Hjálmar Bogi sækist eftir 2.-4. sæti Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2016 14:26 Hjálmar Bogi Hafliðason. Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og varaþingmaður, hefur boðið sig fram í 2.-4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í tilkynningu frá Hjálmari Boga segir hann að á Íslandi eigi allir að geta haft það gott. „Við búum í samfélagi sem einkennist af fámenni, kærleika á raunastundu og óþrjótandi tækifærum. Við höfum byggt upp samfélag sem önnur vilja líkjast. En við viljum öll gera okkar góða land enn betra. Það á að vera verkefni okkar allra, í anda hugsjóna okkar um samvinnu og félagshyggju. Ég hef verið kennari í rúman áratug. Í starfi mínu hef ég hitt fjölda ólíkra einstaklinga með ólíka sýn á lífið. Lykillinn að jákvæðum breytingum á samfélaginu er að hlúa einsog hægt er að menntun unga fólksins okkar, frá leikskóla til háskóla. Þá gildir einu hvort menn vilja verða hönnuðir, læknar, píparar – eða bændur. Öll störf skipta máli. Virðingu fyrir ólíkum störfum þarf að kenna og tileinka sér. Við þurfum að lyfta undir nýsköpunar- og tæknimenntun. Mér er sérlega hugleikið að hefja verknám til vegs og virðingar. Til að byggja upp gott menntakerfi og velferðarsamfélag þarf hins vegar fjármuni. Til að skapa fjármuni þarf störf. Grundvöllur þeirra er stöðugleiki. Til að skapa stöðugleika þarf jöfnuð. Öðruvísi náum við ekki jafnvægi með áherslu á heildarhagsmuni umfram sérhagsmuni. Við erum sameiginlega ábyrg fyrir gæfu hvers annars. Það er hin gamla samvinnuhugsjón okkar Framsóknarmanna enda mannlegt samfélag, mannanna verk. Samgöngur og fjarskipti eru lykilatriði til að tryggja jafnræði óháð búsetu. Einstaklingurinn á að hafa frelsi til að velja hvar hann býr. Við þurfum að skapa innviði sem gera honum það kleift. Hann þarf að komast heim og heiman í krafti góðra samgangna. Hann þarf tengsl við umheiminn um fyrsta flokks fjarskipti. Sanngjarnt skattkerfi er lykillinn að uppbyggingu innviða sem stuðla að jafnræði og jöfnuði. Skynsamleg nýting auðlinda og orku með komandi kynslóðir í huga hefur alltaf verið eitt af leiðarljósum okkar Framsóknarmanna. Allar ákvarðanir okkar hafa áhrif; einhvers staðar, á einhverjum tíma! Ísland á alþjóðavísu í samfélagi þjóðanna er spennandi viðfangsefni. Við lifum í breyttum heimi á einni Jörð og tækifæri til að miðla af reynslu okkar á sviði tækni, hreinnar matvælaframleiðslu og verndun lands eru einstök. Ég vil að Íslendingar verði í fararbroddi á því sviði. Auk þess að vera kennari hef ég fjölþættan bakgrunn. Var bæjarfulltrúi í Norðurþingi. Ég er virkur þátttakandi í starfi Leikfélags Húsavíkur, sit í svæðisstjórn björgunarsveitanna, er formaður Golfklúbbs Húsavíkur – og ég syng í kirkjukórnum!“ segir í tilkynningunni frá Hjálmari Boga. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og varaþingmaður, hefur boðið sig fram í 2.-4. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í tilkynningu frá Hjálmari Boga segir hann að á Íslandi eigi allir að geta haft það gott. „Við búum í samfélagi sem einkennist af fámenni, kærleika á raunastundu og óþrjótandi tækifærum. Við höfum byggt upp samfélag sem önnur vilja líkjast. En við viljum öll gera okkar góða land enn betra. Það á að vera verkefni okkar allra, í anda hugsjóna okkar um samvinnu og félagshyggju. Ég hef verið kennari í rúman áratug. Í starfi mínu hef ég hitt fjölda ólíkra einstaklinga með ólíka sýn á lífið. Lykillinn að jákvæðum breytingum á samfélaginu er að hlúa einsog hægt er að menntun unga fólksins okkar, frá leikskóla til háskóla. Þá gildir einu hvort menn vilja verða hönnuðir, læknar, píparar – eða bændur. Öll störf skipta máli. Virðingu fyrir ólíkum störfum þarf að kenna og tileinka sér. Við þurfum að lyfta undir nýsköpunar- og tæknimenntun. Mér er sérlega hugleikið að hefja verknám til vegs og virðingar. Til að byggja upp gott menntakerfi og velferðarsamfélag þarf hins vegar fjármuni. Til að skapa fjármuni þarf störf. Grundvöllur þeirra er stöðugleiki. Til að skapa stöðugleika þarf jöfnuð. Öðruvísi náum við ekki jafnvægi með áherslu á heildarhagsmuni umfram sérhagsmuni. Við erum sameiginlega ábyrg fyrir gæfu hvers annars. Það er hin gamla samvinnuhugsjón okkar Framsóknarmanna enda mannlegt samfélag, mannanna verk. Samgöngur og fjarskipti eru lykilatriði til að tryggja jafnræði óháð búsetu. Einstaklingurinn á að hafa frelsi til að velja hvar hann býr. Við þurfum að skapa innviði sem gera honum það kleift. Hann þarf að komast heim og heiman í krafti góðra samgangna. Hann þarf tengsl við umheiminn um fyrsta flokks fjarskipti. Sanngjarnt skattkerfi er lykillinn að uppbyggingu innviða sem stuðla að jafnræði og jöfnuði. Skynsamleg nýting auðlinda og orku með komandi kynslóðir í huga hefur alltaf verið eitt af leiðarljósum okkar Framsóknarmanna. Allar ákvarðanir okkar hafa áhrif; einhvers staðar, á einhverjum tíma! Ísland á alþjóðavísu í samfélagi þjóðanna er spennandi viðfangsefni. Við lifum í breyttum heimi á einni Jörð og tækifæri til að miðla af reynslu okkar á sviði tækni, hreinnar matvælaframleiðslu og verndun lands eru einstök. Ég vil að Íslendingar verði í fararbroddi á því sviði. Auk þess að vera kennari hef ég fjölþættan bakgrunn. Var bæjarfulltrúi í Norðurþingi. Ég er virkur þátttakandi í starfi Leikfélags Húsavíkur, sit í svæðisstjórn björgunarsveitanna, er formaður Golfklúbbs Húsavíkur – og ég syng í kirkjukórnum!“ segir í tilkynningunni frá Hjálmari Boga.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent