Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Ritstjórn skrifar 8. september 2016 15:00 GLAMOUR/GETTY Leikkonan, fatahönnuðurinn, fyrirsætan og nú leikstjórinn Chloë Sevigny er á leið til landsins en hún verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í október. Sevigny sýnir fyrstu stuttmynd sína á RIFF en myndin heitir Kitty og fjallar um unga stúlku sem dreymir um að breytast í kettling. Hún verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni í Bíó Paradís. Hún hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri og af mörgum talin ein svalasta konan í Hollywood. Hún lék í myndinni Kids sem kom henni rækilegi á kortið og var valin „The It girl“af tímaritinu The New Yorker árið 1994. Síðan þá hefur hún leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarspsþáttum, unnið sem fyrirsæta, fatahönnuður og barist fyrir jafnrétti kynjanna í kvikmyndabransanum í Hollywood. Sevigny er þekkt fyrir einstakan stíl sinn og hefur verið fyrirmynd margra í gegnum árin þegar það kemur að stíl og klæðnaði. Í tilefni komu þessarar tískudrottningar til landsins tók Glamour saman nokkrar vel valdar tískustundir í gegnum árin hjá þessari ofur svölu konu.glamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/getty RIFF Mest lesið Gucci opnar fínan veitingastað Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Balenciaga boðar endurkomu axlapúðanna Glamour Lily Rose Depp frumsýnir nýju Chanel No.5 auglýsinguna Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Kendall klæddist sama kjól og Paris Hilton í 21 árs afmælinu Glamour Lifandi gínur í sumarfjöri Gottu Glamour
Leikkonan, fatahönnuðurinn, fyrirsætan og nú leikstjórinn Chloë Sevigny er á leið til landsins en hún verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í október. Sevigny sýnir fyrstu stuttmynd sína á RIFF en myndin heitir Kitty og fjallar um unga stúlku sem dreymir um að breytast í kettling. Hún verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni í Bíó Paradís. Hún hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri og af mörgum talin ein svalasta konan í Hollywood. Hún lék í myndinni Kids sem kom henni rækilegi á kortið og var valin „The It girl“af tímaritinu The New Yorker árið 1994. Síðan þá hefur hún leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarspsþáttum, unnið sem fyrirsæta, fatahönnuður og barist fyrir jafnrétti kynjanna í kvikmyndabransanum í Hollywood. Sevigny er þekkt fyrir einstakan stíl sinn og hefur verið fyrirmynd margra í gegnum árin þegar það kemur að stíl og klæðnaði. Í tilefni komu þessarar tískudrottningar til landsins tók Glamour saman nokkrar vel valdar tískustundir í gegnum árin hjá þessari ofur svölu konu.glamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/getty
RIFF Mest lesið Gucci opnar fínan veitingastað Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Balenciaga boðar endurkomu axlapúðanna Glamour Lily Rose Depp frumsýnir nýju Chanel No.5 auglýsinguna Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Kendall klæddist sama kjól og Paris Hilton í 21 árs afmælinu Glamour Lifandi gínur í sumarfjöri Gottu Glamour