Þórir: Vorum svolítið hörð við stelpurnar í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 16:42 Þórir Hergeirsson. Vísir/Anton Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. „Eins og ég sagði eftir leikinn við Rússa að það er eitthvað lið sem getur komið til baka eftir svona tap þá er það norska kvennalandsliðið í handbolta," sagði Þórir eftir leikinn. Norska liðið tapaði með einu marki í undanúrslitunum eftir framlengdan leik eftir að hafa unnið sig aftur inn í leikinn. Liðið sá þar með á eftir gullinu sem Noregur hafði unnið á tveimur leikum í röð. Hollenska liðið átti ekki mikla möguleika á móti norsku stelpunum í dag en Noregur var komið í 10-3 og 14-5 í fyrri hálfleiknum. „Við erum með hörku markvörslu og komumst vel í gang í byrjun leiksins. Við náðum eiginlega að losa okkur við þær þannig að bilið var orðið svo stórt í hálfleik að þær höfðu eiginlega aldrei trúna á sigri," sagði Þórir. „Svo kemur smá einbeitingaleysi í þetta hjá okkur og stelpurnar fara að vera þreyttar. Það var samt engin hætta," sagði Þórir en hvað gerði hann til að rífa liðið sitt upp eftir mjög sárt tap á fimmtudaginn.Sjá einnig:Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt „Klára grátinn og gnístann tanna bara í höllinni. Síðan vorum við svolítið hörð við þær þegar við komum í Ólympíuþorpið. Við sögðum við þær að nú er þessi möguleiki farinn og næsti möguleiki er þriðja sætið," sagði Þórir. „Helmingurinn af liðinu hefur enga Ólympíumedalíu því þær eru það ungar. Við sögðum við þær að það væri ennþá hægt að láta hluta af draumnum rætast það er að segja að spila um verðlaun," sagði Þórir. „Síðan píndum við okkur í gegnum góðan dag í gær, æfðum vel þar sem við tókum góða líkamsæfingu sem þær gerðu mismunandi eftir því hvað þær hafa verið að spila mikið. Við undirbjuggum þær fyrir það sem var að koma," sagði Þórir. „Svo var vídéófundur þar sem við fórum vel í gegnum Holland. Við notum engan tíma í Rússlandsleikinn. Við sáum að við vorum þar að spila góðan leik og einn af okkar bestu leikjum hvað varðar sóknina," sagði Þórir. „Við náðum kannski ekki alveg besta varnarleiknum en við vorum að spila við Rússana sem eru besta liðið í heimi í dag, þannig í breidd og öðru. Það munaði svo litlu hjá okkur í þessum leik og þegar við vorum búin að ná því inn og þær búnar að meðtaka það þá voru þær fljótar að koma sér í gírinn. Það er búin að vera góð vinna síðan," sagði Þórir. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00 Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47 Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27 Endurtekur Noregur leikinn frá því 2012? Noregur átti í engum vandræðum með Angóla á Ólympíuleikunum í handbolta, en Noregur vann tíu marka sigur, 30-20. 10. ágúst 2016 21:09 Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46 Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gat verið ánægður með stelpurnar sína og bronsverðlaunin eftir tíu marka sigur á Hollandi í leiknum um þriðja sætið á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. „Eins og ég sagði eftir leikinn við Rússa að það er eitthvað lið sem getur komið til baka eftir svona tap þá er það norska kvennalandsliðið í handbolta," sagði Þórir eftir leikinn. Norska liðið tapaði með einu marki í undanúrslitunum eftir framlengdan leik eftir að hafa unnið sig aftur inn í leikinn. Liðið sá þar með á eftir gullinu sem Noregur hafði unnið á tveimur leikum í röð. Hollenska liðið átti ekki mikla möguleika á móti norsku stelpunum í dag en Noregur var komið í 10-3 og 14-5 í fyrri hálfleiknum. „Við erum með hörku markvörslu og komumst vel í gang í byrjun leiksins. Við náðum eiginlega að losa okkur við þær þannig að bilið var orðið svo stórt í hálfleik að þær höfðu eiginlega aldrei trúna á sigri," sagði Þórir. „Svo kemur smá einbeitingaleysi í þetta hjá okkur og stelpurnar fara að vera þreyttar. Það var samt engin hætta," sagði Þórir en hvað gerði hann til að rífa liðið sitt upp eftir mjög sárt tap á fimmtudaginn.Sjá einnig:Þórir og norsku stelpurnar unnu bronsið á sannfærandi hátt „Klára grátinn og gnístann tanna bara í höllinni. Síðan vorum við svolítið hörð við þær þegar við komum í Ólympíuþorpið. Við sögðum við þær að nú er þessi möguleiki farinn og næsti möguleiki er þriðja sætið," sagði Þórir. „Helmingurinn af liðinu hefur enga Ólympíumedalíu því þær eru það ungar. Við sögðum við þær að það væri ennþá hægt að láta hluta af draumnum rætast það er að segja að spila um verðlaun," sagði Þórir. „Síðan píndum við okkur í gegnum góðan dag í gær, æfðum vel þar sem við tókum góða líkamsæfingu sem þær gerðu mismunandi eftir því hvað þær hafa verið að spila mikið. Við undirbjuggum þær fyrir það sem var að koma," sagði Þórir. „Svo var vídéófundur þar sem við fórum vel í gegnum Holland. Við notum engan tíma í Rússlandsleikinn. Við sáum að við vorum þar að spila góðan leik og einn af okkar bestu leikjum hvað varðar sóknina," sagði Þórir. „Við náðum kannski ekki alveg besta varnarleiknum en við vorum að spila við Rússana sem eru besta liðið í heimi í dag, þannig í breidd og öðru. Það munaði svo litlu hjá okkur í þessum leik og þegar við vorum búin að ná því inn og þær búnar að meðtaka það þá voru þær fljótar að koma sér í gírinn. Það er búin að vera góð vinna síðan," sagði Þórir.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00 Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47 Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27 Endurtekur Noregur leikinn frá því 2012? Noregur átti í engum vandræðum með Angóla á Ólympíuleikunum í handbolta, en Noregur vann tíu marka sigur, 30-20. 10. ágúst 2016 21:09 Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46 Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ekki uppskrift íslenska þjálfarans Þórir Hergeirsson segir að það sé ekki einhver taktík að tapa fyrsta leik á stórmóti því norsku stelpurnar hafa svo oft byrjað illa en endað mjög vel á þessum stóru mótum kvennahandboltans. Það gerðist á leiðinni að Ólympíugullinu fyrir fjórum árum og aftur um helgina í fyrsta leik á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 07:00
Þórir eftir tapið: Mótlætið gerir okkur bara sterkari Þórir Hergeirsson tapaði sínum fyrsta undanúrslitaleik í sjö ár þegar norska kvennalandsliðið tapaði í nótt í framlengdum leik á móti Rússlandi í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. 19. ágúst 2016 03:47
Sigurgöngu Þóris og norsku stelpnanna lokið á ÓL | Leika um bronsið í Ríó Norska kvennalandsliðið í handbolta verður ekki Ólympíumeistari á þriðju leikunum í röð en liðið tapaði með minnsta mun eftir framlengdan leik á móti Rússlandi í undanúrslitum í nótt. 19. ágúst 2016 01:27
Endurtekur Noregur leikinn frá því 2012? Noregur átti í engum vandræðum með Angóla á Ólympíuleikunum í handbolta, en Noregur vann tíu marka sigur, 30-20. 10. ágúst 2016 21:09
Stelpurnar hans Þóris sýndu enga miskunn Norska kvennalandsliðið í handbolta, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tryggði sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Ríó með risasigri, 33-20, á Svíum í kvöld. 16. ágúst 2016 21:46
Hrósa Þóri fyrir góðan húmor Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó en liðið leikur undir stjórn Íslendingsins Þóris Hergeirssonar eins og undanfarin sjö ár. Fréttablaðið fékk að vita meira um þjálfarann Þóri hjá tveimur lykilleikmönnum norska liðsins, þeim Heidi Löke og Stine Oftedal. 18. ágúst 2016 08:00