Eftir stjórnarfund hjá Lilleström í dag er ljóst að Rúnar Kristinsson mun stýra liðinu áfram en sumir stjórnarmanna vildu reka hann.
Lilleström er í fallbaráttu í norsku úrvalsdeildinni og því var ákveðið að blása til krísufundar.
Þar mátti minnihlutann lúta í gras fyrir meirihlutanum. Engu að síður virðist vera ljóst að staða Rúnars er ekki mjög sterk og hann þarf á góðum úrslitum að halda.
Eitt af því sem Rúnar ætlar að breyta í kjölfarið á fundinum er að koma með íþróttasálfræðing í þjálfarateymið sem mun vinna náið með leikmönnum.
Lilleström lék síðast í næstefstu deild árið 1974 og þangað ætlar félagið ekki aftur.
