Barcelona vann 0-2 sigur á Sevilla á fyrri leik liðanna um spænska Ofurbikarinn í kvöld.
Þessi árlegi leikur deildar- og bikarmeistaranna markar upphaf keppnistímabilsins á Spáni. Barcelona vann tvöfalt í fyrra en Sevilla komst í úrslit bikarkeppninnar og hlaut því þátttökurétt í þessum leik.
Staðan var markalaus í hálfleik en á 54. mínútu kom Luis Suárez Barcelona yfir með góðu skoti eftir að Arda Turan lagði boltann á hann með bringunni.
Varamaðurinn Munir El Haddadi skoraði seinna mark Börsunga níu mínútum fyrir leikslok eftir sendingu Lionels Messi inn fyrir vörn Sevilla.
Seinni leikurinn fer fram á Nývangi á miðvikudaginn.
Börsungar í góðri stöðu fyrir seinni leikinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn