Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson setti nýtt vallarmet á öðrum leikdegi BMW-meistaramótsins í golfi í Bandaríkjunum í gær er hann kom í hús á níu höggum undir pari.
Dustin sem deilir forskotinu ásamt landa sínum, Robert Castro, á fjórtán höggum undir pari með þriggja högga forskot á Paul Casey.
Fékk hann alls tvo erni og fimm fugla og lék skollalaus á öðrum leikdegi eftir að hafa fengið tvo skolla á fyrsta hring.
Castro lék annan hringinn í röð á sjö höggum undir pari en hann fékk fimm fugla á fyrstu níu holunum.
Þriðji dagur BMW-meistaramótsins sem fer fram í Indiana-fylki hefst klukkan 19:00 og er í beinni útsendingu á Golfstöðinni en þetta er næst síðasta mót Fedex-bikarsins.
