Lítil trú á Íslandsmeisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2016 08:00 Grótta hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu tvö ár. vísir/andri marinó Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, kveðst ekki vera móðgaður yfir þessari spá. „Það mátti kannski búast við þessu miðað við þá sterku pósta sem við höfum misst,“ sagði Kári í samtali við Vísi. Margir sterkir leikmenn hafa horfið á braut frá síðasta tímabili. Eva Björk Davíðsdóttir er farin til Noregs, Anett Köbli, Íris Björk Símonardóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir hættar og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í fríi frá handbolta og óvíst hvenær eða hvort hún snýr aftur. Með brotthvarfi Evu Margrétar og Önnu Úrsúlu er miðjublokkin í 6-0 vörn Gróttu farin. Til að bregðast við þessu eru Seltirningar farnir að spila nýja vörn. „Við erum farnar að spila aðra týpu af vörn, framliggjandi 3-2-1 vörn. Við spiluðum hana í Meistarakeppninni og það byrjaði ágætlega. Við erum með fína leikmenn í þá vörn. Það hressir upp á leikmenn og mig sem þjálfara að breyta aðeins til,“ sagði Kári. „Ég er svolítið spenntur fyrir þessu varnarafbrigði. Kalli Erlings, nýi aðstoðarþjálfarinn minn, er að setja það inn og hann á líka eftir að fínpússa ýmsa þætti í sóknarleiknum.“Kári segir erfitt að meta styrkleika Gróttuliðsins eins og staðan er núna.vísir/ernirÍris Björk skilur einnig eftir sig stórt skarð enda átti hún sennilega sitt allra besta tímabil í fyrra. Hin 18 ára Selma Þóra Jóhannsdóttir varði mark Gróttu í Meistarakeppninni en Kári segir að markvörður frá Litháen sé á leiðinni á Nesið. „Selma stóð sig vel í þessum títtnefnda leik en hefur kannski ekki nógu mikla reynslu. Ég held að hún þurfi annan markvörð með sér á sínu fyrsta ári í meistaraflokki,“ sagði Kári. Grótta er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en hvaða markmið hafa Seltirningar sett sér fyrir þetta tímabil? „Það er rosalega erfitt fyrir mig að segja. Ég hef séð svo lítið og liðið mitt er líka breytt. En ég er spenntur fyrir stærra hlutverki hjá yngri leikmönnum. Ef við tökum t.d. Lovísu [Thompson], sem spilaði kannski ekki alltaf mikið í fyrra, en verður núna í algjöru burðarhlutverki,“ sagði Kári. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í vetur. Liðum í Olís-deildinni var fækkað úr 14 í átta og aðeins fjögur lið komast í úrslitakeppnina. Kári kveðst ánægður með þessa breytingu. „Ég hef alltaf talað mikið fyrir þessu og finnst þetta vera til framdráttar, bæði fyrir leikmenn sem spila í Olís-deildinni og ekki síst þeirri fyrstu. Þeir spila núna hörkuleiki á móti liðum sem eru svipuð að getu,“ sagði Kári. „Ég er spenntur fyrir þessu. Þetta verður öðruvísi, að fara í hvern einasta leik sem er upp á líf og dauða. Í fyrra vissi maður stundum hvernig leikurinn færi eftir 10 mínútur. Það er engum greiði gerður með slíkum leikjum.“Grótta mætir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik sínum í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild kvenna Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna í Olís-deild kvenna virðast ekki hafa mikla trú á Íslandsmeisturum Gróttu og spáðu liðinu í 5. sæti. Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, kveðst ekki vera móðgaður yfir þessari spá. „Það mátti kannski búast við þessu miðað við þá sterku pósta sem við höfum misst,“ sagði Kári í samtali við Vísi. Margir sterkir leikmenn hafa horfið á braut frá síðasta tímabili. Eva Björk Davíðsdóttir er farin til Noregs, Anett Köbli, Íris Björk Símonardóttir og Eva Margrét Kristinsdóttir hættar og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er í fríi frá handbolta og óvíst hvenær eða hvort hún snýr aftur. Með brotthvarfi Evu Margrétar og Önnu Úrsúlu er miðjublokkin í 6-0 vörn Gróttu farin. Til að bregðast við þessu eru Seltirningar farnir að spila nýja vörn. „Við erum farnar að spila aðra týpu af vörn, framliggjandi 3-2-1 vörn. Við spiluðum hana í Meistarakeppninni og það byrjaði ágætlega. Við erum með fína leikmenn í þá vörn. Það hressir upp á leikmenn og mig sem þjálfara að breyta aðeins til,“ sagði Kári. „Ég er svolítið spenntur fyrir þessu varnarafbrigði. Kalli Erlings, nýi aðstoðarþjálfarinn minn, er að setja það inn og hann á líka eftir að fínpússa ýmsa þætti í sóknarleiknum.“Kári segir erfitt að meta styrkleika Gróttuliðsins eins og staðan er núna.vísir/ernirÍris Björk skilur einnig eftir sig stórt skarð enda átti hún sennilega sitt allra besta tímabil í fyrra. Hin 18 ára Selma Þóra Jóhannsdóttir varði mark Gróttu í Meistarakeppninni en Kári segir að markvörður frá Litháen sé á leiðinni á Nesið. „Selma stóð sig vel í þessum títtnefnda leik en hefur kannski ekki nógu mikla reynslu. Ég held að hún þurfi annan markvörð með sér á sínu fyrsta ári í meistaraflokki,“ sagði Kári. Grótta er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en hvaða markmið hafa Seltirningar sett sér fyrir þetta tímabil? „Það er rosalega erfitt fyrir mig að segja. Ég hef séð svo lítið og liðið mitt er líka breytt. En ég er spenntur fyrir stærra hlutverki hjá yngri leikmönnum. Ef við tökum t.d. Lovísu [Thompson], sem spilaði kannski ekki alltaf mikið í fyrra, en verður núna í algjöru burðarhlutverki,“ sagði Kári. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í vetur. Liðum í Olís-deildinni var fækkað úr 14 í átta og aðeins fjögur lið komast í úrslitakeppnina. Kári kveðst ánægður með þessa breytingu. „Ég hef alltaf talað mikið fyrir þessu og finnst þetta vera til framdráttar, bæði fyrir leikmenn sem spila í Olís-deildinni og ekki síst þeirri fyrstu. Þeir spila núna hörkuleiki á móti liðum sem eru svipuð að getu,“ sagði Kári. „Ég er spenntur fyrir þessu. Þetta verður öðruvísi, að fara í hvern einasta leik sem er upp á líf og dauða. Í fyrra vissi maður stundum hvernig leikurinn færi eftir 10 mínútur. Það er engum greiði gerður með slíkum leikjum.“Grótta mætir ÍBV í Eyjum í fyrsta leik sínum í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn