Líklega um og yfir 2.500 óveiddir laxar í Langá á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2016 15:00 Langá á Mýrum. Laxinn fer upp fossinn Skugga þegar vatnstaðan er rétt. Mynd: SVFR Langá á Mýrum hefur notið þess á þessu þurrkasumri að hafa vatnsmiðlun úr Langavatni og hefur þess vegna ekki orðið jafn vatnslítil og aðrar ár á vesturlandi. Hún var engu að síður komin undir öll þægindamörk en hefur hægt og rólega verið að vaxa aftur eftir hressilegar rigningar ssem hafa komið með nokkrum hléum í Borgarfjörðinn. Áin var komin í 937 laxa á hádegi í gær og af því er búið að sleppa um 400 aftur í ánna. Heildargangan samkvæmt teljarnum í Skugga er um 2.400 laxar en mun meira fór upp fossinn í sumar heldur en í fyrra þar sem áin var í frábæru gönguvatni fyrir laxinn frá fyrsta degi. Það er talið að um 20-25% af göngunni hafi farið upp Skugga og þar af leiðandi framhjá laxateljaranum sem gerir líklega um 600 laxa en þetta er mjög varlega áætlað. Heildargangan hefur því verið um og yfir 3.000 laxar með heildarveiði uppá 937 og um 400 aftur í ánna. Það eru þess vegna um 2.500-2.600 óveiddir laxar í ánni og sætir alveg furðu að takan hafi verið jafn róleg og raun ber vitni síðustu daga og vikur. Veiðimenn eru þó brattir sem hafa verið í ánni enda er ekki hægt að kenna laxleysi um heldur virðist þetta liggja í langvarandi þurrki og því að vatnið er orðið heldur súefnislaust. Það er sem betur fer einhver meiri væta í kortunum og það er alveg klárt mál að fyrsta hollið sem mætir í Langá þegar hressilegar haustrigningar dynja á svæðinu verður í góðum málum. Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði
Langá á Mýrum hefur notið þess á þessu þurrkasumri að hafa vatnsmiðlun úr Langavatni og hefur þess vegna ekki orðið jafn vatnslítil og aðrar ár á vesturlandi. Hún var engu að síður komin undir öll þægindamörk en hefur hægt og rólega verið að vaxa aftur eftir hressilegar rigningar ssem hafa komið með nokkrum hléum í Borgarfjörðinn. Áin var komin í 937 laxa á hádegi í gær og af því er búið að sleppa um 400 aftur í ánna. Heildargangan samkvæmt teljarnum í Skugga er um 2.400 laxar en mun meira fór upp fossinn í sumar heldur en í fyrra þar sem áin var í frábæru gönguvatni fyrir laxinn frá fyrsta degi. Það er talið að um 20-25% af göngunni hafi farið upp Skugga og þar af leiðandi framhjá laxateljaranum sem gerir líklega um 600 laxa en þetta er mjög varlega áætlað. Heildargangan hefur því verið um og yfir 3.000 laxar með heildarveiði uppá 937 og um 400 aftur í ánna. Það eru þess vegna um 2.500-2.600 óveiddir laxar í ánni og sætir alveg furðu að takan hafi verið jafn róleg og raun ber vitni síðustu daga og vikur. Veiðimenn eru þó brattir sem hafa verið í ánni enda er ekki hægt að kenna laxleysi um heldur virðist þetta liggja í langvarandi þurrki og því að vatnið er orðið heldur súefnislaust. Það er sem betur fer einhver meiri væta í kortunum og það er alveg klárt mál að fyrsta hollið sem mætir í Langá þegar hressilegar haustrigningar dynja á svæðinu verður í góðum málum.
Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði