Tim Cook segir niðurstöðuna anga af pólitík Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2016 11:17 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple. Vísir/EPA Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir niðurstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um skattamál fyrirtækisins í Írlandi anga af pólitík og að hún sé ósanngjörn. Framkvæmdastjórninn úrskurðaði að Apple hefði fengið þrettán milljarða evra afslátt af skatti í Írlandi. Það samsvarar um 1.700 milljörðum króna. Tim Cook sagði það ekki rétt og í samtali við vefinn RTÉ.ie í Írlandi segist hann vongóður um að úrskurðinum verði snúið við í áfrýjunarferlinu. Framkvæmdastjórnin heldur því fram að vegna samkomulags Apple og stjórnvalda Írlands hafi Apple einungis greitt 0,005 prósent í skatta af hagnaði sínum í Evrópu árið 2014. Cook segir það kolrangt. Hann segir meðalskatt fyrirtækisins á heimsvísu vera 26,1 prósent. Þá benti hann á að árið 2014 hafi Apple greitt einn af hverjum 15 dollurum sem greiddir voru í skatt af fyrirtækjum í Írlandi. Fyrirtækið hafi verið stærsti skattgreiðandi Írlands árið 2014. Hann segir greiðslur þeirra hafa verið um 400 milljónir dala og skatturinn hafi verið 12, 5 prósent. Þá bendir hann á að þegar Apple gerði samkomulagið við Írland hafi fyrirtækið verið næstum því gjaldþrota og tilgangurinn hafi alls ekki verið að komast undan skatti. „Við höfum ekki gert neitt rangt og ekki heldur stjórnvöld Írlands.“Deilt um skattstofnaAFP fréttaveitan segir úrskurð framkvæmdastjórnarinnar varpa ljósi á þær 2,4 billjónir dala sem bandarísk fyrirtæki hafi komið undan skatti í skattaskjólum. Þeir peningar eru vænlegt skotmark ríkisstjórna um heim allan og þrátt fyrir að Bandaríkin geri tilkall til skattheimtu þeirra eru peningarnir að mestu komnir til frá tekjum bandarískra fyrirtækja í öðrum löndum. Fyrirtæki eins og Apple, Microsoft, General Electric og Pfizer eru hins vegar að bíða eftir því að yfirvöld í Bandaríkjunum lækki skatta á fyrirtæki. Yfirvöld í Bandarkjunum líta á úrskurð framkvæmdastjórnarinnar sem tilraun til að skattleggja tekjur sem Bandaríkin eigi rétt á. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir niðurstöðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um skattamál fyrirtækisins í Írlandi anga af pólitík og að hún sé ósanngjörn. Framkvæmdastjórninn úrskurðaði að Apple hefði fengið þrettán milljarða evra afslátt af skatti í Írlandi. Það samsvarar um 1.700 milljörðum króna. Tim Cook sagði það ekki rétt og í samtali við vefinn RTÉ.ie í Írlandi segist hann vongóður um að úrskurðinum verði snúið við í áfrýjunarferlinu. Framkvæmdastjórnin heldur því fram að vegna samkomulags Apple og stjórnvalda Írlands hafi Apple einungis greitt 0,005 prósent í skatta af hagnaði sínum í Evrópu árið 2014. Cook segir það kolrangt. Hann segir meðalskatt fyrirtækisins á heimsvísu vera 26,1 prósent. Þá benti hann á að árið 2014 hafi Apple greitt einn af hverjum 15 dollurum sem greiddir voru í skatt af fyrirtækjum í Írlandi. Fyrirtækið hafi verið stærsti skattgreiðandi Írlands árið 2014. Hann segir greiðslur þeirra hafa verið um 400 milljónir dala og skatturinn hafi verið 12, 5 prósent. Þá bendir hann á að þegar Apple gerði samkomulagið við Írland hafi fyrirtækið verið næstum því gjaldþrota og tilgangurinn hafi alls ekki verið að komast undan skatti. „Við höfum ekki gert neitt rangt og ekki heldur stjórnvöld Írlands.“Deilt um skattstofnaAFP fréttaveitan segir úrskurð framkvæmdastjórnarinnar varpa ljósi á þær 2,4 billjónir dala sem bandarísk fyrirtæki hafi komið undan skatti í skattaskjólum. Þeir peningar eru vænlegt skotmark ríkisstjórna um heim allan og þrátt fyrir að Bandaríkin geri tilkall til skattheimtu þeirra eru peningarnir að mestu komnir til frá tekjum bandarískra fyrirtækja í öðrum löndum. Fyrirtæki eins og Apple, Microsoft, General Electric og Pfizer eru hins vegar að bíða eftir því að yfirvöld í Bandaríkjunum lækki skatta á fyrirtæki. Yfirvöld í Bandarkjunum líta á úrskurð framkvæmdastjórnarinnar sem tilraun til að skattleggja tekjur sem Bandaríkin eigi rétt á.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira