Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2016 12:41 Loksins fór að rigna a veiðimenn í nótt og einhverri rigningu er spáð áfram næstu daga sem vonandi hressir upp á veiðitölur. Nýjar veiðitölur voru birtar á vef Landssambands Veiðifélaga í gær og enduspegla þær ástandið sem hefur verið í mörgum ánum afar vel. Vatnsleysi og sumarblíða hafa gert veiðimönnum mjög erfitt fyrir og skilar það sér í afar rólegri veiði. Ytri Rangá heldur sem fyrr toppsætinu yfir aflahæstu ár landsins en þar eru nú komnir 4.664 laxar á land og hefur veiðin þar haldist góð í allt sumar frá opnun. Ennþá eru tæpir þrír mánuðir eftir af veiðitímanum þar sem talan núna gæti ennþá tvöfaldast en þá yrði lokatalan nærri því sem við spáðum en Veiðivísir5 skaut á að Ytri Rangá færi í 9.000 laxa á þessu sumri. Sex ár eru nú komnar yfir 1.000 laxa sem er minna en á venjulegu ári en það skal þó hafa í huga að veiðitímanum er ekki lokið og nokkuð öruggt mál að ár eins og Langá, Haffjarðará og Víðidalsá fari yfir 1.000 laxa en það verður þó líklega á brattann að sækja fyrir árnar sem koma þar á eftir. Hér að neðan er listinn yfir topp tíu árnar á landinu en listann í heild sinni má finna hér. 1. Ytri Rangá - 4.664 2. Miðfjarðará - 2.666 3. Eystri Rangá - 2.481 4. Blanda - 2.028 5. Þverá/Kjarrá - 1.469 6. Norðurá - 1.039 7. Haffjarðará - 964 8. Langá - 875 9. Laxá í Aðaldal - 818 10. Víðidalsá - 700 Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Loksins fór að rigna a veiðimenn í nótt og einhverri rigningu er spáð áfram næstu daga sem vonandi hressir upp á veiðitölur. Nýjar veiðitölur voru birtar á vef Landssambands Veiðifélaga í gær og enduspegla þær ástandið sem hefur verið í mörgum ánum afar vel. Vatnsleysi og sumarblíða hafa gert veiðimönnum mjög erfitt fyrir og skilar það sér í afar rólegri veiði. Ytri Rangá heldur sem fyrr toppsætinu yfir aflahæstu ár landsins en þar eru nú komnir 4.664 laxar á land og hefur veiðin þar haldist góð í allt sumar frá opnun. Ennþá eru tæpir þrír mánuðir eftir af veiðitímanum þar sem talan núna gæti ennþá tvöfaldast en þá yrði lokatalan nærri því sem við spáðum en Veiðivísir5 skaut á að Ytri Rangá færi í 9.000 laxa á þessu sumri. Sex ár eru nú komnar yfir 1.000 laxa sem er minna en á venjulegu ári en það skal þó hafa í huga að veiðitímanum er ekki lokið og nokkuð öruggt mál að ár eins og Langá, Haffjarðará og Víðidalsá fari yfir 1.000 laxa en það verður þó líklega á brattann að sækja fyrir árnar sem koma þar á eftir. Hér að neðan er listinn yfir topp tíu árnar á landinu en listann í heild sinni má finna hér. 1. Ytri Rangá - 4.664 2. Miðfjarðará - 2.666 3. Eystri Rangá - 2.481 4. Blanda - 2.028 5. Þverá/Kjarrá - 1.469 6. Norðurá - 1.039 7. Haffjarðará - 964 8. Langá - 875 9. Laxá í Aðaldal - 818 10. Víðidalsá - 700
Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði