Hún segir að hún þurfi að leita til ungra og upprennandi hönnuða sem eru að reyna að koma sér á framfæri þar sem enginn annar vill klæða hana. Þetta vekur mikla furðu þar sem Dascha er ein af björtustu vonum Hollywood, hún leikur í vinsælum þáttum og er með tvær milljónir fylgjenda á Instagram. Hún segir aðal ástæðuna fyrir þessu vera að hönnuðirnir segjast ekki gera föt í svo stórum stærðum.
Melissa McCarthy sem hefur farið með stór hlutverk í kvikmyndum á borð við Bridesmaids, Spy og The Boss hefur einnig talað um þetta vandamál en hún hefur þurft að taka upp á því að hanna sína eigin kjóla.

Þrátt fyrir að mörg merki eru farin að bjóða upp á fatnað í stærri stærðum en vaninn hefur verið þá hafa stóru og virtu tískuhúsin verið tregari til af einhverjum ástæðum.
Leikkonan Leslie Jones sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í nýju Ghostbusters kvikmyndinni vakti einnig athygli á þessu vandamáli þegar hún þurfti að fara að mæta á frumsýningar á myndinni en enginn hönnuður vildi klæða hana.
Þá steig bandaríski fatahönnuðurinn Christian Siriano fram og sagði að hann mundi aldrei hika við að hanna kjól á hvaða líkama sem er. Hann saumaði kjól á Leslie Jones og gagnrýndi í leiðinni þetta viðhorf á öðrum virtum fatahönnuðum.

