Íslenskir frumkvöðlar beisla heilmyndir Tinni Sveinsson skrifar 25. ágúst 2016 18:00 Drexler býr yfir heilmyndartækni þannig að notendur geta séð persónur sínar vakna til lífsins. Viðskiptahraðall Arion banka, Startup Reykjavík, fer fram í fimmta skipti nú í sumar en tíu verkefni voru valin til þátttöku. Verkefnin verða kynnt fyrir fjárfestum með viðhöfn á morgun. Íslenski tölvuleikurinn Drexler er eitt verkefnanna sem unnið hefur verið að í viðskiptahraðlinum í sumar. Drexler er tónlistardrifinn fjölnotendahlutverkaleikur (MMORPG) þar sem notendur búa sér til persónu og semja lög til að þróast í leiknum. Ein rúsínan í pylsuendanum er síðan heilmyndartækni sem leikurinn býr yfir þannig að notendur geta séð persónur sínar vakna til lífsins. „Þegar þú spilar tölvuleiki eða horfir á tónlistarmyndbönd þá er bil á milli þín og afþreyingarinnar. Við viljum brúa þetta bil,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, einn frumkvöðlanna í teyminu á bakvið Drexler. Teymið telur ellefu manns og eru meðal annars í því tónlistarmenn, grafískir hönnuðir, kvikarar og forritarar. Sigurður mætti ásamt Starra Haukssyni í viðtal í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem þeir útskýrðu verkefnið. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Leikurinn er enn á þróunarstigi og er stefnt á útgáfu í haust. Fyrsta lagið sem búið var til í Drexler er hægt að sjá hér fyrir neðan en einnig er hægt er að horfa á persónuna í myndbandinu með heilmyndagátt fyrir snjallsíma. Sigurður segir það lítið mál að smíða heilmyndagáttina en hana er til dæmis hægt að útbúa úr gömlu geisladiskahulstri. Hér er kennslumyndband um hvernig á að föndra gáttina. „Tónlistin er myndgerð með heilmyndatækni. Persónur í leiknum lifna við og spila tónlistina fyrir framan þig.“Startup Reykjavík lýkur á morgun með stórum viðburði í Hvalasafninu. Níu önnur verkefni voru valin í verkefnið og verða þau einnig kynnt fjárfestum á morgun:Platome Framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum.Convex Litríkur og fjölskylduvænn ævintýraleikur.Strivo Veitir þjálfurum/einkaþjálfurum tækifæri til að selja þjónustu sína á nýju og áhugaverðu sniði.Lava Show Mögnuð sýning þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili.Hringborð App sem er vettvangur fyrir stúdenta til að deila glósum og námsefni sín á milli.Isold Film Lána- og fjárfestingarsjóður fyrir kvikmynda og sjónvarpsgerð.FLOW Býður upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan.TotalHost Gerir Airbnb leigusölum kleift að fá greidda söluþóknun fyrir bókaðar ferðir innanlands.Moon Chocolate Framleiðir hágæða súkkulaði sem er búið til frá grunni. Leikjavísir Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Viðskiptahraðall Arion banka, Startup Reykjavík, fer fram í fimmta skipti nú í sumar en tíu verkefni voru valin til þátttöku. Verkefnin verða kynnt fyrir fjárfestum með viðhöfn á morgun. Íslenski tölvuleikurinn Drexler er eitt verkefnanna sem unnið hefur verið að í viðskiptahraðlinum í sumar. Drexler er tónlistardrifinn fjölnotendahlutverkaleikur (MMORPG) þar sem notendur búa sér til persónu og semja lög til að þróast í leiknum. Ein rúsínan í pylsuendanum er síðan heilmyndartækni sem leikurinn býr yfir þannig að notendur geta séð persónur sínar vakna til lífsins. „Þegar þú spilar tölvuleiki eða horfir á tónlistarmyndbönd þá er bil á milli þín og afþreyingarinnar. Við viljum brúa þetta bil,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, einn frumkvöðlanna í teyminu á bakvið Drexler. Teymið telur ellefu manns og eru meðal annars í því tónlistarmenn, grafískir hönnuðir, kvikarar og forritarar. Sigurður mætti ásamt Starra Haukssyni í viðtal í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem þeir útskýrðu verkefnið. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Leikurinn er enn á þróunarstigi og er stefnt á útgáfu í haust. Fyrsta lagið sem búið var til í Drexler er hægt að sjá hér fyrir neðan en einnig er hægt er að horfa á persónuna í myndbandinu með heilmyndagátt fyrir snjallsíma. Sigurður segir það lítið mál að smíða heilmyndagáttina en hana er til dæmis hægt að útbúa úr gömlu geisladiskahulstri. Hér er kennslumyndband um hvernig á að föndra gáttina. „Tónlistin er myndgerð með heilmyndatækni. Persónur í leiknum lifna við og spila tónlistina fyrir framan þig.“Startup Reykjavík lýkur á morgun með stórum viðburði í Hvalasafninu. Níu önnur verkefni voru valin í verkefnið og verða þau einnig kynnt fjárfestum á morgun:Platome Framleiðir næringu fyrir stofnfrumur til að flýta fyrir þróun á stofnfrumumeðferðum.Convex Litríkur og fjölskylduvænn ævintýraleikur.Strivo Veitir þjálfurum/einkaþjálfurum tækifæri til að selja þjónustu sína á nýju og áhugaverðu sniði.Lava Show Mögnuð sýning þar sem alvöru bráðið hraun rennur inn í sýningarsal og yfir ís með tilheyrandi sjónarspili.Hringborð App sem er vettvangur fyrir stúdenta til að deila glósum og námsefni sín á milli.Isold Film Lána- og fjárfestingarsjóður fyrir kvikmynda og sjónvarpsgerð.FLOW Býður upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan.TotalHost Gerir Airbnb leigusölum kleift að fá greidda söluþóknun fyrir bókaðar ferðir innanlands.Moon Chocolate Framleiðir hágæða súkkulaði sem er búið til frá grunni.
Leikjavísir Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira