Skoda kynnir Kodiaq jeppann Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2016 09:27 Fyrsti jeppi sem tékkneski bílaframleiðandinn Skoda smíðar var kynntur í Berlín í gær. Skoda ber miklar væntingar til góðrar sölu jeppans, enda er sala jeppa með miklum ágætum um allan heim um þessar mundir. Kodiaq jeppinn er sjö sæta bíll og 4,75 metrar á lengd. Með sætin niðri er Kodiaq með 2.065 lítra flutningsrými og koma má í hann farangri sem er allt að 2,8 metra langur. Bíllinn hefur dráttargetu allt að 2,5 tonnum með 2,0 lítra TDI dísilvél og DSG-sjálfskiptingu. Það er þó ekki eina vélin sem í boði verður. Sú minnsta er 1,4 lítra TSI bensínvél í tveimur útgáfum, 125 og 150 hestöfl. Þá er 2,0 bensínvél einnig í boði, 180 hestöfl. Tvær útgáfur eru einnig í boði með 2,0 lítra dísilvélinni, 150 og 190 hestöfl. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra DSG sjálfskiptingu. Kaupendur geta keypt sem aukabúnað fjöðrunarkerfi sem stillir sig eftir aðstæðum (Adaptive Dynamic Chassis Control), sem einnig er í boði í Superb og Octavia bílunum. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum, en í dýrari útgáfum með 18 tommu álfelgum og einnig má fá undir hann 19 tommu felgur. Í dýrari útgáfum fylgir bremsubúnaður sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu og með skriðstilli sem stjórnar hraða með jöfnu millibili í næsta bíl. Skoda mun hefja sölu á Kodiaq í byrjun næsta árs, en verð bílsins hefur enn ekki verið kynnt. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent
Fyrsti jeppi sem tékkneski bílaframleiðandinn Skoda smíðar var kynntur í Berlín í gær. Skoda ber miklar væntingar til góðrar sölu jeppans, enda er sala jeppa með miklum ágætum um allan heim um þessar mundir. Kodiaq jeppinn er sjö sæta bíll og 4,75 metrar á lengd. Með sætin niðri er Kodiaq með 2.065 lítra flutningsrými og koma má í hann farangri sem er allt að 2,8 metra langur. Bíllinn hefur dráttargetu allt að 2,5 tonnum með 2,0 lítra TDI dísilvél og DSG-sjálfskiptingu. Það er þó ekki eina vélin sem í boði verður. Sú minnsta er 1,4 lítra TSI bensínvél í tveimur útgáfum, 125 og 150 hestöfl. Þá er 2,0 bensínvél einnig í boði, 180 hestöfl. Tvær útgáfur eru einnig í boði með 2,0 lítra dísilvélinni, 150 og 190 hestöfl. Bíllinn verður bæði í boði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra DSG sjálfskiptingu. Kaupendur geta keypt sem aukabúnað fjöðrunarkerfi sem stillir sig eftir aðstæðum (Adaptive Dynamic Chassis Control), sem einnig er í boði í Superb og Octavia bílunum. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum, en í dýrari útgáfum með 18 tommu álfelgum og einnig má fá undir hann 19 tommu felgur. Í dýrari útgáfum fylgir bremsubúnaður sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu og með skriðstilli sem stjórnar hraða með jöfnu millibili í næsta bíl. Skoda mun hefja sölu á Kodiaq í byrjun næsta árs, en verð bílsins hefur enn ekki verið kynnt.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent