Viðskipti innlent

Yfir 600 milljónir greiddar í veggjald

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umferð um Hvalfjarðargöngin eru meiri en gert var ráð fyrir.
Umferð um Hvalfjarðargöngin eru meiri en gert var ráð fyrir. Fréttablaðið/Pjetur
Umferð um Hvalfjarðargöng og tekjur af henni voru meiri en áætlanir fyrir fyrstu 6 mánuði rekstrarársins gerðu ráð fyrir. Gert er ráð fyrir að árið í heild verði nokkuð umfram áætlanir.

Hagnaður Spalar, sem rekur Hvalfjarðargöngin, á fyrri helmingi ársins nam 242 milljónum króna eftir skatta. Hagnaður á sama tímabili í fyrra nam 169 milljónum króna.

Veggjald nam 625 milljónum fyrstu 6 mánuði ársins til samanburðar við 533 milljónir árið áður sem er 17,3% hækkun. Rekstrarkostnaðurinn án afskrifta fyrstu 6 mánuði ársins nam 218 milljónum króna og hækkar um rúmar 27 milljónir frá árinu áður. Helstu breytingar eru vegna aukins viðhalds- og launakostnaðar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×