Freyr: Fullur völlur myndi senda skýr skilaboð Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2016 06:00 Freyr á blaðamannafundinum í dag ásamt aðstoðarmanni sínum Ásmundi Haraldssyni. vísir/stefán Tvær breytingar eru á leikmannahópi kvennalandsliðsins í fótbolta sem mætir Slóveníu og Skotlandi í síðustu leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Leikurinn gegn Slóvenum, sem Ísland vann 6-0 ytra, verður föstudaginn 16. september en þar geta stelpurnar okkar endanlega tryggt sér sæti á EM 2017 í Hollandi. Ísland er hænufeti frá því að komast á lokamótið en til þess þarf liðið aðeins eitt stig. Líkurnar á að íslenska liðið tryggi sig á EM annan föstudag eru yfirgnæfandi, með fullri virðingu fyrir Slóvenum, og Freyr Alexanderssonlandsliðsþjálfari vill sjá fullan völl fagna með stelpunum. Að minnsta kosti ekkert minna en áhorfendamet. „Mér er mjög annt um þetta núna,“ segir Freyr við Fréttablaðið.Yrðu skýr skilaboð „Ég hef einhvern tíma nefnt þetta og leikmenn hafa líka gert það í mörg ár en mér er virkilega annt um þetta að þessu sinni. Við verðum að ná að skapa umgjörð sem er nálægt því að vera lík þeirri sem er í lokakeppninni og besta umhverfi sem við getum fengið er fullur völlur hér heima og stuðningurinn sem fylgir því,“ segir Freyr en hæpið er að skapa svipaða stemningu í vináttuleikjunum sem verða svo spilaðir fram að EM. Að fylla völlinn þegar stelpurnar landa farseðlinum á þriðja Evrópumótið í röð yrði líka meira en bara að segja það að mati Freys. „Ef við náum að fylla völlinn verður það gríðarlegur innblástur fyrir alla sem koma að liðinu; leikmenn, þjálfara, starfsliðið og allt sambandið. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því að ef þetta tekst þá erum við að senda skýr skilaboð út í heiminn um hversu alvarlega Ísland tekur kvennafótbolta,“ segir Freyr.Fagnað þennan föstudag Íslenska liðið er miklu betra en það slóvenska eins og úrslitin ytra sýndu en Freyr segir slóvenska liðið betra en úrslitin gefa til kynna. Stelpurnar okkar spiluðu einfaldlega frábæran leik á móti þeim slóvensku úti. Hann harðbannar allt kæruleysi og vill klára verkefnið með stæl. „Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef við nálgumst þennan leik á annan hátt en faglega. Það hefur verið okkar einkenni að nálgast hvern einasta leik með flottu hugarfari. Það kemur ekki til greina að gera þetta með hálfum huga. Við ætlum að bjóða upp á toppleik og góða skemmtun á móti liði sem getur meitt okkur. Það fær bara ekki að gera það. Við ætlum að klára þetta og fagna því saman að vera komin á lokamót,“ segir Freyr.Harpa út – Dóra inn Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður undankeppninnar, er barnshafandi og var ekki valin. „Það kom ekki til greina að velja hana þótt hún hafi spilað um daginn. Það var bara ekki til umræðu. Við munum fylgjast með meðgöngunni en setjum enga pressu á hana. Við ætlum ekki að vera með einhvern Hörpu-draug vofandi yfir okkur,“ segir Freyr um markaskorarann en Berglind Björg Þorvaldsdóttir fær traustið í hennar stað. Berglind hefur ekki enn skorað fyrir landsliðið. Dóra María Lárusdóttir snýr aftur í landsliðið eftir tveggja ára fjarveru en hún tók sér ársfrí í fyrra. „Við erum búin að ræða málin vel. Ég talaði ekkert við hana þegar ég valdi síðasta hóp og það var viljandi. Ég vildi gá hvort ég myndi kveikja í einhverju í hausnum á henni sem það og gerði. Hún var brjáluð yfir því að ég talaði ekki við hana. Eldmóðurinn er til staðar hjá henni sem er gott því við vitum hvað hún er góð í fótbolta,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr um Hörpu: Ég er að missa leikmann og er svekktur með það | Myndband Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og missir því af EM í Hollandi næsta sumar. 7. september 2016 19:00 Reyndi viljandi að kveikja neista hjá Dóru Maríu sem varð brjáluð Freyr Alexandersson vildi sjá hvort eldmóðurinn væri til staðar hjá Dóru Maríu Lárusdóttur og hann er sannfærður. 7. september 2016 16:20 Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Tvær breytingar eru á leikmannahópi kvennalandsliðsins í fótbolta sem mætir Slóveníu og Skotlandi í síðustu leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. Leikurinn gegn Slóvenum, sem Ísland vann 6-0 ytra, verður föstudaginn 16. september en þar geta stelpurnar okkar endanlega tryggt sér sæti á EM 2017 í Hollandi. Ísland er hænufeti frá því að komast á lokamótið en til þess þarf liðið aðeins eitt stig. Líkurnar á að íslenska liðið tryggi sig á EM annan föstudag eru yfirgnæfandi, með fullri virðingu fyrir Slóvenum, og Freyr Alexanderssonlandsliðsþjálfari vill sjá fullan völl fagna með stelpunum. Að minnsta kosti ekkert minna en áhorfendamet. „Mér er mjög annt um þetta núna,“ segir Freyr við Fréttablaðið.Yrðu skýr skilaboð „Ég hef einhvern tíma nefnt þetta og leikmenn hafa líka gert það í mörg ár en mér er virkilega annt um þetta að þessu sinni. Við verðum að ná að skapa umgjörð sem er nálægt því að vera lík þeirri sem er í lokakeppninni og besta umhverfi sem við getum fengið er fullur völlur hér heima og stuðningurinn sem fylgir því,“ segir Freyr en hæpið er að skapa svipaða stemningu í vináttuleikjunum sem verða svo spilaðir fram að EM. Að fylla völlinn þegar stelpurnar landa farseðlinum á þriðja Evrópumótið í röð yrði líka meira en bara að segja það að mati Freys. „Ef við náum að fylla völlinn verður það gríðarlegur innblástur fyrir alla sem koma að liðinu; leikmenn, þjálfara, starfsliðið og allt sambandið. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því að ef þetta tekst þá erum við að senda skýr skilaboð út í heiminn um hversu alvarlega Ísland tekur kvennafótbolta,“ segir Freyr.Fagnað þennan föstudag Íslenska liðið er miklu betra en það slóvenska eins og úrslitin ytra sýndu en Freyr segir slóvenska liðið betra en úrslitin gefa til kynna. Stelpurnar okkar spiluðu einfaldlega frábæran leik á móti þeim slóvensku úti. Hann harðbannar allt kæruleysi og vill klára verkefnið með stæl. „Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum ef við nálgumst þennan leik á annan hátt en faglega. Það hefur verið okkar einkenni að nálgast hvern einasta leik með flottu hugarfari. Það kemur ekki til greina að gera þetta með hálfum huga. Við ætlum að bjóða upp á toppleik og góða skemmtun á móti liði sem getur meitt okkur. Það fær bara ekki að gera það. Við ætlum að klára þetta og fagna því saman að vera komin á lokamót,“ segir Freyr.Harpa út – Dóra inn Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður undankeppninnar, er barnshafandi og var ekki valin. „Það kom ekki til greina að velja hana þótt hún hafi spilað um daginn. Það var bara ekki til umræðu. Við munum fylgjast með meðgöngunni en setjum enga pressu á hana. Við ætlum ekki að vera með einhvern Hörpu-draug vofandi yfir okkur,“ segir Freyr um markaskorarann en Berglind Björg Þorvaldsdóttir fær traustið í hennar stað. Berglind hefur ekki enn skorað fyrir landsliðið. Dóra María Lárusdóttir snýr aftur í landsliðið eftir tveggja ára fjarveru en hún tók sér ársfrí í fyrra. „Við erum búin að ræða málin vel. Ég talaði ekkert við hana þegar ég valdi síðasta hóp og það var viljandi. Ég vildi gá hvort ég myndi kveikja í einhverju í hausnum á henni sem það og gerði. Hún var brjáluð yfir því að ég talaði ekki við hana. Eldmóðurinn er til staðar hjá henni sem er gott því við vitum hvað hún er góð í fótbolta,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Freyr um Hörpu: Ég er að missa leikmann og er svekktur með það | Myndband Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og missir því af EM í Hollandi næsta sumar. 7. september 2016 19:00 Reyndi viljandi að kveikja neista hjá Dóru Maríu sem varð brjáluð Freyr Alexandersson vildi sjá hvort eldmóðurinn væri til staðar hjá Dóru Maríu Lárusdóttur og hann er sannfærður. 7. september 2016 16:20 Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Freyr um Hörpu: Ég er að missa leikmann og er svekktur með það | Myndband Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og missir því af EM í Hollandi næsta sumar. 7. september 2016 19:00
Reyndi viljandi að kveikja neista hjá Dóru Maríu sem varð brjáluð Freyr Alexandersson vildi sjá hvort eldmóðurinn væri til staðar hjá Dóru Maríu Lárusdóttur og hann er sannfærður. 7. september 2016 16:20
Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti