Sala á mat og drykk í örum vexti Sæunn Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2016 09:49 Í júlí síðastliðinn jókst velta mat og drykkjarvöru í dagvöruverslun um 8,6 prósent frá sama mánuði í fyrra. Vísir/KTD Vaxandi velmegun og aukinn fjöldi ferðamanna hafa afar jákvæð áhrif á verslun um þessar mundir. Mikill vöxtur hefur verið í sölu verslana með mat og drykkjarvöru það sem af er ári. Í júlí síðastliðinn jókst veltan í dagvöruverslun um 8,6 prósent frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar sem er mikið í þessari tegund verslunar þar sem sveiflur eru alla jafna litlar. Erlendir ferðamenn sem hingað koma verja stærstum hluta þess sem þeir kaupa í verslunum í matvöruverslun. Þá telja verslunarmenn að vaxandi kaupmáttur almennings skili sér meðal annars í auknum matarinnkaupum. Sömu þróun má sjá í sölu áfengisverslana, þar sem aukning á veltu á milli ára var 17 prósent. Þá er athyglisvert að sala á húsgögnum var rúmlega þriðjungi meiri í júlí síðastliðnum en í júlí í fyrra. Þetta er langmesti vöxtur í húsgagnasölu það sem af er ári, þegar borin er saman velta sambærilegra mánaða milli ára. Júlí er venjulega ekki mjög veltumikill mánuður hjá húsgagnaverslunum, en nú bregður öðruvísi við.Tölvusala dregst samanÞegar bornar eru saman veltutölur í raf-, síma- og tölvuverslunum koma í ljós töluvert mismunandi sveiflur milli vörutegunda. Á meðan sala snjallsíma jókst í síðast mánuði um 16 prósent frá sama mánuði í fyrra, dróst saman sala á tölvum um 18,5 prósent á sama tímabili. Líklega myndu þó einhverjir telja snjallsíma vera tölvur og því um að ræða sölu á sömu tækjum en í mismunandi mynd. Þá var í mánuðinum mun meiri veltuaukning í sölu á stórum raftækjum til heimilisnota en hinum minni.Minni fata- og skósalaEin undantekning er á hinni auknu veltu í íslenskri verslun í júlí; sem er fata- og skóverslun. En velta í þessum vöruflokkum var minni í ár en í fyrra. Verð á júlíútsölum á fötum í ár var 6,6 prósent lægra en í sama mánuði í fyrra og 0,6 prósent lækkun var á verði á skóm. Samdráttur í fatasölu nam 3,3 prósent og 3,1 prósent minni sala var í skóverslun. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Vaxandi velmegun og aukinn fjöldi ferðamanna hafa afar jákvæð áhrif á verslun um þessar mundir. Mikill vöxtur hefur verið í sölu verslana með mat og drykkjarvöru það sem af er ári. Í júlí síðastliðinn jókst veltan í dagvöruverslun um 8,6 prósent frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar sem er mikið í þessari tegund verslunar þar sem sveiflur eru alla jafna litlar. Erlendir ferðamenn sem hingað koma verja stærstum hluta þess sem þeir kaupa í verslunum í matvöruverslun. Þá telja verslunarmenn að vaxandi kaupmáttur almennings skili sér meðal annars í auknum matarinnkaupum. Sömu þróun má sjá í sölu áfengisverslana, þar sem aukning á veltu á milli ára var 17 prósent. Þá er athyglisvert að sala á húsgögnum var rúmlega þriðjungi meiri í júlí síðastliðnum en í júlí í fyrra. Þetta er langmesti vöxtur í húsgagnasölu það sem af er ári, þegar borin er saman velta sambærilegra mánaða milli ára. Júlí er venjulega ekki mjög veltumikill mánuður hjá húsgagnaverslunum, en nú bregður öðruvísi við.Tölvusala dregst samanÞegar bornar eru saman veltutölur í raf-, síma- og tölvuverslunum koma í ljós töluvert mismunandi sveiflur milli vörutegunda. Á meðan sala snjallsíma jókst í síðast mánuði um 16 prósent frá sama mánuði í fyrra, dróst saman sala á tölvum um 18,5 prósent á sama tímabili. Líklega myndu þó einhverjir telja snjallsíma vera tölvur og því um að ræða sölu á sömu tækjum en í mismunandi mynd. Þá var í mánuðinum mun meiri veltuaukning í sölu á stórum raftækjum til heimilisnota en hinum minni.Minni fata- og skósalaEin undantekning er á hinni auknu veltu í íslenskri verslun í júlí; sem er fata- og skóverslun. En velta í þessum vöruflokkum var minni í ár en í fyrra. Verð á júlíútsölum á fötum í ár var 6,6 prósent lægra en í sama mánuði í fyrra og 0,6 prósent lækkun var á verði á skóm. Samdráttur í fatasölu nam 3,3 prósent og 3,1 prósent minni sala var í skóverslun.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira