Veiði

Nýjar vikutölur úr laxveiðinni

Karl Lúðvíksson skrifar
Landssamband Veiðifélaga birti nýjar tölur úr laxveiðiánum í gærkvöldi og þar sést vel gífurlegt forskot Ytri Rangár.

Veiðin í Ytri Rangá er búin að vera frábær í allt sumar og vikuveiðin í síðustu viku frá miðvikudegi til miðvikudags, en það er viðmiðunartíminn, er samtals 803 laxar og setur heildarveiðina í ánni í 5.467 laxa.  Miðfjarðará er komin í 3.005 laxa og veiðin þar liðinni viku var 339 laxar.  Haffjarðará var sjöunda áin til að fara yfir 1.000 laxa og veiðimenn sem voru að koma úr henni fyrir fáum dögum sögðu að það væri gaman að sjá hversu mikið af stórlaxi væri í ánni sem er þá í takt við aðrar ár á landinu en þetta aukna hlutfall stórlaxa hefur verið mjög áberandi í lang flestum ánum í allt sumar.

Það er farið að styttast í að fyrstu árnar loki fyrir veiði en það gerist núna í fyrstu vikunni í september.  Rangárnar eru opnar til loka október svo þar á veiðin ennþá eftir að hækka.  Það er líka alveg á hreinu að nokkrar ár eiga mikið inni en veiðin þeim ám sem hafa verið mjög vatnslitlar gæti tekið, og á eftir að taka, mikin kipp í fyrstu alvöru haustrigningunni þegar árnar hækka mikið og jafnvel litast aðeins.  Hér fyrir neðan er topp tíu listinn af vefsíðu LV en listann í heild sinni má finna hér.





 

Ytri Rangá - 5.376

Miðfjarðará - 3005

Eystri Rangá - 2627

Blanda - 2217

Þverá/Kjarrá - 1567

Norðurá - 1130

Haffjarðará - 1040

Langá - 963

Laxá í Aðaldal - 862

Laxá í Dölum - 801

 






×