Hætt með Loga og sinnir nú sólóferli Guðrún Ansnes skrifar 13. ágúst 2016 09:00 Karin á án nokkurs vafa eftir að láta til sín taka í vetur og þegar komin í samstarf við Sxsxsx. Vísir/Hanna „Við vorum að gefa út fjögurra laga EP plötu, allt lög sem ég gerði með Loga Pedro, og við höfum verið að spila á tónleikum. Okkur fannst við verða að gefa þetta út svo við létum af því verða. En nú erum við hætt að vinna saman,“ segir tónlistarkonan Karin Sveinsdóttir, eða Young Karin, sem er að vakna upp eftir dálítinn dvala. Eftir ansi farsælt samstarf við Loga, sem er allt í öllu í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir, hyggst Karin róa á ný mið. „Við fórum strax að vinna saman eftir að ég tók þátt í söngkeppni Menntaskólans við Hamrahlíð, 2013. Við tókum alveg eitt og hálft ár í að vinna saman í tónlistinni. Logi hefur hjálpað mér mjög mikið, og bróðir minn líka heilmikið,“ segir Karin, en rapparinn Emmsjé Gauti er einmitt stóri bróðir hennar. Spurð um hvort hún sjái fyrir sér að vinna með honum, segir hún létt í bragði það auðvitað hafa komið til tals, þó ekkert hafi raunverulega gerst í þeim efnum enn sem komið er. Karin er nýorðin tvítug en hefur verið viðloðandi bransann undanfarin þrjú ár eins og áður segir. Hún segir mikið hafa breyst á ekki lengri tíma og er vel í stakk búin fyrir komandi sólóferil. „Ég er búin að læra mikið, ég fór inn í þetta allt saman vitandi ekkert um þennan heim og hef fengið góðan tíma til að finna út hvað ég vil og hvernig tónlist ég vil vinna. Mig langaði til að fara að semja meira sjálf, ég hef ekki gert það með Loga. Mér finnst gaman að syngja, auðvitað, en nú kemur meira frá mér,“ útskýrir Karin. Hún segir fyrsta kast væntanlegt í lok sumars, en það hefur hún undirbúið með þeim Helga Sæmundi, úr Úlfi Úlfi, og Birni Vali Pálssyni, en þeir skipa saman hljómsveitina Sxsxsx. „Þetta er í raun allt önnur tónlist en við Logi höfum verið að vinna. Svipaður stíll kannski en samt allt öðruvísi. Samvinnan hefur gengið mega vel og við sjáum fyrir okkur að gera saman nokkur lög,“ segir hún, auðheyrilega spennt og undirstrikar að hún ætli ekki að festa sig neitt, heldur njóta þess að vinna með hinum ýmsu tónlistarmönnum á næstunni. „Annars er þetta allt saman eitt stórt spurningarmerki hjá mér, ég veit ekki hvað kemur í kjölfarið. En ég er ofboðslega spennt fyrir komandi tímum,“ segir hún hógvær að lokum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tónlist Mest lesið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Sjá meira
„Við vorum að gefa út fjögurra laga EP plötu, allt lög sem ég gerði með Loga Pedro, og við höfum verið að spila á tónleikum. Okkur fannst við verða að gefa þetta út svo við létum af því verða. En nú erum við hætt að vinna saman,“ segir tónlistarkonan Karin Sveinsdóttir, eða Young Karin, sem er að vakna upp eftir dálítinn dvala. Eftir ansi farsælt samstarf við Loga, sem er allt í öllu í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir, hyggst Karin róa á ný mið. „Við fórum strax að vinna saman eftir að ég tók þátt í söngkeppni Menntaskólans við Hamrahlíð, 2013. Við tókum alveg eitt og hálft ár í að vinna saman í tónlistinni. Logi hefur hjálpað mér mjög mikið, og bróðir minn líka heilmikið,“ segir Karin, en rapparinn Emmsjé Gauti er einmitt stóri bróðir hennar. Spurð um hvort hún sjái fyrir sér að vinna með honum, segir hún létt í bragði það auðvitað hafa komið til tals, þó ekkert hafi raunverulega gerst í þeim efnum enn sem komið er. Karin er nýorðin tvítug en hefur verið viðloðandi bransann undanfarin þrjú ár eins og áður segir. Hún segir mikið hafa breyst á ekki lengri tíma og er vel í stakk búin fyrir komandi sólóferil. „Ég er búin að læra mikið, ég fór inn í þetta allt saman vitandi ekkert um þennan heim og hef fengið góðan tíma til að finna út hvað ég vil og hvernig tónlist ég vil vinna. Mig langaði til að fara að semja meira sjálf, ég hef ekki gert það með Loga. Mér finnst gaman að syngja, auðvitað, en nú kemur meira frá mér,“ útskýrir Karin. Hún segir fyrsta kast væntanlegt í lok sumars, en það hefur hún undirbúið með þeim Helga Sæmundi, úr Úlfi Úlfi, og Birni Vali Pálssyni, en þeir skipa saman hljómsveitina Sxsxsx. „Þetta er í raun allt önnur tónlist en við Logi höfum verið að vinna. Svipaður stíll kannski en samt allt öðruvísi. Samvinnan hefur gengið mega vel og við sjáum fyrir okkur að gera saman nokkur lög,“ segir hún, auðheyrilega spennt og undirstrikar að hún ætli ekki að festa sig neitt, heldur njóta þess að vinna með hinum ýmsu tónlistarmönnum á næstunni. „Annars er þetta allt saman eitt stórt spurningarmerki hjá mér, ég veit ekki hvað kemur í kjölfarið. En ég er ofboðslega spennt fyrir komandi tímum,“ segir hún hógvær að lokum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tónlist Mest lesið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Sjá meira