Ferrari smíðar einn LaFerrari enn til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans Finnur Thorlacius skrifar 1. september 2016 09:13 Ferrari LaFerrari. Ferrari smíðaði allt til ársins 2015 ein 499 eintök af ofurbílnum LaFerrari og ekki stóð til að fjölga þeim. Forstjóra ítalska sportbílaframleiðandans, Sergio Marchionne, er þó fátt mannlegt óviðkomandi og hefur hann ákveðið að smíða eitt eintak af bílnum enn og bjóða hann upp til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna sem riðið hafa yfir Ítalíu nýverið. Bíllinn verður boðinn upp og allt eins má búast við að þetta fimm hundraðasta eintak seljist á meira en þá 1,3 milljón dollara sem hin eintök bílsins kostuðu. Því gætu safnast hátt í 200 milljónir króna til styrktar fórnarlömbunum á jarðskjálftasvæðinu ef vel verður í boðið. Ferrari LaFerrari er enginn venjulegur sportbíll því hann er með 949 hestafla drifrás sem samanstendur af V12 brunavél og öflugum rafmótorum. Fyrir vikið er þessi bíll einn hraðasti bíll sögunnar og öll eintökin sem til eru af honum teljast söfnunareintök sem eiga jafnvel eftir að hækka í verði með árunum. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent
Ferrari smíðaði allt til ársins 2015 ein 499 eintök af ofurbílnum LaFerrari og ekki stóð til að fjölga þeim. Forstjóra ítalska sportbílaframleiðandans, Sergio Marchionne, er þó fátt mannlegt óviðkomandi og hefur hann ákveðið að smíða eitt eintak af bílnum enn og bjóða hann upp til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna sem riðið hafa yfir Ítalíu nýverið. Bíllinn verður boðinn upp og allt eins má búast við að þetta fimm hundraðasta eintak seljist á meira en þá 1,3 milljón dollara sem hin eintök bílsins kostuðu. Því gætu safnast hátt í 200 milljónir króna til styrktar fórnarlömbunum á jarðskjálftasvæðinu ef vel verður í boðið. Ferrari LaFerrari er enginn venjulegur sportbíll því hann er með 949 hestafla drifrás sem samanstendur af V12 brunavél og öflugum rafmótorum. Fyrir vikið er þessi bíll einn hraðasti bíll sögunnar og öll eintökin sem til eru af honum teljast söfnunareintök sem eiga jafnvel eftir að hækka í verði með árunum.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent