Haukadalsá komin í 1.013 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 17. september 2016 14:00 Haukadalsá er að eiga frábært sumar og þegar tölurnar voru gerðar upp í fyrradag var áin komin í 1.013 laxa Veiðin í Haukadalsá byrjarði snemma að vera góð enda var laxinn einstaklega snemma á ferðinni þetta árið. Það sem meira er, þegar takan virtist detta niður í flestum ánum á vesturlandi um miðjan júlí var hún góð í Haukunni og datt sjaldan niður í allt sumar. Það er engin leið að segja af hverju þetta gerist en þetta sást greinilega á veiðitölum þegar þær voru bornar saman milli vikna. Áinn er komin yfir veiðina 2008 en þá veiddust 1.021 lax í ánni. Ef veiðin heldur áfram að vera góð núna síðustu dagana er ekkert óhugsandi að áin gæti náð veiðinni 2009 en þá veiddust 1.107 laxar og hún gæti jafnvel sótt að metinu frá 2010 sem var 1.174 laxar. Það er nóg af laxi í ánni og nú með rigningum síðustu daga hefur hún náð góðu vatni og skilyrðin fyrir haustveiðina eru alveg eins og þau verða best. Mest lesið Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Varmá Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði
Haukadalsá er að eiga frábært sumar og þegar tölurnar voru gerðar upp í fyrradag var áin komin í 1.013 laxa Veiðin í Haukadalsá byrjarði snemma að vera góð enda var laxinn einstaklega snemma á ferðinni þetta árið. Það sem meira er, þegar takan virtist detta niður í flestum ánum á vesturlandi um miðjan júlí var hún góð í Haukunni og datt sjaldan niður í allt sumar. Það er engin leið að segja af hverju þetta gerist en þetta sást greinilega á veiðitölum þegar þær voru bornar saman milli vikna. Áinn er komin yfir veiðina 2008 en þá veiddust 1.021 lax í ánni. Ef veiðin heldur áfram að vera góð núna síðustu dagana er ekkert óhugsandi að áin gæti náð veiðinni 2009 en þá veiddust 1.107 laxar og hún gæti jafnvel sótt að metinu frá 2010 sem var 1.174 laxar. Það er nóg af laxi í ánni og nú með rigningum síðustu daga hefur hún náð góðu vatni og skilyrðin fyrir haustveiðina eru alveg eins og þau verða best.
Mest lesið Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Varmá Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði