftir 10 ár. Eitt er þó víst, bílasala þar er ennþá að vaxa og mikilvægi Kinamarkaðar verður sífellt meiri fyrir bílaframleiðendur heimsins. Í júní í ár var sala nýrra bíla 15% meiri í Kína en í fyrra. Svo virðist sem mestur vöxtur sé nú í minni borgum landsins og í dreifbýli en í þeim stærstu, svo sem Peking og Shanghai, hafi bílasalan staðnað. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent
Kína er nú þegar lang stærsta bílasöluland heims, en í fyrra seldust þar 24,6 milljón bílar og í ár stefnir í enn meiri sölu. Því er spáð að árið 2020 verði sala nýrra bíla komin í 30 milljónir bíla á ári. Til samanburðar þá seldust 17,5 milljón bílar í Bandaríkjunum í fyrra í metári, en líklega verður salan örlítið minni þar í ár. Því er spáð af General Motors að vöxtur verði í sölu bíla í Kína næstu 10 árin en þá verði komið að einhverskonar mettun á vexti markaðsins. Í óljósum heimi efnahagsmála í heiminum á næstu árum er hinsvegar afar erfitt að spá fyrir um hvernig bílasala verður í Kína eftir 10 ár. Eitt er þó víst, bílasala þar er ennþá að vaxa og mikilvægi Kinamarkaðar verður sífellt meiri fyrir bílaframleiðendur heimsins. Í júní í ár var sala nýrra bíla 15% meiri í Kína en í fyrra. Svo virðist sem mestur vöxtur sé nú í minni borgum landsins og í dreifbýli en í þeim stærstu, svo sem Peking og Shanghai, hafi bílasalan staðnað.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent