Fer sjálfur með öll hlutverk í sýningunni Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 10:00 Bragi fer með tíu hlutverk í eigin sýningu. Mynd / Bragi „Þetta verður mikill hasar og það er mikilvægt að hvíla sig vel til að halda orkunni í hámarki út alla sýninguna,“ segir Bragi Árnason, leikari og tónlistarmaður, en hann kemur til með að flytja söngleikinn Barry and his guitar í Tjarnarbíói næstkomandi laugardag. „Barry and his guitar er söngleikur á ensku sem segir frá feimnum en viðkunnanlegum ungum draumóramanni sem vinnur á kaffihúsi í London og syngur og spilar á gítar. „Þetta er grínævintýri sem er innblásið af dvölinni í London. Þar lærði ég og vann við leiklist og er bara nýfluttur heim,“ segir Bragi en sýningin var frumsýnd í leikhúsinu Hen and Chickens í London árið 2013. Sjálfur fer Bragi með öll hlutverkin í sýningunni, en hann hefur ferðast með sýninguna víða og meðal annars komið við á hinni frægu Edinborgarhátíð Fringe, í Mengi og á einleikjahátíðinni Act Alone. „Sýningin hefur verið að fá mjög góðar undirtektir og þar sem miklu færri komust að en vildu á sýningar í Mengi langaði mig að bæta við einni aukasýningu á flottu leiksviði Tjarnarbíós,“ segir hann fullur tilhlökkunar. Bragi útskrifaðist úr leiklistarnámi árið 2010 og hefur verið að vinna við kvikmyndir, leikhús og uppistand. „Mér finnst gaman að skemmta fólki og fá það til að hlæja. Á meðal fyrri sýninga sem ég hef sett upp er uppistandssýningin Euromen sem var sýnd í Museum of Comedy í London. Þar var uppistandi blandað við tónlist og dans,“ segir Bragi sem bendir á að söngleikurinn hans sé eins konar uppistand. En ætli Bretar tengi öðruvísi við sýninguna en Íslendingar? „Í Bretlandi sjá þeir skandinavískan mann með breskan húmor á meðan Íslendingar kynnast breskum húmor og upplifun Íslendings á daglegu lífi þar í landi,“ segir hann léttur í bragði og bætir við að uppáhaldspersónan sín af þeim tíu sem hann leikur í verkinu sé Barry sjálfur, einfaldlega vegna þess að hann er einlægastur. Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta verður mikill hasar og það er mikilvægt að hvíla sig vel til að halda orkunni í hámarki út alla sýninguna,“ segir Bragi Árnason, leikari og tónlistarmaður, en hann kemur til með að flytja söngleikinn Barry and his guitar í Tjarnarbíói næstkomandi laugardag. „Barry and his guitar er söngleikur á ensku sem segir frá feimnum en viðkunnanlegum ungum draumóramanni sem vinnur á kaffihúsi í London og syngur og spilar á gítar. „Þetta er grínævintýri sem er innblásið af dvölinni í London. Þar lærði ég og vann við leiklist og er bara nýfluttur heim,“ segir Bragi en sýningin var frumsýnd í leikhúsinu Hen and Chickens í London árið 2013. Sjálfur fer Bragi með öll hlutverkin í sýningunni, en hann hefur ferðast með sýninguna víða og meðal annars komið við á hinni frægu Edinborgarhátíð Fringe, í Mengi og á einleikjahátíðinni Act Alone. „Sýningin hefur verið að fá mjög góðar undirtektir og þar sem miklu færri komust að en vildu á sýningar í Mengi langaði mig að bæta við einni aukasýningu á flottu leiksviði Tjarnarbíós,“ segir hann fullur tilhlökkunar. Bragi útskrifaðist úr leiklistarnámi árið 2010 og hefur verið að vinna við kvikmyndir, leikhús og uppistand. „Mér finnst gaman að skemmta fólki og fá það til að hlæja. Á meðal fyrri sýninga sem ég hef sett upp er uppistandssýningin Euromen sem var sýnd í Museum of Comedy í London. Þar var uppistandi blandað við tónlist og dans,“ segir Bragi sem bendir á að söngleikurinn hans sé eins konar uppistand. En ætli Bretar tengi öðruvísi við sýninguna en Íslendingar? „Í Bretlandi sjá þeir skandinavískan mann með breskan húmor á meðan Íslendingar kynnast breskum húmor og upplifun Íslendings á daglegu lífi þar í landi,“ segir hann léttur í bragði og bætir við að uppáhaldspersónan sín af þeim tíu sem hann leikur í verkinu sé Barry sjálfur, einfaldlega vegna þess að hann er einlægastur.
Menning Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira