Ég er hvítur miðaldra karl að tala um sársauka Magnús Guðmundsson skrifar 20. ágúst 2016 00:01 Ragnar Kjartansson myndlistarmaður. Visir/Ernir Þetta er einn af þessum gráu ágústmorgnum þar sem byrjað er að glitta í haustið. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður kemur hjólandi upp Hverfisgötuna, með hausinn fullan af hugmyndum, en staldrar við á Gráa kettinum í smá spjall um ferilinn og listina. Ferill Ragnars í myndlistinni hefur verið ævintýri líkastur, hvert vel heppnað verkið hefur rekið annað, og í sumar var sett upp yfirlitssýning á verkum hans í hinu virta safni Barbican í London. Sýningin hlaut frábærar viðtökur enda á ferðinni mögnuð heildarsýn á verk þess óstöðvandi afls sem Ragnar Kjartansson er svo vísað sé til umfjöllunar Adrian Searle í The Guardian.Enginn tími – engin saga „Nú er komið að því að labba niður af tindinum,“ segir Ragnar og hlær dálítið vandræðalega yfir hólinu. Það er reyndar alltaf stutt í brosið og hláturinn hjá Ragnari og það stendur ekki á svari þegar hann er spurður hvað hafi mótað listamanninn Ragnar Kjartansson. „Ég er alinn upp í leikhúsinu, sonur leikaranna Guðrúnar Ásmundsdóttur og Kjartans Ragnarssonar og bróðir Sigrúnar Eddu Björnsdóttur og það mótaði mig, skal ég segja þér. Leikhúsið er eins og hlaðborð að því leyti að það notar allar listgreinar en það er rosalega stíft form þar sem þú sem áhorfandi þarft að sitja í salnum, horfa og haga þér. Í leikhúsinu lærði ég að umgangast allt sem efni, hvort sem það var myndlist, tónlist, skáldskapur eða list leikarans. Allt leikhúsfólkið sem ég ólst upp með umgekkst öll listform af mátulegu kæruleysi og kannski fæ ég það frá því að vera ekki að hafa miklar áhyggjur af forminu. En svo snýst þetta líka alltaf svolítið um form. Gjörningurinn er að mörgu leyti mitt form og ég leitast við að nota hann sem skúlptúr eða málverk. Þannig reyni ég að gera hlutina kjurra í tíma. Ég nota það sem er sviðsett og svo tek ég tímalínuna eða frásögnina í burtu vegna þess að mér finnst aðstæðurnar áhugaverðari en frásögnin. Í leiklistinni er alltaf verið að segja sögur en það sem er svo frelsandi við myndlistina er að það er ekki form sem segir sögur, heldur form sem býr til. Myndlistin segir svo mikið með því að stilla einhverju fyrir framan þig og hausinn á þér fer í gang. Það finnst mér magnað.“Ragnar Kjartansson fékk krakka á Arnarhóli til þess að stilla sér upp fyrir ljósmyndara. Visir/ErnirLélegur leikari „Það er mikið frelsi fólgið í þessu. Sú ákvörðun að gerast myndlistarmaður breytti öllu. Þegar ég fann að ég var myndlistarmaður steig ég inn í mesta frelsi sem er til í mannlegu samfélagi, af því að það eru engin mörk nema að maður má ekki vera vondur.“ Það leynir sér ekki á list Ragnars að hann er performer í sér og að auki þekkir hann leikhúsið frá blautu barnsbeini. En engu að síður segir hann að það hafi ekki verið það sem átti fyrir honum að liggja. „Mér fannst leikhúsið með allri sinni svita- og sminklykt alveg geðveikt. En málið er að maður finnur ef maður er lélegur leikari. Mig langaði alveg til þess og var alltaf að leika en ég fann bara að ég hafði þetta ekki. Það er alveg fáránlega kúl að vera góður leikari, að geta sökkt sér inn í eitthvað og hafa þessa geðveiku persónutöfra, en ég bara hafði þetta ekki. Ákvörðunin um að gerast myndlistarmaður kom svo bara hægt og rólega af því að vera dálítið í kringum myndlistarmenn. Fylgjast með Grétari Reynis, Ingu Siggu, systur hans pabba, og svo var það Ragnar afi, Nýlistasafnið og Dieter Roth dæmið. Maður sá þetta af hliðarlínunni og fannst þetta alltaf aðeins meira kúl en leikhúsið og svo var ég líka alltaf í tónlistinni. Það fannst mér alveg ógeðslega gaman en ég er ekki góður tónlistarmaður. Byrjaði í tónlist þegar Langi Seli mágur minn lánaði mér gítar en ég lærði ekki að spila á hann, pósaði bara með hann. Síðan fór ég í hljómsveitir og fannst allt sem hinir voru að gera flott en svo var ég söngvarinn og alltaf alveg fáránlega tilgerðarlegur. Ég var tilgerðarlegur söngvari en í myndlistinni var pláss fyrir þessa tilgerð. Myndlistin sagði: Velkomin, tilgerð, hér áttu heima. Ég var reyndar skammaður fyrir tilgerð í myndlistarskóla og þetta var ákveðinn böggull sem ég breytti í efnivið – og þá hættir hún að vera tilgerð. Verður sönn.“KlinK & BanK og kverú Ragnar er af þeirri kynslóð myndlistarmanna sem kom fram á tíma góðærisins fyrir hrun og hann neitar því ekki að það hafi haft á hann umtalsverð áhrif. „Þetta var ruglað rakettusamfélag. Þetta var innblásandi. Maður lifði á áhugaverðum tímum og kannski var myndlist í tísku en það var enginn einlægur áhugi í samfélaginu og enginn að kaupa myndlist. Það virðist ríkja sá misskilningur að á góðæristímanum hafi myndlistarmenn verið að sleikja sig upp við fjármálaöflin en það er bara algjört kjaftæði. Ég mótaðist til dæmis algerlega sem listamaður í KlinK & BanK. Ég er orðinn fullsaddur á því hvað það fyrirbæri er alltaf talað niður af einhverjum kverúlöntum. Stjórn þess apparats sem lagði á sig geðveika sjálfboðavinnu til að listin fengi að blómstra fær alltaf reglulega á sig einhverjar greinar um hvað þetta starf hafi verið hræðilegt. Þetta er listasögufölsun. KlinK & BanK var bara geðveikt fyrirbæri þar sem ríkisbubbar lánuðu listamönnum ódýrt húsnæði og höfðu áhuga á starfinu en ekkert meira en það. KlinK & BanK olli að mínu mati ákveðnum straumhvörfum í íslenskri menningu. Af öllu kjaftæðinu er þó þetta það góða sem gerðist á þessum árum. Þarna voru allir saman í einu húsi og þetta voru aðeins ódýrari stúdíó. Þetta bjó til svo mikilvægt samlífi á svo stórum skala að það breytti öllu. Þarna voru tónlistarmenn, myndlistarmenn, framsæknar leiksýningar og alltaf eitthvað í gangi og þetta var æðislegt umhverfi. Mér finnst mikilvægt að þetta sé ekki fussað og sveiað út af borðinu, vegna þess að konseptið var frábært og það var enginn að þóknast þessu ríka fólki. Það var enginn á spena – bara aðeins lægri leiga og svo þetta magnaða samlífi þar sem allir voru virkir og virkjuðu hver annan. Þarna varð til gríðarlega sterk sena. En nú er KlinK & BanK ekki lengur til svo ég reyni bara að lifa eins og einhvers konar flâneur. Ég er alltaf í kringum fólk og er ekki maður sem sest niður í þögninni á vinnustofunni og fæ mér te. Ég hef reyndar gert það svona átta sinnum og alltaf fundist það geðveikt. Þannig að ég ætla að fara að gera meira af þessu.“Ég er ljós heimsins Þar sem gjörningalistin er form Ragnars þá er hann stundum áberandi hluti af eigin verkum. En Ragnar segir að hann noti einvörðungu sjálfan sig sem ákveðið frumefni. „Ég nota mig sem hugmyndina um listamanninn Ragnar Kjartansson. Þannig að ef ég nota mig þá er ég að nota hugmyndina um að það sé listamaður að gera eitthvað. Listamaðurinn er að segja eitthvað við þig. Þannig vísa ég líka í þessi stóru listamannaegó á borð við Jackson Pollock og Marinu Abramovic. Mér finnst egó listamannsins vera spennandi fyrirbæri og þannig held ég líka að ég hafi fundið mig sem listamann; með því að leika listamanninn. Ég hef oft sagt að ég sé ekki listamaður, leiki bara hlutverk listamanns. En núna finnst mér þessi þörf fyrir að skýla mér á bak við það vera að breytast hjá mér, kannski er ég bara orðinn leiður á þessum brandara. Leiður á því að segjast leika listamanninn. Það er orðið þreytt að segja þetta aftur og aftur. Nú fer ég bara að gangast við því að vera listamaður og hætti þessu kjaftæði að tala um hvað maður sé rosalega spes. En það getur verið stórt og erfitt að stíga fram og segja: Ég er listamaður. Ástæðan fyrir því að ég elska Heimsljós Laxness er að það er bók um þetta. Laxness fann það í dagbókum Magnúsar Hj. Magnússonar sem var fyrirmyndin að Ljósvíkingnum. Magnús skrifaði um að finna kraftbirtingarhljóm guðdómsins í náttúrunni. Það er ekki frá Laxness komið en hann ýkir það með þessari frábæru íroníu að listamaðurinn lýsi sjálfum sér með þessum orðum: „Ég er ljós heimsins.“ Það er klikkað. Að vera listamaður er smá að ákveða það. Þetta er að segja: Það sem ég geri skiptir máli.“Úrhrak og atvinnumanneskja „Það er oft talað um að það sé ekki borin virðing fyrir listinni á Íslandi en það er ekki rétt. Það er djúp virðing fyrir listinni á Íslandi. Hitt er bara eitthvert tuð í kommentakerfum um listamannalaun einu sinni á ári sem er eins klassískt og jólin. Á Íslandi er þessi djúpa virðing fyrir ljóðskáldinu og mér finnst það að vera listamaður vera að ákveða að vera ljóðskáld. Það gerir Ísland svo æðislegt að við eigum engar fyrirmyndir í stórum herforingjum eða iðnjöfrum eða billjónamæringum. Það eru bara Jónas Hallgrímsson og Hallgrímur Pétursson – það er okkar. Fólkið sem við lítum upp til er allt skáld. Maður lærði þetta hjá Þorvaldi Þorsteinssyni í myndlistarskólanum þegar hann fór með okkur til Seyðisfjarðar um miðjan vetur. Þetta var þegar var verið að byrja að ræða Kárahnjúka og þá sagði Þorvaldur: Förum á staðinn og tölum við fólkið frekar en að tuða hérna í bænum. Hann kenndi okkur að maður getur bankað upp á hvar sem er og sagst vera myndlistarmaður og fólk er alltaf til í allt. Þetta er eins og töfraorð: Ég er listamaður. Og það opnar allar dyr og eflaust er þetta komið frá því þegar förumennirnir sem komu á bæina voru margir skáld. Það er í senn rosalega djúp fyrirlitning fyrir þessu í íslenskri menningu og á sama tíma er þetta sett á svakalegan stall. Listamaðurinn á að vera þetta úrhrak í samfélaginu og þess vegna kýs maður að gera þetta. Það er ekki endilega sjálfsfyrirlitning í því að gerast listamaður en það kemur mikil sjálfsfyrirlitning með því að vera listamaður. Af því að þú ert alltaf að segja: Ég er ljós heimsins, en svo segir rödd skynseminnar þér að þú sért óþolandi. Þetta kallast á. Ég held að þetta sé bara mannlegt. Mér finnst svo frábært það sem Ingibjörg konan mín sagði: „Að vera myndlistarmaður er að vera atvinnumanneskja.“ Það er frábært og lýsir þessu vel.“Visir/ErnirLeikari, leiktu! Þetta leiðir hugann að því fyrsta sem gestir Barbican sjá á leið sinni inn á sýningu Ragnars sem er yfirskriftin Scandinavian Pain. Og þó að verkin á sýningunni séu fjölbreytt þá má kannski segja að þarna sé að finna ákveðinn sammannlegan þráð og Ragnar þvertekur ekki fyrir það. „Já, það er eitthvað til í því. Þetta líka sýnir ágætlega hvað mér finnst gráa svæðið skemmtilegt. Andstæðurnar. Scandinavian Pain er eitthvað svo mikil lúxuseymd. Þessi hvíta forréttindahryggð og ég er hvítur miðaldra karl að tala um sársauka. Óþolandi. Einn stærsti áhrifavaldurinn í mínum verkum er alltaf Tsjekhov. Verk hans eru uppfull af þessari ljúfsáru tilfinningu sem fylgir því að vera manneskja. Það er eitthvað sem ég sæki mikið í. Ég sæki ekki endilega mikinn innblástur í leiksýningar þó mér finnist alltaf gaman að fá mér drykk í hléinu. Ég sæki innblástur í tilfinninguna af leikhúsinu, ekki endilega í einhverja sýningu, heldur því sem það er. Svo er ég með það hliðarstarf að vera þýskur leikstjóri. Er búinn að gera tvær sýningar í Volksbühne og er að fara að gera þriðju sýninguna. Volksbühne er framsækið leikhús og það leikhús sem hefur virkilega hrifið mig síðustu ár þannig að ég reyni alltaf að fara þangað ef ég er í Berlín. Þar er leikið að því að teygja tungumál listarinnar almennt og það heillar mig. Ég fæ líka algjört frelsi þar. Síðasta verk sem ég sýndi þar var Krieg, þar sem hermaður var að deyja í klukkutíma. Svona kjarni af drama með hárómantískri tónlist eftir Kjartan Sveinsson. Ég var að vinna með leikhúsið sem skúlptúr, hékk fastur við þennan hápunkt. Þennan kjarna þar sem einhver er að þjást – að deyja. Svo segir maður bara: Leikari, leiktu! En verkið hefði getað verið betra ef þetta hefði ekki verið leikið af svona afbyggingarleikara sem trúir ekki á að leika eins og Hilmir Snær – að láta áhorfendur finna til með sér. Þetta verk gekk út á afbyggingu á afbyggingu en afleiðingin var að þessi þýski leikari varð hundfúll yfir því að eiga að vera með tilfinningasemi. En mér finnst svo áhugavert á okkar tíma að setja áhorfendur inn í myrkvaðan sal í klukkutíma og segja svo: Leikari, láttu fólkið finna til!“Alltaf hræddur En það eru ekki bara þýskir leikarar sem þjást, Ragnar varð sjálfur skelfingu lostinn þegar kom að stóru sýningunni í Barbican. „Ég var svo hræddur um að þegar öll verkin væru sett saman þá yrði þetta einhvers konar flatneskja. Hræddur við það sem margir listamenn eru hræddir við – að vera bara svikahrappur, að það kæmist upp um mig. En svo var þetta alveg öfugt og sýningin hefur fengið þannig viðtökur að ég roðna. Ég hef stundum óttast að verkin mín séu bara flugeldar en þegar þau eru skoðuð svona mörg saman þá framkallast listræn yfirlýsing og það er góð tilfinning. Ég satt best að segja bjóst ekki við að þau yrðu svona fín. Mikill léttir og líka ákveðin tímamót fyrir mig. En það hvarflar aldrei að mér að hætta. Það er svo klikkað frelsi fólgið í því að vera atvinnumanneskja. Ég tók mér smá sumarfrí og nennti ekki að teikna í viku og það var notalegt en svo kom þörfin aftur. Það er bara svo geðveikt kikk að skapa. Það er svo ótrúlega áhugaverð og góð tilfinning að hrærast í sinni sköpun og annarra. Vera háður listinni.“ Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta er einn af þessum gráu ágústmorgnum þar sem byrjað er að glitta í haustið. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður kemur hjólandi upp Hverfisgötuna, með hausinn fullan af hugmyndum, en staldrar við á Gráa kettinum í smá spjall um ferilinn og listina. Ferill Ragnars í myndlistinni hefur verið ævintýri líkastur, hvert vel heppnað verkið hefur rekið annað, og í sumar var sett upp yfirlitssýning á verkum hans í hinu virta safni Barbican í London. Sýningin hlaut frábærar viðtökur enda á ferðinni mögnuð heildarsýn á verk þess óstöðvandi afls sem Ragnar Kjartansson er svo vísað sé til umfjöllunar Adrian Searle í The Guardian.Enginn tími – engin saga „Nú er komið að því að labba niður af tindinum,“ segir Ragnar og hlær dálítið vandræðalega yfir hólinu. Það er reyndar alltaf stutt í brosið og hláturinn hjá Ragnari og það stendur ekki á svari þegar hann er spurður hvað hafi mótað listamanninn Ragnar Kjartansson. „Ég er alinn upp í leikhúsinu, sonur leikaranna Guðrúnar Ásmundsdóttur og Kjartans Ragnarssonar og bróðir Sigrúnar Eddu Björnsdóttur og það mótaði mig, skal ég segja þér. Leikhúsið er eins og hlaðborð að því leyti að það notar allar listgreinar en það er rosalega stíft form þar sem þú sem áhorfandi þarft að sitja í salnum, horfa og haga þér. Í leikhúsinu lærði ég að umgangast allt sem efni, hvort sem það var myndlist, tónlist, skáldskapur eða list leikarans. Allt leikhúsfólkið sem ég ólst upp með umgekkst öll listform af mátulegu kæruleysi og kannski fæ ég það frá því að vera ekki að hafa miklar áhyggjur af forminu. En svo snýst þetta líka alltaf svolítið um form. Gjörningurinn er að mörgu leyti mitt form og ég leitast við að nota hann sem skúlptúr eða málverk. Þannig reyni ég að gera hlutina kjurra í tíma. Ég nota það sem er sviðsett og svo tek ég tímalínuna eða frásögnina í burtu vegna þess að mér finnst aðstæðurnar áhugaverðari en frásögnin. Í leiklistinni er alltaf verið að segja sögur en það sem er svo frelsandi við myndlistina er að það er ekki form sem segir sögur, heldur form sem býr til. Myndlistin segir svo mikið með því að stilla einhverju fyrir framan þig og hausinn á þér fer í gang. Það finnst mér magnað.“Ragnar Kjartansson fékk krakka á Arnarhóli til þess að stilla sér upp fyrir ljósmyndara. Visir/ErnirLélegur leikari „Það er mikið frelsi fólgið í þessu. Sú ákvörðun að gerast myndlistarmaður breytti öllu. Þegar ég fann að ég var myndlistarmaður steig ég inn í mesta frelsi sem er til í mannlegu samfélagi, af því að það eru engin mörk nema að maður má ekki vera vondur.“ Það leynir sér ekki á list Ragnars að hann er performer í sér og að auki þekkir hann leikhúsið frá blautu barnsbeini. En engu að síður segir hann að það hafi ekki verið það sem átti fyrir honum að liggja. „Mér fannst leikhúsið með allri sinni svita- og sminklykt alveg geðveikt. En málið er að maður finnur ef maður er lélegur leikari. Mig langaði alveg til þess og var alltaf að leika en ég fann bara að ég hafði þetta ekki. Það er alveg fáránlega kúl að vera góður leikari, að geta sökkt sér inn í eitthvað og hafa þessa geðveiku persónutöfra, en ég bara hafði þetta ekki. Ákvörðunin um að gerast myndlistarmaður kom svo bara hægt og rólega af því að vera dálítið í kringum myndlistarmenn. Fylgjast með Grétari Reynis, Ingu Siggu, systur hans pabba, og svo var það Ragnar afi, Nýlistasafnið og Dieter Roth dæmið. Maður sá þetta af hliðarlínunni og fannst þetta alltaf aðeins meira kúl en leikhúsið og svo var ég líka alltaf í tónlistinni. Það fannst mér alveg ógeðslega gaman en ég er ekki góður tónlistarmaður. Byrjaði í tónlist þegar Langi Seli mágur minn lánaði mér gítar en ég lærði ekki að spila á hann, pósaði bara með hann. Síðan fór ég í hljómsveitir og fannst allt sem hinir voru að gera flott en svo var ég söngvarinn og alltaf alveg fáránlega tilgerðarlegur. Ég var tilgerðarlegur söngvari en í myndlistinni var pláss fyrir þessa tilgerð. Myndlistin sagði: Velkomin, tilgerð, hér áttu heima. Ég var reyndar skammaður fyrir tilgerð í myndlistarskóla og þetta var ákveðinn böggull sem ég breytti í efnivið – og þá hættir hún að vera tilgerð. Verður sönn.“KlinK & BanK og kverú Ragnar er af þeirri kynslóð myndlistarmanna sem kom fram á tíma góðærisins fyrir hrun og hann neitar því ekki að það hafi haft á hann umtalsverð áhrif. „Þetta var ruglað rakettusamfélag. Þetta var innblásandi. Maður lifði á áhugaverðum tímum og kannski var myndlist í tísku en það var enginn einlægur áhugi í samfélaginu og enginn að kaupa myndlist. Það virðist ríkja sá misskilningur að á góðæristímanum hafi myndlistarmenn verið að sleikja sig upp við fjármálaöflin en það er bara algjört kjaftæði. Ég mótaðist til dæmis algerlega sem listamaður í KlinK & BanK. Ég er orðinn fullsaddur á því hvað það fyrirbæri er alltaf talað niður af einhverjum kverúlöntum. Stjórn þess apparats sem lagði á sig geðveika sjálfboðavinnu til að listin fengi að blómstra fær alltaf reglulega á sig einhverjar greinar um hvað þetta starf hafi verið hræðilegt. Þetta er listasögufölsun. KlinK & BanK var bara geðveikt fyrirbæri þar sem ríkisbubbar lánuðu listamönnum ódýrt húsnæði og höfðu áhuga á starfinu en ekkert meira en það. KlinK & BanK olli að mínu mati ákveðnum straumhvörfum í íslenskri menningu. Af öllu kjaftæðinu er þó þetta það góða sem gerðist á þessum árum. Þarna voru allir saman í einu húsi og þetta voru aðeins ódýrari stúdíó. Þetta bjó til svo mikilvægt samlífi á svo stórum skala að það breytti öllu. Þarna voru tónlistarmenn, myndlistarmenn, framsæknar leiksýningar og alltaf eitthvað í gangi og þetta var æðislegt umhverfi. Mér finnst mikilvægt að þetta sé ekki fussað og sveiað út af borðinu, vegna þess að konseptið var frábært og það var enginn að þóknast þessu ríka fólki. Það var enginn á spena – bara aðeins lægri leiga og svo þetta magnaða samlífi þar sem allir voru virkir og virkjuðu hver annan. Þarna varð til gríðarlega sterk sena. En nú er KlinK & BanK ekki lengur til svo ég reyni bara að lifa eins og einhvers konar flâneur. Ég er alltaf í kringum fólk og er ekki maður sem sest niður í þögninni á vinnustofunni og fæ mér te. Ég hef reyndar gert það svona átta sinnum og alltaf fundist það geðveikt. Þannig að ég ætla að fara að gera meira af þessu.“Ég er ljós heimsins Þar sem gjörningalistin er form Ragnars þá er hann stundum áberandi hluti af eigin verkum. En Ragnar segir að hann noti einvörðungu sjálfan sig sem ákveðið frumefni. „Ég nota mig sem hugmyndina um listamanninn Ragnar Kjartansson. Þannig að ef ég nota mig þá er ég að nota hugmyndina um að það sé listamaður að gera eitthvað. Listamaðurinn er að segja eitthvað við þig. Þannig vísa ég líka í þessi stóru listamannaegó á borð við Jackson Pollock og Marinu Abramovic. Mér finnst egó listamannsins vera spennandi fyrirbæri og þannig held ég líka að ég hafi fundið mig sem listamann; með því að leika listamanninn. Ég hef oft sagt að ég sé ekki listamaður, leiki bara hlutverk listamanns. En núna finnst mér þessi þörf fyrir að skýla mér á bak við það vera að breytast hjá mér, kannski er ég bara orðinn leiður á þessum brandara. Leiður á því að segjast leika listamanninn. Það er orðið þreytt að segja þetta aftur og aftur. Nú fer ég bara að gangast við því að vera listamaður og hætti þessu kjaftæði að tala um hvað maður sé rosalega spes. En það getur verið stórt og erfitt að stíga fram og segja: Ég er listamaður. Ástæðan fyrir því að ég elska Heimsljós Laxness er að það er bók um þetta. Laxness fann það í dagbókum Magnúsar Hj. Magnússonar sem var fyrirmyndin að Ljósvíkingnum. Magnús skrifaði um að finna kraftbirtingarhljóm guðdómsins í náttúrunni. Það er ekki frá Laxness komið en hann ýkir það með þessari frábæru íroníu að listamaðurinn lýsi sjálfum sér með þessum orðum: „Ég er ljós heimsins.“ Það er klikkað. Að vera listamaður er smá að ákveða það. Þetta er að segja: Það sem ég geri skiptir máli.“Úrhrak og atvinnumanneskja „Það er oft talað um að það sé ekki borin virðing fyrir listinni á Íslandi en það er ekki rétt. Það er djúp virðing fyrir listinni á Íslandi. Hitt er bara eitthvert tuð í kommentakerfum um listamannalaun einu sinni á ári sem er eins klassískt og jólin. Á Íslandi er þessi djúpa virðing fyrir ljóðskáldinu og mér finnst það að vera listamaður vera að ákveða að vera ljóðskáld. Það gerir Ísland svo æðislegt að við eigum engar fyrirmyndir í stórum herforingjum eða iðnjöfrum eða billjónamæringum. Það eru bara Jónas Hallgrímsson og Hallgrímur Pétursson – það er okkar. Fólkið sem við lítum upp til er allt skáld. Maður lærði þetta hjá Þorvaldi Þorsteinssyni í myndlistarskólanum þegar hann fór með okkur til Seyðisfjarðar um miðjan vetur. Þetta var þegar var verið að byrja að ræða Kárahnjúka og þá sagði Þorvaldur: Förum á staðinn og tölum við fólkið frekar en að tuða hérna í bænum. Hann kenndi okkur að maður getur bankað upp á hvar sem er og sagst vera myndlistarmaður og fólk er alltaf til í allt. Þetta er eins og töfraorð: Ég er listamaður. Og það opnar allar dyr og eflaust er þetta komið frá því þegar förumennirnir sem komu á bæina voru margir skáld. Það er í senn rosalega djúp fyrirlitning fyrir þessu í íslenskri menningu og á sama tíma er þetta sett á svakalegan stall. Listamaðurinn á að vera þetta úrhrak í samfélaginu og þess vegna kýs maður að gera þetta. Það er ekki endilega sjálfsfyrirlitning í því að gerast listamaður en það kemur mikil sjálfsfyrirlitning með því að vera listamaður. Af því að þú ert alltaf að segja: Ég er ljós heimsins, en svo segir rödd skynseminnar þér að þú sért óþolandi. Þetta kallast á. Ég held að þetta sé bara mannlegt. Mér finnst svo frábært það sem Ingibjörg konan mín sagði: „Að vera myndlistarmaður er að vera atvinnumanneskja.“ Það er frábært og lýsir þessu vel.“Visir/ErnirLeikari, leiktu! Þetta leiðir hugann að því fyrsta sem gestir Barbican sjá á leið sinni inn á sýningu Ragnars sem er yfirskriftin Scandinavian Pain. Og þó að verkin á sýningunni séu fjölbreytt þá má kannski segja að þarna sé að finna ákveðinn sammannlegan þráð og Ragnar þvertekur ekki fyrir það. „Já, það er eitthvað til í því. Þetta líka sýnir ágætlega hvað mér finnst gráa svæðið skemmtilegt. Andstæðurnar. Scandinavian Pain er eitthvað svo mikil lúxuseymd. Þessi hvíta forréttindahryggð og ég er hvítur miðaldra karl að tala um sársauka. Óþolandi. Einn stærsti áhrifavaldurinn í mínum verkum er alltaf Tsjekhov. Verk hans eru uppfull af þessari ljúfsáru tilfinningu sem fylgir því að vera manneskja. Það er eitthvað sem ég sæki mikið í. Ég sæki ekki endilega mikinn innblástur í leiksýningar þó mér finnist alltaf gaman að fá mér drykk í hléinu. Ég sæki innblástur í tilfinninguna af leikhúsinu, ekki endilega í einhverja sýningu, heldur því sem það er. Svo er ég með það hliðarstarf að vera þýskur leikstjóri. Er búinn að gera tvær sýningar í Volksbühne og er að fara að gera þriðju sýninguna. Volksbühne er framsækið leikhús og það leikhús sem hefur virkilega hrifið mig síðustu ár þannig að ég reyni alltaf að fara þangað ef ég er í Berlín. Þar er leikið að því að teygja tungumál listarinnar almennt og það heillar mig. Ég fæ líka algjört frelsi þar. Síðasta verk sem ég sýndi þar var Krieg, þar sem hermaður var að deyja í klukkutíma. Svona kjarni af drama með hárómantískri tónlist eftir Kjartan Sveinsson. Ég var að vinna með leikhúsið sem skúlptúr, hékk fastur við þennan hápunkt. Þennan kjarna þar sem einhver er að þjást – að deyja. Svo segir maður bara: Leikari, leiktu! En verkið hefði getað verið betra ef þetta hefði ekki verið leikið af svona afbyggingarleikara sem trúir ekki á að leika eins og Hilmir Snær – að láta áhorfendur finna til með sér. Þetta verk gekk út á afbyggingu á afbyggingu en afleiðingin var að þessi þýski leikari varð hundfúll yfir því að eiga að vera með tilfinningasemi. En mér finnst svo áhugavert á okkar tíma að setja áhorfendur inn í myrkvaðan sal í klukkutíma og segja svo: Leikari, láttu fólkið finna til!“Alltaf hræddur En það eru ekki bara þýskir leikarar sem þjást, Ragnar varð sjálfur skelfingu lostinn þegar kom að stóru sýningunni í Barbican. „Ég var svo hræddur um að þegar öll verkin væru sett saman þá yrði þetta einhvers konar flatneskja. Hræddur við það sem margir listamenn eru hræddir við – að vera bara svikahrappur, að það kæmist upp um mig. En svo var þetta alveg öfugt og sýningin hefur fengið þannig viðtökur að ég roðna. Ég hef stundum óttast að verkin mín séu bara flugeldar en þegar þau eru skoðuð svona mörg saman þá framkallast listræn yfirlýsing og það er góð tilfinning. Ég satt best að segja bjóst ekki við að þau yrðu svona fín. Mikill léttir og líka ákveðin tímamót fyrir mig. En það hvarflar aldrei að mér að hætta. Það er svo klikkað frelsi fólgið í því að vera atvinnumanneskja. Ég tók mér smá sumarfrí og nennti ekki að teikna í viku og það var notalegt en svo kom þörfin aftur. Það er bara svo geðveikt kikk að skapa. Það er svo ótrúlega áhugaverð og góð tilfinning að hrærast í sinni sköpun og annarra. Vera háður listinni.“
Menning Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira