Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2016 18:05 Veiðistaðurinn Krókódíll í Langá á Mýrum Mynd: KL Nú líður að lokum veiðitímans og fyrstu árnar að loka fyrir veiði en skilyrðin síðustu daga hafa verið afar erfið í flestum ánum. Það sem stendur upp úr tölunum fyrir veiði síðustu viku er vikuveiði yfir 1.000 laxa í Ytri Rangá en þar er mokveiði eftir að maðkur og spúnn fór að verða leyfilegt. Það er mikill lax í ánni og hún á eftir að fara hærra en þetta. Laxá í Dölum og Laxá í Aðaldal eru komnar yfir 1.000 laxa og þá eru það tíu ár í það heila sem eru komnar yfir 1.000 laxa múrinn. Skilyrðin halda áfram að vera erfið í ánum á vesturlandi og það virðist ekki vera nægileg úrkoma í kortunum til að lyfta veiðiánum mikið upp en þó vonandi nóg til að hrista aðeins upp í hlutunum og gefa gott haustskot enda eiga árnar það flestar inni því það er ekki laxaskortur í þeim flestum. Hér fyrir neðan er topp tíu listinn yfir aflahæstu veiðiárnar á landinu en listann í heild sinni má finna á www.angling.isYtri Rangá - 7.428 Miðfjarðará - 3.677 Eystri Rangá - 2.976 Blanda - 2.330 Þverá/Kjarrá - 1.808 Norðurá - 1.297 Haffjarðará - 1.218 Langá - 1.159 Laxá í Aðaldal - 1.075 Laxá í Dölum - 1.021 Mest lesið Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Gamla metið slegið tvöfalt Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði
Nú líður að lokum veiðitímans og fyrstu árnar að loka fyrir veiði en skilyrðin síðustu daga hafa verið afar erfið í flestum ánum. Það sem stendur upp úr tölunum fyrir veiði síðustu viku er vikuveiði yfir 1.000 laxa í Ytri Rangá en þar er mokveiði eftir að maðkur og spúnn fór að verða leyfilegt. Það er mikill lax í ánni og hún á eftir að fara hærra en þetta. Laxá í Dölum og Laxá í Aðaldal eru komnar yfir 1.000 laxa og þá eru það tíu ár í það heila sem eru komnar yfir 1.000 laxa múrinn. Skilyrðin halda áfram að vera erfið í ánum á vesturlandi og það virðist ekki vera nægileg úrkoma í kortunum til að lyfta veiðiánum mikið upp en þó vonandi nóg til að hrista aðeins upp í hlutunum og gefa gott haustskot enda eiga árnar það flestar inni því það er ekki laxaskortur í þeim flestum. Hér fyrir neðan er topp tíu listinn yfir aflahæstu veiðiárnar á landinu en listann í heild sinni má finna á www.angling.isYtri Rangá - 7.428 Miðfjarðará - 3.677 Eystri Rangá - 2.976 Blanda - 2.330 Þverá/Kjarrá - 1.808 Norðurá - 1.297 Haffjarðará - 1.218 Langá - 1.159 Laxá í Aðaldal - 1.075 Laxá í Dölum - 1.021
Mest lesið Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Gamla metið slegið tvöfalt Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði