Einkunnir íslenska liðsins | Kári maður leiksins 5. september 2016 20:40 Kári Árnason í leiknum í Kænugarði í kvöld. Vísir/Getty Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í Kænugarði í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 í kvöld. Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir snemma leiks en Andriy Yarmalenko jafnaði fyrir Úkraínu menn í fyrri hálfleik. Íslendingar fengu færi til að bæta við mörkum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Úkraínumenn voru öflugri í síðari hálfleik og fengu gullið tækifæri til að tryggja sér sigur en Yevhen Konoplyanka skaut í utanverða stöngina og framhjá úr vítaspyrnu. Vísir lagði mat á frammistöðu íslensku leikmannanna og má lesa það hér fyrir neðan:Markvörður:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Átti í nokkrum vandræðum með skot langt utan af velli þar sem hann sló boltann í tvígang beint út í teiginn. Leiddi til jöfnunarmarks Úkraínu. Bjargaði vel í tvígang í síðari hálfleiknum.Varnarmenn:Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Fékk erfitt verkefni að gæta Konoplyanka en hélt yfirvegun allan leikinn og varðist vel. Ávallt vel staðsettur.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Öryggið uppmálað í vörninni. Gaf tóninn snemma og ákveðinn í öllum sínum aðgerðum. Hefur skilað boltanum betur frá sér fram völlinn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Heldur uppteknum hætti frá EM. Fastur fyrir og las sóknarleik Úkraínumanna vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Átti í basli með stjörnu Úkraínu framan af leik. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Miðjumenn:Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Duglegur líkt og allir leikmenn íslenska liðsins en lítið kom úr sóknaraðgerðum hans.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Lykilmaður á miðjunni, þar sem hann vann ófáa bolta. Var duglegur að vinna til baka og hjálpa íslensku vörninni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hljóp manna mest eins og áður. Vann boltann ítrekað á mikilvægum augnablikum. Tókst ekki að stýra sóknarleiknum nógu vel í síðari hálfleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Lagði upp mark Íslands með sniðugri sendingu, vann vel fyrir liðið en náði lítið að stimpla sig inn í sóknarleik Íslands. Lítið með í síðari hálfleik þegar okkar menn áttu erfitt uppdráttar fram á við.Sóknarmenn:Jón Daði Böðvarsson 7 Duglegur sem fyrr og gerði varnarmönnum Úkraínu lífið leitt. en klaufi að skora ekki úr tveimur færum í sömu sókninni í fyrri hálfleik.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Var frábær í upphafi leiks og gerði vel í markinu sem hann skoraði og lagði upp frábært færi fyrir Jón Daða. Gekk þó illa að láta reyna á markvörð Úkraínu.Varamenn:Hörður Björgvin Magnússon 5 (Kom inn á fyrir Ara Frey á 39. mínútu) Gekk erfiðlega að finna taktinn og skilaði boltanum oft illa af sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Braut af sér þegar Úkraína fékk vítaspyrnu.Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Jóhann á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í Kænugarði í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 í kvöld. Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir snemma leiks en Andriy Yarmalenko jafnaði fyrir Úkraínu menn í fyrri hálfleik. Íslendingar fengu færi til að bæta við mörkum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Úkraínumenn voru öflugri í síðari hálfleik og fengu gullið tækifæri til að tryggja sér sigur en Yevhen Konoplyanka skaut í utanverða stöngina og framhjá úr vítaspyrnu. Vísir lagði mat á frammistöðu íslensku leikmannanna og má lesa það hér fyrir neðan:Markvörður:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Átti í nokkrum vandræðum með skot langt utan af velli þar sem hann sló boltann í tvígang beint út í teiginn. Leiddi til jöfnunarmarks Úkraínu. Bjargaði vel í tvígang í síðari hálfleiknum.Varnarmenn:Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Fékk erfitt verkefni að gæta Konoplyanka en hélt yfirvegun allan leikinn og varðist vel. Ávallt vel staðsettur.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Öryggið uppmálað í vörninni. Gaf tóninn snemma og ákveðinn í öllum sínum aðgerðum. Hefur skilað boltanum betur frá sér fram völlinn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Heldur uppteknum hætti frá EM. Fastur fyrir og las sóknarleik Úkraínumanna vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Átti í basli með stjörnu Úkraínu framan af leik. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Miðjumenn:Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Duglegur líkt og allir leikmenn íslenska liðsins en lítið kom úr sóknaraðgerðum hans.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Lykilmaður á miðjunni, þar sem hann vann ófáa bolta. Var duglegur að vinna til baka og hjálpa íslensku vörninni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hljóp manna mest eins og áður. Vann boltann ítrekað á mikilvægum augnablikum. Tókst ekki að stýra sóknarleiknum nógu vel í síðari hálfleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Lagði upp mark Íslands með sniðugri sendingu, vann vel fyrir liðið en náði lítið að stimpla sig inn í sóknarleik Íslands. Lítið með í síðari hálfleik þegar okkar menn áttu erfitt uppdráttar fram á við.Sóknarmenn:Jón Daði Böðvarsson 7 Duglegur sem fyrr og gerði varnarmönnum Úkraínu lífið leitt. en klaufi að skora ekki úr tveimur færum í sömu sókninni í fyrri hálfleik.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Var frábær í upphafi leiks og gerði vel í markinu sem hann skoraði og lagði upp frábært færi fyrir Jón Daða. Gekk þó illa að láta reyna á markvörð Úkraínu.Varamenn:Hörður Björgvin Magnússon 5 (Kom inn á fyrir Ara Frey á 39. mínútu) Gekk erfiðlega að finna taktinn og skilaði boltanum oft illa af sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Braut af sér þegar Úkraína fékk vítaspyrnu.Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Jóhann á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00