Þjóðverjar segja Fiat Chrysler með svindlhugbúnað Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 16:33 Fiat 500X. Í maí síðastliðnum hótuðu þýsk yfirvöld að banna sölu Fiat Chrysler bíla í Þýskalandi þar sem þeir væri með svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum. Þennan búnað töldu þau þeir sig hafa fundið í bílgerðinni Fiat 500X. Það varð til þess að ítölsk yfirvöld tóku bílinn til rannsóknar og sögðust í kjölfarið ekki hafa fundið svindlhugbúnað í bílnum. Ekki gáfust þjóðverjarnir upp við þá tilkynningu og rannsökuðu fleiri bíla sem framleiddir eru af Fiat Chrysler og niðurstöður þess voru að í þremur öðrum bílgerðum er búnaður sem slekkur á mengunarvörn þeirra. Á þetta við Fiat Doblo, Jeep Renegade og tvær gerðir Fiat 500X bílsins. Þýsk yfirvöld hafa nú tilkynnt niðurstöður sínar til Evrópusambandsins og Samgönguráðuneytis Ítalíu. Þar hvetja þau ítölsk yfirvöld að rannsaka þessar bílgerðir frekar. Það afsakar engan veginn gjörðir Volkswagen að útbúa bíla sína svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum, en það er þó full ástæða fyrir þýsk yfirvöld að benda á slíkt hið sama hjá öðrum framleiðendum, ef slíkur búnaður er til staðar. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent
Í maí síðastliðnum hótuðu þýsk yfirvöld að banna sölu Fiat Chrysler bíla í Þýskalandi þar sem þeir væri með svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum. Þennan búnað töldu þau þeir sig hafa fundið í bílgerðinni Fiat 500X. Það varð til þess að ítölsk yfirvöld tóku bílinn til rannsóknar og sögðust í kjölfarið ekki hafa fundið svindlhugbúnað í bílnum. Ekki gáfust þjóðverjarnir upp við þá tilkynningu og rannsökuðu fleiri bíla sem framleiddir eru af Fiat Chrysler og niðurstöður þess voru að í þremur öðrum bílgerðum er búnaður sem slekkur á mengunarvörn þeirra. Á þetta við Fiat Doblo, Jeep Renegade og tvær gerðir Fiat 500X bílsins. Þýsk yfirvöld hafa nú tilkynnt niðurstöður sínar til Evrópusambandsins og Samgönguráðuneytis Ítalíu. Þar hvetja þau ítölsk yfirvöld að rannsaka þessar bílgerðir frekar. Það afsakar engan veginn gjörðir Volkswagen að útbúa bíla sína svindlhugbúnaði í dísilbílum sínum, en það er þó full ástæða fyrir þýsk yfirvöld að benda á slíkt hið sama hjá öðrum framleiðendum, ef slíkur búnaður er til staðar.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent