Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson setti nýtt vallarmet á öðrum leikdegi BMW-meistaramótsins í golfi í Bandaríkjunum í gær er hann kom í hús á níu höggum undir pari.
Dustin sem deilir forskotinu ásamt landa sínum, Robert Castro, á fjórtán höggum undir pari með þriggja högga forskot á Paul Casey.
Fékk hann alls tvo erni og fimm fugla og lék skollalaus á öðrum leikdegi eftir að hafa fengið tvo skolla á fyrsta hring.
Castro lék annan hringinn í röð á sjö höggum undir pari en hann fékk fimm fugla á fyrstu níu holunum.
Þriðji dagur BMW-meistaramótsins sem fer fram í Indiana-fylki hefst klukkan 19:00 og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni en þetta er næst síðasta mót Fedex-bikarsins.
Bætti vallarmetið og blandaði sér í toppbaráttuna
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið




Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti