Mamma skilur allt 3. september 2016 07:00 Samskipti ungra karlmanna við móður sína hafa löngum verið viðfangsefni skálda og sálkönnuða. Sigmund Freud hélt því fram að margir karlmenn væru ástfangnir af móður sinni og vildu föður sinn feigan. Í Íslendingasögum er fjallað um flókið samband Grettis Ásmundssonar við móður sína, Ásdísi á Bjargi. Grettir var ofstopamaður sem allir hræddust en sjálfur óttaðist hann engan nema móður sína. Sama má segja um siðblindingjann Skarphéðin Njálsson. Gagnvart Bergþóru móður sinni var hann eins og smástrákur með vonda samvisku. Gunnar á Hlíðarenda var ákaflega taugaóstyrkur í samskiptum við móður sína, Rannveigu. Kannski voru þessir piltar illa haldnir af freudískri Ödipusarduld sem menn voru ekki farnir að greina. Á dögunum fagnaði bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte Ólympíugulli í Ríó með félögum sínum. Þeir voru ölvaðir og lentu í ryskingum við heimamenn. Lochte sagði eftir á að vopnaðir ræningjar hefðu ráðist á þá og rænt. Þetta vakti gífurlega athygli. Smám saman kom þó ljós að Lochte og félagar lugu upp sögunni. Milliríkjakrísa var í uppsiglingu þar til gestgjafarnir voru beðnir afsökunar á lygum þessara pörupilta. Skýringin er talin sú að Lochte vildi ekki að mamma hans frétti að hann hefði verið fullur að slást við öryggisverði. Hann laug til um atburðarásina til að mamma yrði ekki sár. Freud hefði sennilega sagt að Lochte væri sjúklega hræddur við móður sína og vildi allt til þess vinna að hún tæki hann á kné sér, fyrirgæfi allt, umbæri allt og klappaði honum á kollinn. Litlir drengir, sundkappar og íslenskar fornhetjur eiga allir þennan draum og eru tilbúnir að ljúga hverju sem er svo að mamma verði ekki reið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Samskipti ungra karlmanna við móður sína hafa löngum verið viðfangsefni skálda og sálkönnuða. Sigmund Freud hélt því fram að margir karlmenn væru ástfangnir af móður sinni og vildu föður sinn feigan. Í Íslendingasögum er fjallað um flókið samband Grettis Ásmundssonar við móður sína, Ásdísi á Bjargi. Grettir var ofstopamaður sem allir hræddust en sjálfur óttaðist hann engan nema móður sína. Sama má segja um siðblindingjann Skarphéðin Njálsson. Gagnvart Bergþóru móður sinni var hann eins og smástrákur með vonda samvisku. Gunnar á Hlíðarenda var ákaflega taugaóstyrkur í samskiptum við móður sína, Rannveigu. Kannski voru þessir piltar illa haldnir af freudískri Ödipusarduld sem menn voru ekki farnir að greina. Á dögunum fagnaði bandaríski sundmaðurinn Ryan Lochte Ólympíugulli í Ríó með félögum sínum. Þeir voru ölvaðir og lentu í ryskingum við heimamenn. Lochte sagði eftir á að vopnaðir ræningjar hefðu ráðist á þá og rænt. Þetta vakti gífurlega athygli. Smám saman kom þó ljós að Lochte og félagar lugu upp sögunni. Milliríkjakrísa var í uppsiglingu þar til gestgjafarnir voru beðnir afsökunar á lygum þessara pörupilta. Skýringin er talin sú að Lochte vildi ekki að mamma hans frétti að hann hefði verið fullur að slást við öryggisverði. Hann laug til um atburðarásina til að mamma yrði ekki sár. Freud hefði sennilega sagt að Lochte væri sjúklega hræddur við móður sína og vildi allt til þess vinna að hún tæki hann á kné sér, fyrirgæfi allt, umbæri allt og klappaði honum á kollinn. Litlir drengir, sundkappar og íslenskar fornhetjur eiga allir þennan draum og eru tilbúnir að ljúga hverju sem er svo að mamma verði ekki reið.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun