86.761 Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Erfitt er að sjá hvernig það stenst 76. gr. stjórnarskrárinnar að langt leiddur krabbameinssjúklingur þurfi að greiða mörg hundruð þúsund krónur fyrir eigin meðferð á Landspítalanum. Þetta er vegna fyrirbæris sem kallast „kostnaðarhlutdeild sjúklinga“. Það má í raun kalla þetta hvað sem er. Það breytir því ekki að þetta er bæði siðferðislega og lögfræðilega rangt á Íslandi. Á Íslandi á stjórnarskráin að tryggja að sjúkum og meiddum sé hjúkrað til heilsu á kostnað okkar allra. Það er hluti af því að vera Íslendingur. Það er í raun dálítið athyglisvert að þeir sjúklingar sem hafa þurft að greiða mörg hundruð þúsund króna hlutdeild í eigin meðferð á Landspítalanum eða annars staðar í kerfinu hafi ekki látið reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Þessi vitund samhjálpar og stuðnings meðbræðra er inngróin í vitund Íslendinga allt síðan í íslenska þjóðveldinu. Hrepparnir pössuðu upp á fjárstyrk þegar bærinn brann. Á Íslandi hefur hins vegar skíðlogað í bænum um langa hríð og slökkvistarfið hefur gengið illa. Það er ekki síst af þessari ástæðu sem 86.761 Íslendingur lagði nafn sitt við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar á vefnum endurreisn.is Kári lagði til fjármála- og efnahagsráðherra með sverði úr þungmálmum í texta sem hann sendi frá sér um síðustu helgi. Ekki skal vikið að lýsingum Kára á ráðherranum hér heldur hinni efnislegu kröfu sem sett var fram. Kári virðist telja það svik að í fimm ára stefnu í ríkisfjármálum séu útgjöld ekki aukin til heilbrigðiskerfisins í samræmi við gefin loforð. Krafan í söfnuninni var að Alþingi myndi tryggja að útgjöld ríkisins til heilbrigðiskerfisins næmu 11 prósentum af landsframleiðslu. Þetta þýðir aukningu upp á 50 milljarða króna á ári. Hversu raunhæft er að gera kröfu um slíkt? Hinn 16. júní á þessu ári samþykkti Alþingi lög um breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem mun setja þak á útgjöld þeirra sem borga hlutdeild í eigin meðferð en lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þakið er hvergi tilgreint í lögunum og kostnaðarhlutdeild sjúklinga verður áfram til staðar en hámark hennar er ákveðið með reglugerð sem ráðherra setur. Fram kemur í umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarpið áður en það varð að lögum að kostnaður ríkissjóðs við að gera heilbrigðisþjónustu, sem lögin fjalla um, gjaldfrjálsa er eingöngu um 6,5 milljarðar króna. Það er ekkert sérstaklega há fjárhæð. Í raun eru þessi lög ekki sú gríðarlega stefnubreyting sem heilbrigðisráðherra vill meina að þau séu. Ef ráðherrann festir þakið í einni krónu gæti næsti ráðherra alltaf hækkað það. Þá á sjúklingurinn enga vörn í settum lögum. Það þarf að verða eitt af forgangsverkefnum næsta þings að taka þetta til enn frekari endurskoðunar og afleggja hlutdeildina með lögum. Eða festa þakið í lögin sjálf.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Í prentaðri útgáfu leiðarans var ranghermi um heilbrigðisþjónustu barna. Það hefur verið leiðrétt í rafrænni útgáfu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Erfitt er að sjá hvernig það stenst 76. gr. stjórnarskrárinnar að langt leiddur krabbameinssjúklingur þurfi að greiða mörg hundruð þúsund krónur fyrir eigin meðferð á Landspítalanum. Þetta er vegna fyrirbæris sem kallast „kostnaðarhlutdeild sjúklinga“. Það má í raun kalla þetta hvað sem er. Það breytir því ekki að þetta er bæði siðferðislega og lögfræðilega rangt á Íslandi. Á Íslandi á stjórnarskráin að tryggja að sjúkum og meiddum sé hjúkrað til heilsu á kostnað okkar allra. Það er hluti af því að vera Íslendingur. Það er í raun dálítið athyglisvert að þeir sjúklingar sem hafa þurft að greiða mörg hundruð þúsund króna hlutdeild í eigin meðferð á Landspítalanum eða annars staðar í kerfinu hafi ekki látið reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Þessi vitund samhjálpar og stuðnings meðbræðra er inngróin í vitund Íslendinga allt síðan í íslenska þjóðveldinu. Hrepparnir pössuðu upp á fjárstyrk þegar bærinn brann. Á Íslandi hefur hins vegar skíðlogað í bænum um langa hríð og slökkvistarfið hefur gengið illa. Það er ekki síst af þessari ástæðu sem 86.761 Íslendingur lagði nafn sitt við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar á vefnum endurreisn.is Kári lagði til fjármála- og efnahagsráðherra með sverði úr þungmálmum í texta sem hann sendi frá sér um síðustu helgi. Ekki skal vikið að lýsingum Kára á ráðherranum hér heldur hinni efnislegu kröfu sem sett var fram. Kári virðist telja það svik að í fimm ára stefnu í ríkisfjármálum séu útgjöld ekki aukin til heilbrigðiskerfisins í samræmi við gefin loforð. Krafan í söfnuninni var að Alþingi myndi tryggja að útgjöld ríkisins til heilbrigðiskerfisins næmu 11 prósentum af landsframleiðslu. Þetta þýðir aukningu upp á 50 milljarða króna á ári. Hversu raunhæft er að gera kröfu um slíkt? Hinn 16. júní á þessu ári samþykkti Alþingi lög um breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem mun setja þak á útgjöld þeirra sem borga hlutdeild í eigin meðferð en lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þakið er hvergi tilgreint í lögunum og kostnaðarhlutdeild sjúklinga verður áfram til staðar en hámark hennar er ákveðið með reglugerð sem ráðherra setur. Fram kemur í umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarpið áður en það varð að lögum að kostnaður ríkissjóðs við að gera heilbrigðisþjónustu, sem lögin fjalla um, gjaldfrjálsa er eingöngu um 6,5 milljarðar króna. Það er ekkert sérstaklega há fjárhæð. Í raun eru þessi lög ekki sú gríðarlega stefnubreyting sem heilbrigðisráðherra vill meina að þau séu. Ef ráðherrann festir þakið í einni krónu gæti næsti ráðherra alltaf hækkað það. Þá á sjúklingurinn enga vörn í settum lögum. Það þarf að verða eitt af forgangsverkefnum næsta þings að taka þetta til enn frekari endurskoðunar og afleggja hlutdeildina með lögum. Eða festa þakið í lögin sjálf.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Í prentaðri útgáfu leiðarans var ranghermi um heilbrigðisþjónustu barna. Það hefur verið leiðrétt í rafrænni útgáfu hans.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun