Viðar til Ísraels: Passaði ekki í hópinn hjá Malmö Atli Ísleifsson og Stefán Árni Pálsson skrifa 30. ágúst 2016 08:58 Jordi Cruyff og Viðar. vísir/Maccabi Tel Aviv Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar er genginn til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins en Viðar gerir fjögurra ára samning við félagið. Ísraelskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að félagið hafi lagt fram tilboð upp á 3,5 milljónir evra, jafnvirði 457 milljóna króna, í Selfyssinginn sem lék með Malmö í Svíþjóð. Viðar Örn hefur verið frábær með Malmö á tímabilinu og skorað fjórtán mörk í 20 leikjum en tímabilið er nýhafið í Ísrael og er Maccabi Tel Aviv með sex stig af níu mögulegum. Liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar í fyrra. Hann gekk í raðir Malmö frá Jiangsu Sainty í upphafi ársins en hann var áður á mála hjá Vålerenga í Noregi. Jordi Cruyff, íþróttastóri Maccabi Tel Aviv, segir að leikmaðurinn sé frábær og að félagið hafi í langan tíma reynt að semja við hann. Það séu því miklar gleðifréttir að það hafi loksins tekist. Sænska miðillinn Fotbollskanalen greinir frá því að Viðar Örn hafi átt í vandræðum með að aðlagast leikmannahópi Malmö og kunni það að hafa auðveldað forsvarsmönnum liðsins að selja hann nú. Heimildarmenn Fotbollskanalen í Malmö herma að Viðar Örn hafi átt í erfiðleikum með að passa hinn í hópinn og átt í langmestum samskiptum við Kára Árnason, miðvörð liðsins og íslenska landsliðsins. Þá á Viðar Örn að hafa verið duglegur að opinbera óánægju sína þegar knattspyrnustjórinn Allan Kuhn hefur skipt honum út af. Þetta á ekki að hafa styrkt stöðu hans innan hópsins. Viðar Örn er nú markahæstur í efstu deildinni í Svíþjóð með fjórtán mörk. Hann skrifaði í janúar undir þriggja ára samning við Malmö á þrjár milljónir sænskra króna, um 40 milljónir króna, og á Viðar Örn að hafa fengið átta milljónir sænskra króna, um 110 milljónir íslenskra króna, við það að skrifa undir. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar er genginn til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins en Viðar gerir fjögurra ára samning við félagið. Ísraelskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að félagið hafi lagt fram tilboð upp á 3,5 milljónir evra, jafnvirði 457 milljóna króna, í Selfyssinginn sem lék með Malmö í Svíþjóð. Viðar Örn hefur verið frábær með Malmö á tímabilinu og skorað fjórtán mörk í 20 leikjum en tímabilið er nýhafið í Ísrael og er Maccabi Tel Aviv með sex stig af níu mögulegum. Liðið hafnaði í fjórða sæti deildarinnar í fyrra. Hann gekk í raðir Malmö frá Jiangsu Sainty í upphafi ársins en hann var áður á mála hjá Vålerenga í Noregi. Jordi Cruyff, íþróttastóri Maccabi Tel Aviv, segir að leikmaðurinn sé frábær og að félagið hafi í langan tíma reynt að semja við hann. Það séu því miklar gleðifréttir að það hafi loksins tekist. Sænska miðillinn Fotbollskanalen greinir frá því að Viðar Örn hafi átt í vandræðum með að aðlagast leikmannahópi Malmö og kunni það að hafa auðveldað forsvarsmönnum liðsins að selja hann nú. Heimildarmenn Fotbollskanalen í Malmö herma að Viðar Örn hafi átt í erfiðleikum með að passa hinn í hópinn og átt í langmestum samskiptum við Kára Árnason, miðvörð liðsins og íslenska landsliðsins. Þá á Viðar Örn að hafa verið duglegur að opinbera óánægju sína þegar knattspyrnustjórinn Allan Kuhn hefur skipt honum út af. Þetta á ekki að hafa styrkt stöðu hans innan hópsins. Viðar Örn er nú markahæstur í efstu deildinni í Svíþjóð með fjórtán mörk. Hann skrifaði í janúar undir þriggja ára samning við Malmö á þrjár milljónir sænskra króna, um 40 milljónir króna, og á Viðar Örn að hafa fengið átta milljónir sænskra króna, um 110 milljónir íslenskra króna, við það að skrifa undir.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Sjá meira